Alþýðublaðið - 01.02.1964, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 01.02.1964, Blaðsíða 8
Persónuleg vandamál eftir séra Jakob Jónsson REYKINGAR UNGLINGANNA MAÐUR nokkur ræðir um reyk ingar. Hvort hann eigi að taka hinar skörpu aðvaranir læknanna alvarlega? Honum hafa alltaf leiðst siðapredikanir og umvand anir prestanna, og ekki sé það betra, þegar læknarnir taki við, yfirleitt kann hann ekki við, að aðrir séu að segja sér fyrir um, hvað hann megi gera, og hvað ekki. Loks hugleiðir hann þá kenn ingu, sem oft er hialdið fram, að þeir, sem hræða fólkið með afleið ingum lastanna, geri ekki annað en að espa það til að breyta þver- öfugt við allar ráðleggingar. Auð vitað er ástæða til að taka lækn- ana alvarlega. í einlægni taiað, líkar mér ekki, hvernig blöðin virðast snúa þessu öllu upp í grín. Enginn slær því upp í grín, þeg- ar Slysavarnafélagið varar sjó- mennina við að fara á sjó, af því að ofviðri sé í aðsig. Það getur vel verið, að læknarnir geri of mikið úr hættunni, og vera má, að lungnakrabbinn eigi sér fleiri orsakir, svo sem spillt andrúms- loft — en reykingarnar eru ekki bétri fyrir það, þótt fleiri orsakir komi til. Ég veit líka, að mörgum fellur illa að láta aðra segja sér fyrir um, hvað þeir megi gera, og hvað ekki. Einu sinni fyrir mörgum árum var ég sem oftar að spyrja börn, og ræddi þá meðal annars við þau skaðsemi eiturnautna, svo sem reykinga. Löngu síðar frétti ég, að sumir af blessuðum strákunum mínum hefðu að lokinni kennslu stundinni farið beint inn á „sjoppu" og keypt sér sígarettur, auðvitað til að sannfæra sjálfa sig um, að þeir væru of miklir menn til að fara eftir því, sem presturinn seigði þéim. Þetta voru óþroskaðir unglingar, en ég held, að það sé ekki fjarri sanni, að þarna hafi komið fram einn meg- in-gaili íslenzkrar þjóðar-skap igerðar, eins og hún hefur mótazt í seinni tíð, — sem sé krakkaleg óhlýðni við yfirboðara og jafn- krakkalcg óráðþægni í siðferðileg um efnum. Menn vilja vera nógu kaldir karlar til að láta flest sið- ferðileg boð og bönn eins og vind um eyrun þjóta. Þessi krakkalega þvermóðska sprettur annars veg- ar af vanþroska skapgerð, og hins vegar af misskilningi á eðli og til gangi siðferðilegra boðorða. Ef lit ið er á hin tíu boðorð, sem kirkj,- an telur að eigi sér rætur í sjálfu' lífslögmáli tilverunnar, þá miða þau öll að því að varðveita og við halda sköpunarverkinu og varð- veita heilbrigt mannlíf í andlegu, ■ líkamlegu og félagslegu tilliti. Ráð leggingar læknanna í hinu marg umtalaða reykingamáli eiga stoð sína í fimmmta boðorðinu, ,,þú skalt eigi mann deyða.“ Þá er það hræðslan, sem ég áð- an minntist á. Það var sagt um Rússland i gamla daga, að keis- arinn berði aðalsmanninn, aðals- maðurinn bóndann, bóndinn kon una sína og konan köttinn. Og við höfum sögur af því, að vöndur- inn hélt uppi hlýðni við yfirvöld og yfirboðara hér á íslandi um all langt skeið. Og stundum hélt kirkj an fólkinu til hlýðni með hótun um um eld og brennistein annars heims. En það er skammt öfganna á milli. Gamall prestur sagði ný- lega við mig, að hér á íslandi væri ástandið orðið eins og seg ir í niðurlagi Dómarabókarinnar „í þá daga var enginn konungur í ísrael, hver maður gjörði það, sem honum vel líkaði“ (Dóm. 21, 25). Það er satt að við verðum yfirleitt ekki fúsari til góðrar breytni þó að okkur sé hótað öllu illu, — en gengur hitt ekki nokk uð langt að gera hvað, sem manni vel líkar undir öllum kringumstæð um, —. og breyta jafnvel gegn betri vitund, aðeins af því, að einhver hefur orðið til að segja okkur til vegar eða gefa okkur ráð? Og ég get ekki fundið, að það felist nein persónuleg hótun í því, þó að þeir, sem vita betur en við sjálfir, segi okkur, að við eigum á hættu að beinbrotna, ef við hoppum fram af þverhnýpi og ofan í grjóturð. Að síðustu — það er leitt til þess að vita, ef fólk á fullorðins aldri fer að eins og strák-kjánar. Jakob Jónsson. ÍBK m'"'A Wmm Hann, hún Dirch og Dario í Hafnarfirði Iíafnarfjarðarbíó sýnir um þess- ar mundir danska mynd með hin- um vinsæla Dirch Passer, Ghiía Nörby og núverandi eiginmanni Ghitu, dansk-ítalska söngvaranum Darió Campeotte. í myndinni leikur einnig Gitte Hænning, sem söng hér á íslandi fyrir nokkrum árum eins og marg ir minnast. Myndin heitir: Hann, hún, Dirch og Darió. Mynd þessi hef- ur verið sýnd allt frá öðrum í ijól- um, ogr má búast við að sýningum fari að fækka úr þessu. Myndin meðfylgjandi sýnir Gitte Hænning og Dirch Passer í hlutverkum síniun. Allir frímerkjasafnarar kann astvið ösina á pósthúsinu þann dag, er ný frímerki eru gefin út. Allir vilja fá sér nýju merk in, líma þau á myndskreytt umslög og fá á þau fyrsta- dags stimpil. — Á götunni úti fyrir eru söludrengir með út- gáfudagsumslög í töskum og hrópa: „Umslög fyrir frímerki dagsins." — Allir kannast líka við ösina á pósthúsunum fyrir jólin, þegar jólakortin streyma inn. En hvernig haldið þið að á- standið yrði í þessu efni, ef þetta hvort tveggja bæri upp á sama daginn? Trinidad heitir lítil eyja, skammt frá strönd Venezuela. Þetta er blómleg og gróðursæl eyja, enda liggur hún í hita- beltinu. Eyjarskeggjar fram- leiða mikið af sykri og kakao. Þetta er brezk nýlenda eins og Guayana, sem við lásum um í síðasta þætti. Þetta er árið 1956, rétt fyrir jólin og jólakortin streyma inn á pósthúsið í Port of Spain, en það er höfuðborg eyjarinn- ar. Ösin var svipuð og undan- farin jól, kannski heldur ÞE6AR NY FRÍMERKI KOMA Á MARKAÐI meiri og eftirspurnin eftir frí merkinu 1 cent var sérstaklega mikil ,enda var það mátulegt burðargjald á jólakortin. Nokkru áður hafði póstmeist arinn séð, að birgðirnar af 1 eent merkjum mundu ekki hrökkva til á jólapóstinn, svo að hann hafði með góðum fyrir vara að hann hélt — pantað slatta af þessum merkjum frá London. — Þau áttu að koma með f'Iugvél í tæka tíð. En þá byrjuðu erfiðleikarnir — Dimmviðri í London seink- aði flugvélinni og áhyggjur tóku að sækja á póstmeistar- ann, sem vonaði þó, að flug- vélin mundi komast á leiðar- enda í tæka tíð. — Það birti í London og áhyggjum póst- stjórnarinnar í Trinidad létti. En ___ í New York kom fram bilun á hreyfli á flugvélinni og var hún kyrr.ett þar til viðgerð hafði farið fram. — Það leið að jólum og póst- meistarinn sá, að eitthvað varð að gera í málinu. — Hann samdi því við prentsmiðju eina þar í borginni um að yfir- prenta ný.t verðgildi á 2 centa frímerki, sem nóg var til af. Þetta 2 centa merki var með mynd af landbúnaðarháskóJa (Scott No. 73) og yfirprentun- in skyldj vera „one cent.“ — Þetta var ekkert auglýst og meira að segja frekar haldið leyndu, enda var póstmeistara farið að gruna að meira en nóg yrði að gera á pósthúsinu dag inn eftir, ef bæði jólakorts- sendendur og frímerkjasafn- arar kæmu í einum hóp í ekki alltof stóran afgreiðslusal póst hússins. — Það var yfirprentað af kappi alla aðfaranótt 20. desember. Prentsvertan þurfti helzt að vera orðin þurr þegar opnað yrði að morgni næsta. dags. rrr (Framhaid). <'liiimmmitiu»Mtfimmitflliiiimii iiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiimmiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiimimmiiiiiimMiiiiiiiiiimiiiimiiiiimiiiiiiiiliimiiiimiuuutuui 8 1. febr. 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ •Vi.fsiimiiiiiiinmmiiiuiMinitiiiMiiHiiHiiiiiiMiuiimiiiiiiiiiiiiMiiimmmiimmimmtmniiiiiiiimiiiii mmmmiiiiiimmimmimiiimimiuiimiimmuiiiiimuuuuui

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.