Alþýðublaðið - 01.02.1964, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 01.02.1964, Blaðsíða 6
WfÉMilM wm iiliilll lifillll ÍÍIIili éMsé w/ N-->> Æ •\ & <• <|* iáíss < s «1 1» lili ý-x-i'X-xx* ÍÍÍ: ííícfe-y-íxj: 1' J W^m ý^W+y. ffi'Æ&rk :■■■:■;■ m mm lwmm WmM 111 iliiiiii ¥Ííííí:í»*ftP ;íS:?íí:yi& Iflli Anna Mary Robertson var fædd í New York-ríki í Banda- ríkjunum fyrir 104 árum síð- an. Hún átd sér æsku, sem var keimlík æsku annarra efnalít- illa ungmenna á þeim árum. Hún fór að vinna fyrir sér 12 ára að aldri og var síðan stöð- ugt vinnandi fram í andláti|. Það, sem gerir hana frá- brugðna öðrum bandarískum a'þýðukonum, er sá starfi, sem hún tók sér fyrir hendur í ellinni. Árið 1887 giftist hún Tómasi Moses og þekkt varð hún löngu síðar undir nafninu Grandma Moses. Hún hafði alla ævi mikla á- nægju af að mála og fékk útrás við að liressa upp á útlit híbýla sinna hvenær sem þess gerðist þörf. Hún fékk aldrei neina til- sögn í litameðferð. Árið 1936, þá 76 ára gömul tók híþi að sauma út myndir á dúka fyrir uppörvun dóttur sinnar. Eftir að hendur henn- ar voru orðnar of stirðar til þess að valda nálinni tók hún að fást við að mála með pensli vegna þess, að það virtist hénni jafnvel „erin auðveldara“ Hún skapaði sína eigin tækni sem hún gætti eins og sjá- aldurs auga síns. Til að byrja með gaf hún fletinum þrjár yfiríerðir með hvítum lit ,sem hún lét þorna vel. Þessi bakgrunnur gefur þeim litum, sem síðar eru settir í myndina meiri birtu en ella. Með fáeinum pensilstrokum dró hún síðan útlínur hæða og skoga við himininn. Að því búnu markaði hún lauslega fyrir húsum og trjám í for- grunninum. Síðan tók hún til við að mála alla smáhlutina, sleða, dýr og fólk. Til þess að fá sem bezt fram mynd þess, sem hún var að mála lokaði hún augunum og reyndi að fá það fyrir hugskotssjónir sér og tók síðan aftur til við að mála. „Það er mjög einfalt, hver sem er getur gert það,“ sagði hún. Þó gaf hún mönnum eitt heil- ræði: Fyrirmyndirnar, sem menn veldu skyldu ætíð vera bjartar og upplífgandi. Gömlu konunni fannst þessi iðja sín vera mjög notaleg aðferð til þess að hafa eitthvað fyrir stafni, engu skipti í því sambandi hvort maður sé ungur eða gamall. Iðjuleysi væri ætíð til ills. „Ef ég hefði ekki byrjað að mála, hefði ég tekið til við hænsna- rækt,‘‘ sagði hún eitt sinn. Þegar amma Móses hafði gert fyrstu myndir sínar, stillti hún þeim út tii sölu í glugga lyfjabúðarinnar í næsta þorpi (i bandarískum lyfjahúðum kennir oft margra graca og æg ir saman ólíklegustu lxlutum, sem eiga lítið skylt við læknis lyf). Þessar myndir stóðu í glugganum og söfnuðu ryki í heilt ár. Þá raks. verkfræðing- ur einn frá New York á þær og keypti þær allar. Það var byrjunin á frægðarferli ömmu Moses. Þetta var árið 1937. í október 1940 hélt hún fyrstu sérsýningu sína. Hún var hald- Anna Mary (Amma) Moses. Gaml: Inn 1944. Byrjaði að á áttræðis in í Ga erie St. Etienne í New V Yoi-k. He.tj hennar var „Mál- verk bóndakonu." Síðan eru lið in mörg ár. Amma Moses lifði það, að finna mátti myndir hennar á söfnum og í einkaeign í öllum heimsálfum. Anna Mary (Amma) Moses. Þvottadagur 1951. Eftir því, sem henni hefur verlð meira hampað hefur meira borið á því, að vel- gengi hennar sé talin sprottin af ljúfsári'i löngun d „hinna gömlu góðu daga,“ með öðrum orðum að baki liggi ekki list- rænar ástríður, heldur tilfinn ingalegar. Sennilega er þetta ful langsótt skýring. Sérhver maður sem athug- ar myndir hennar, mun komast að raun um, að frá þeim staf- ar einfaldri, hljóðlátri og ó- brotinni fegurð, sem byggist á algerri einlægni. Hún reyndi a’drei að útvíkka sjóndeildar- h’-íng hinnar takmörkuðu per sónulegu reynslu sinnar. í myndum hennar lesum v ð um langa ævi hennar í sveit nni, um lífshættina ein og þeir birtast í minningu hennar, um eiljFar svéiflur árstfðanna. M nni hennar á smámuni er ó- trúlegt. Hið listræna li a- og foi-mskyn hennar er aðdáunar- vert. Aðeins lilutateikningar henn ar eru viðvaningslegar og klunnalegar, og einmitt það ré tlætir, að list hennar er kölluð frumstæð. Á hinn bóg inn er ósvikinn listamannsbrag ur yfir landslaginu í myndum hennar. Framtiðin mun leiða í ljós, hvort verk þessarar ö'druðu bandarísku bóndakonu hljóta fastan sess í li tasögunni. Eins og sakir standa er ekki of sterkt að orði kveðið að segja að Grandma Moses hafi með cinföldus.u gerð af hlut- lægri iistsköþun skapað sinn eiginn stíl sem ætið verður auð þekktur öllum þeim, sem séð liafa myndir hennar. Hún hefur gefið heiminum í myndum sínum ókunnuglegri en jafnframt minnisstæðari mynd af Ameríku en hann hef Ur átt að venjast. Amma Moses £ 1. febr. 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.