Alþýðublaðið - 14.02.1964, Qupperneq 10
MINNINGARORÐ
Framh. af' bls
mér óvænt sú þungbæra frétt, að
vinur minn Ari Kristinsson, sýslu-
maður, væri alvarlega veikur og
hefði verið fluttur flugieiðis hing
að suður til spítalavistar. Þetta
þunga högg kom svo skyndilega
og óvænt, að ég gat tæpast trúað
því. Rúmum tveim mánuðum fyrr
hafði Ari gert okkur hjónunum
þá miklu ánægju að dveljast hjá
okkur góða kvöldstund. Þá rædd-
um við liðna daga, liðnar stundir
og atburði siðustu ára. Ari var
opinskár þessa kvölstund. Hann
rakti minningarnar fram úr djúp-
um hugar síns, sagði okkur svo
margt, sem við vissum ekki, og
sém okkur er svo kært í dag- Það
yar engu líkara en eitthvert hulið
afl væri að knýja hann tii frá-
sagnar og til þess að blanda geði
við vini sína í enn ríkara mæli
en nokkurn tíma hafði átt sér
stað áður. Það var óvenjulega kær
leiksríkur maður, sem flutti okk-
ur ræðu sína. Áform hans voru
björt og heið og til allra mælti
hann aðeins fögur og hlý orð.
Hann dáði lííið og var Guði þakk-
látur fyrir það, hve mikið hann
hafði gefið honum í dásamlegri
konu og góðum börnum. Það lék
mikil og fögur birta um Ara þessa
kvöldstund. Ég minnti hann á þetta
þegar ég heimsótti hann á sjúkra-
beði. Hahn brosti og sagði: „Já —
ég man þetta allt svo vel og ég
er feginn að hafa átt þessar við-
xæSur við ykkur- Við geymum
þær vel, Jakob.“
Já, þær verða geymdar vel,
þessar fögru minningar um þessa
stuttu kvöldstund. Þær minna mig
Jafnan á óvenjulega góðan, mik-
ínn og heilsteyptan mann, marih,
sem fullur var skilnings, kærleika
virðingu fyrir lífinu, fyrir sam-
ferðamönnunum, mann, sem um-
fram allt elskaði heitt og innilega
fjölskyldu sína, frændur og vini,
landið og þjóðina.
t dag er hann horfinn sjónum
okkar i þessu lífi. í dag er hann
kvaddur hinztu kveðjunni, kvadd-
ur í kærleika og þakklæti, kvadd-
ur með tár á hvarmi. Við eigum
alltof fáa ágætismenn eins og Ara
sýslumann Krisinsson. Þjóðin má
ekki við því að missa slík val-
menni á bezta alri- En okkar
harmur og eftirsjá er þó enginn á
við það, sem kona hans og börn
búa við og finna. Megi almáttug-
ur góður Guð styrkja þau og
varðveita í sárum sökunði og
þungum harmi. En minningin um
glæsilegan, mikinn og góðan
mann, mun jafnan lýsa þeim og
verma þau um ókomin ár og daga.
Bræðrum og systur, aldraðri
tengdamóður, tengda- og venzla-
fólki sendi ég dýpstu samúðar-
kveðjur.
J. V. Hafstein-
„Vegir skiptast. — Allt fer
VfJ ýmsar leiðir
jna á fyrirhéitsins lönd.
Einum lífið arma'breiðir,
öðrum réttir dauðinn hönd.
Eirium flutt er árdagskveðja
öði’um sungið dánarlag .;... ”
; l/y.
í DAG kveðja ættingjar og vinir
Ara Kristinssón, sýslumann Barð-
atréndinga, sem á sviþlegan hátt
ér 'hrifinn á brott, löngu fyrir ald-
írCfram, frá míklu óunnu starfi í
þágu þjóðar sinnár,'frá eiginkonu
og stórum bamahóp.
Enda þótt við bekkjarsystkin
Ara gerum okkur ljóst, að sökn-
uður okkar og harmur er á eng-
an hátt sambærilegur við hinn
sára trega og sorg konu, barna og
nánustu ættingja, setur okkur þó
hljóða við þessa helfregn.
Þeim fyrsta úr hópi 34 stúdenta
frá Menntaskólanum á Akureyri
1941 hefur verið svipt brott; þeim
úr hópnum, sem sízt var við búizt.
Ari Kristinsson var fæddur á
Húsavík 6. nóvember 1921, sonur
Kristins kaupmanns þar, (Jónsson
ar prests á Húsavík, Arasonar,
bróður Matthíasar skálds, Joeh-
umssonar) og Guðbjargar Óladótt-
ur, (smiðs á Húsavík, Kristjáns-
sonar).
Ari stundaði nám við Mennta-
skólann á Akureyri og lauk þar
stúdentsprófi 1941 og embættis-
prófi i lögfræði vorið 1947. Ari var
farsæll námsmaður og lauk námi
sínu með mestu prýði, enda þótt
hann tæki einnig, einkum á
menntaskólaárunum mikinn þátt
í félagslífi skólans, einkum leik-
list og íþróttum.
Ari kvæntist 4. janúar 1945 eft-
irlifandi konu sinni, Þorbjörgu
Þórhallsdóttur, kaupfélagsstjóra á
Húsavík, Sigtryggssonar. Varð
þeim átta barna auðið og verður
það elzta 18 ára 12. marz n. k.
en það yngsta er aðeins tveggja
ára.
Ari tók að loknu embættisprófi
við fulltrúastarfi hjá Júlíusi Hav-
steen, sýslumanni á Húsavík og
gegndi þvf til 1956, er hann tók
við sýslumannsembætti f Barða-
strandarsýslu.
í embættisstörfum sinum naut
Ari mikilla og almennrá vinsælda.
Júlfus heitinn Havsteen mat hinn
unga starfsmann sinn mikils og var
samstarf þeirra mjög gott, enda
fayggt á gagnkvæmri vináttu og
trausti.
í sýslumannsembætti var Ari
einkar vel látinn. Einkenndust
skipti hans við alla, sem honum
kynntust, af þeim eiginleikum, er
I rikastir voru í fari hans, skapfestu
I og einurð, en jafnframt hlýhug og
félagslund, er hvers manns hjarta
vann. Sýna viðbrögð sýslunga Ara
við fráfalli hans þær vinsældir, er
hann naut.
Á stundum sem þessum verða
þau orð allajafna vandfundin, er
verða megi þeim til hugarléttis,
sem um sárast eiga að binda. Tor-
ráðin er sú spurning, er á hugann
leitar, þegar í svó skjótri svipan
er bundinn endir á líf manns á
bezta aldri, manns sem enn var
baðaður hádegissól starfsdags síns
og svo mikils var af að vænta.
Römm virðast þau rök, er kalla
eiginmann og föður brott héðan
úr lieimi frá þeim, sem heitast
unnu honum og þyngstan bera
harminn.
Skilningi okkar mannanna eru
takmörk sett. Við rýnum í sort-
ann, en sjáum eigi. Þó er okkur í
vanmætti okkar rétt sú hönd, er
Hknar þeim, sem harðast er Ieik-
inn, reisir þann við, er örmagnast
hefur, leysir vanda þess, cr efa-
semdir þjá. — Við erum ekki ein
á ferð, ekki ein á skammvinnri
göngu frá vöggu til grafar. í
myrkri getuleysis okkar skín Ijós
þess, er gaf okkur lífið og þennan
heim, sem ókkur er svo óræð gáta.
t þögn óvissunnar og umkomuleys-
isins hljómar rödd meistarans: Sjá,
eg er með yður alla daga. Og and-
spænis dauðanum nemur hugur
okkar það fyrirheit, sem ávallt er
uppspretta hins dýþsta fagnaðar:
Ég ér Uþprisan Og lífið; sá, sem
trúir á mig, mun lifa, þótt harin
deyi.
í bjarma þessa boðskapar öðlast
líf okkar hér á jörð og handan
grafar eitt og sama innihald. Hinn
örðugi skilnaður varir aðeins
skamma hrið. Og hvert, sem okkur
ber, erum við falín í hendi skap-
arans, sem einnig vefur örmum sín
um hann, sem við kveðjum í dag
með svo sárum trega
Megi þetta undursamlega lausn
arorð verða ástvinum Ara Krist-
inssonar huggun í þungum harmi
og veita þeim styrk til að horfa
við dögum.
Bekkjarbróðir.
Ég bjóddi
Framh. úr opna
leitt allt annað, sem danskennar-
anum datt í hug. Takturinn var
vitanlega misjafn, eins og oft
vill verða, en æfingin skapar
meistarann, og mistökin gleym-
ast fljótt á þessum aldri, enda
skein ánægjan af hverju andliti.
— Framan af varð að notast við
fóninn, eins og áður er sagt, en
svo kom hljómsveitin og leysti
hann af hólmi. Og með henni var
söngvari, svo að ekkert skorti á,
að allt væri eins og á böllunum
lijá þeim fullorðnu. Þátttakan
hefur áreiðanlega verið um eða
yfir 90% í öllum dönsunum, en
tvistið átti greinilega hvað mest-
um vinsældum að fagna, og yfir-
leitt sagði Heiðar, að það gilti um
alla Suður-Ameríku dansana.
Grímuballið í gær er aðeins
eitt af mörgum, því að ekki
kemst nema lítill hluti af nem-
endum dansskólans fyrir á hverju
balli með góðu móti. Nú eru þeg-
ar ákveðin átta grímuböll, en í
fyrra sagðist Heiðar hafa haldið
þrettán.
Þungur kliðurinn fylgdi okkur
til dyra, þcgar dansinn stóð sem
hæst, og það var miklu grárri
veröld, sem auganu mætti, þegar
við komum út í rigninguna á
Austurvelli. hjp.
ÍÞRÓTTIR
Framh. af 11. síðu
1500 m. skautahlaupið fór fram
í dag. Talsverður vindur var ann-
að slagið og setti hann nokkurt
strik í reikninginn. Einnig var
fremur kalt í veðri og þess vegna
ekki gott rennsli eins og tímarnir
benda til. Keppnin var mjög
skemmtileg því oft var sigur An-
tsons í hættu. Antson hljóp í 3-
riðli (2:10,3) og mátti því bíða
lengi milli vonar og ótta, þeir
skæðustu áttu eftir að hlaupa. En
tími Antsons stóðst allar árásir
þótt höggvið væri nærri. Það var
ekki fyrr en Verkerk frá Hol-
landi hafði lokið hlaupi sínu —
(2:10,6), að Antson gat talið sig
öruggan um sigurinn. Þá voru
hætturnar liðnar hjá.
Yfir Atlantshafib
Framh. af bls 7 I
háðir alls konar veðráttu, segir
Marx, svo að allir verða að
vera „í góðu formi”.
Marx bendir á, að þetta verði
ekki fyrsta ferðin yfir Atlants-
haf á víkingaskipi. En við verð-
um þeir fyrstu, sem fara í einu
og öllu að eins og víkingarnir.
— Aðrir, sem siglt hafa á
víkingaskipum yfir Atlantshaf,
notuðu ekki aðeins nýtízku
segl, heldur einnig nýtízku stýr
isútbúnað og alls konar annan
nýtízku útbúnað. í þrem þeirra
fjórum víkingaskipa, sem siglt
hafa yfir Atlantshaf síðan 1893,
voru hjálparmótorar. Þeir not-
uðu sér einnig nýjustu siglinga
fræðiþekkingu, völdu beztu
Ieiðirnar nálægt skipaleiðum
og höfðu meðferðis nútíma mat
og drykk.
Robert Max er staðráðinn í
að fylgja beztu erfðavenjum
víkinganna á siglingunni allri.
Hann er 29 ára að aldri,
fæddur í Pittsburgh, Pennsyl-
vaníu, en ólst upp í Los Ange-
les Hann lærði að synda og
kafa um líkt leyti og hann
Iæri að ganga og stóð sig vel
í nær öllum íþróttagreinum í
bernsku. Fimmtán ára gamall
gekk hann í bandaríska flot-
ann, en varð að hætta tveim
mánuðum síðar þegar yfirvöld-
in komust að raun um aldur
haris. Seinna gegndi hann her-
þjónustu um þriggja ára skeið
í landgönguliðinu.
Eftir það bjó hann um fjög-
urra ára skeið í Mexikó, rak
hótel og leitaði að fjársjóðum,
bæði neðansjávar og á landi.
Einn merkasti fundur hans á
þessum tíma var safn listmuna
frá fyrrí öldum, sem metnir
voru á 100 þús. dollara og Mexi
kóstjórn gerði seinna upptæka.
Hann fann m. a. hjól, fallbyss-
ur, sverð og önnur vopn. Allir
voru þessir hlutir frá því fyrir
daga Columbusar og taldir af
evrópskum uppruna. Þar með
þótti sannað, að margir hefðu
fundið Ameríku á undan Col-
umbusi.
Marx hefur unnið að kvik-
myndatöku neðansjávar (Bey-
ond the 12 Mile Reef, Under-
water), hann ferðaðist um
tveggja ára skeið umhverfis
jörðina og kafaði eftir neðan-
sjávarsteinum fyrir bandarískt
fyrirtæki og um tveggja ára
skeið dvaldist hann á Spáni og
rannsakaði rækilega sögu
spánska fjársjóðaf'otans. Um
þetta hyggst liann semja bók.
Árið 1962 sigldi Marx á
skipi, sem var nákvæm eftir-
líking á skipi Columbusar,
„Nínu”, frá Spáni til Bahama-
zp'yj
iývdl
f/
m
w
Fljótt og örugg Þjónusta. Hjólbarðinn til-
búinn innan 30 mínútna. Sérstök tæki fyrir -fe
slöngulausa hjólbarða. Felgur í flestar teg- Jm
undir. tó
MILLAN.........
Þverholti 6 * /íájB
(Á horni Sfórholfs og l'Jéí.
Þverholfs> • f*
Réynið viðskíptin.
OoiS frá kl, 8 árd.
til 11 l,d. alla daga
vikutthár* 1
eyja. Marx var leiðsögumaður
og siglingafræðingur í ferð-
inni, sem var nákvæm eftirlík-
ing á hinni frægu ferð Colum-
busar er hann fann Ameríku.
Ferðin stóð í fjóra mánuði
og vakti heimsathygli. Reynsl-
an úr þessari ferð kemur Marx
að góðum notum í víkingaferð-
inni, sem ekki mun vekja síður
minni athygli.
I—I UJ
FIISIEIfflNW
ÁSVALLAGOTU 69.
Sími 33687. kvöldsúni 23608.
TIL SÖLU:
4ra herbergja mjög glæsileg í-
búð í sambýlishúsi í Hvassa-
leiti.. íbúðin er 4 herbergi, lín-
herbergi, bað og rúmgott eld-
hús. Öll gólf teppalögð. Harð
\iðarinnréttingar. Sólrikar
svalir. 1. hæð.
3ja herbergja íbúð í sambýlis-
húsi við Hjarðarliaga. Vönd-
uð.
3ja herbergja íbúð á annarri liæð
við Rauðarárstíg. Steinhús,
hentugt fyrirkomulag. Tvöfalt
gler, svalir.
3ja herbergja risíbúð í Hlíða-
hverfi. Væg útborgun.
Lúxushæð ca. 160 fermetra í
Safamýri er til sölu. ibúðin er
uý, 3 svefnherbergi, gott eld-
hús,- rúmgóðar stofur með eld
stó. -Þvottahús á hæðinni. Ó-
venju vönduð íbúð.
5—6 herbergja íbúð við Rauða-
læk. 1. hæð, bílskúr. Mjög
skemmtileg íbúð. Hagstætt
verð og skilmálar.
HÖFUM KAUPANDA að:
Húseign með nolckrum íbúðum,
mikil útborgun.
Tveggja íbúða húsi. Mikil út-
borgun.
4ra herbergja íbúð, útborgun 6_
300 þús. krónur.
120 — 130 fermetra einbýlishúsi
í smíðum.
5 — 6 lierbergja íbúð í Kópa-
v-ogi. 1. veðréttur þarf að vei'a
laus, góð útborgun. Má vera í
smiðum.
Munið að eignaskipti eru oft
möguleg hjá okkur.
Næg bílastæði. Bílaþjónusta
við kaupendur.
ÆskulýBsvika
K.F.U.M. og K.
Samkoma í húsi félaganna við
Amtmansstíg 1 kvöld kl. 8,30.
Sveinn Guðmundsson, skrifstofu
maður, hefir stutta hugleiðingu.
— Vissir þú þetta? — Séra Jón-
; as Gislason talar. Kvennakór
syngur. Allir velkomnir.
10 14. febr. 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ