Alþýðublaðið - 23.02.1964, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 23.02.1964, Blaðsíða 3
 MIMIIIMIMMIIMIMMIMMIIIMIMMIIIIIIIIlnilllllllllllllllllllllllllllMIIMIimilllMIIMIIIIIIIIIIMMMIMMIIMIill 1111 Ml IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII1111IIII Ml ■ IIIIIII Ml IIIIII ■ 1111IIIIIII MM IIMMMKHM*’ r Hjörf Pálsson A HNOTSKOGI BARÁTTAN VIÐ SÆLJÖNIÐ ÞESS hafa að undanförnu sézt augljós dæmi, hve íslend- ingar (kannski væri réttara að sega Reykvikingar) eru sein- heppnir hugsjónamenn. Um þær deilur, sem spunnizt hafa út af uppkastinu, er að vísu ekki nema gott eitt að segja- Þær sýna áhuga ungra og ald- inna á sögu þjóðarinnar, leiða jafnvel ýmislegt nýtt í ljós, sem vonandi á eftir að koma ís- lenzkum sagnvísindum til góða. Og fróðleiksþyrstari hluti ungs fólks í landinu fagn ar því, að þeim eldri, sem bezt mega vita um liðna atburði, er ekki saina, hvernig sögu þeir skrifa handa því. Það skiptir óneitanlega talsverðu máli, hvort sannleikurinn eða lygin skipa öndvegið í þeirri sögu. Ekkert er eðlilegra en hart sé deilt um túlkun sögunnar, en hitt jafnvíst, að ekki tjóar að sakast um orðinn hlut. Því sem gerðist, verður ekki breytt. Staðreyndin blífur. En ég ætlaði ekki að gera upp- kastið að umræðuefni- Aftur á móti hafði ég í liuga þá til- gangslausu baráttu gegn stór- byggingum, sem nú tíðkast og flestir munu hafa veitt athygli, ekki sízt af því að hún verður æ meira tilfinningamál eftir því sem veggir Hallgrímskirkju hækka á Skólavörðuholtinu og nær dregur framkvæmdum við tjörnina. Þessar tvær stórbygg ingar, Hallgrímskirkja og Ráð- hús Reykjavíkur eiga sér auð- vitað nokkra forsögu, eins og önnur mannanna verk. Saga hinnar fyrri er eitthvað á þá leið, að á 300 ára afmæli Hall- gríms Péturssonar 1914 lagði þá verandi biskup, Þórhallur Bjarnarson, til, að reist yrði fyrr en seinna vegleg kirkja til minningar um sálmaskáld- ið. Tólf árum síðar komst Dóm kirkjusöfnuðurinn að þeirri nið urstöðu á safnaðarfundi, að reisa þyrfti stóra kirkju, sem vel væri við hæfi að velja stað á Skólavörðuholti. Söfnuður- inn kaus nefnd til að athuga málið nánar, og gekk hún á fund kirkjumálaráðherra 1929 og óskaði eftir því, að ríkið stæði straum af kostnaði við samkeppni um gerð teikninga. Á það var fallizt, en eftir að slík samkeppni liafði tvisvar farið fram án þess árangurs, sem til var ætlazt, fól kirkju- málaráðherra liúsameistara rík isins að teikna kirkjuna. Tók hann síðan að teikna og hafði Hallgrím Pétursson á bakvið eyrað. Þegar Hallgrímspresta- kall var stofnað, var ákveðið að Hallgrímskirkja á Skóla- vörðuholti yrði kirkja þess. Borgarstjórn samþykkti síðan fyrir meira en 20 árum, að kirkjan mætti rísa á holtinu sér að meinlausu, framkvæmd- ir hófust samkvæmt teikning- um húsameistarans og hafa staðið yfir síðan, en nú fyrst er að komast verulegur skriður þar á. Þar með er málið komið af umræðustigi á framkvæmda- stig. Þá liefst á ný sú elleftu stundar barátta, sem fram hefði átt að fara fyrir 1940. Forsaga ráðhússins er svip- uð- Langt er liðið síðan fyrst komu fram raddir um ráðhús í Reykjavík, og var áratugum saman deilt um, hvar það ætti að standa, og má segja, að þær deilur hafi staðið á réttum tíma. Meðan málið var á um- ræðustigi var enn full von til þess, að þeir, sem létu sig það einhverju varða, gætu liaft áhrif á það. Ákvörðun um það gat þó ekki beðið til eilífð arnóns, og í desember 1955 samþykkti borgarstjórn að hyggja ráðhús nyrzt í Tjörn- inni- Þar með var það ákveðið, og síðan eru liðin rúm átta ár. Fé var veitt til undirbúnings- framkvæmda, og eftir að Ijóst varð, að ekki gæti orðið neitt úr samkeppni um teikningar, var nokkrum arkitektum falið verkið. Teikningar þeirra voru fullgerðar fyrir skemmstu, og nú er ekkj eftir öðru að bíða en að framkvæmdir hefjist. En hvað gerist? Þá blossa upp á- kafar deilur, ekki um teikning arnar, heldur staðarvalið, sem síðustu forvöð voru að hafa á- lirif á fram undir áramótin 1955-1956. Ég ræðiækki meira um ráð húsið, enda lít ég svo á, að það sé tilgangslaust hér eftir. En við skulum athuga þett'a með Hallgrímskfrkju ofurlit- ið nánar- Gegn henni er eink- um barizt af þremur ástæðum: hún sé dýr og ljót og alltof stór. Vafalaust á skattborgar- inn einhvern tíman eftir að stynja undan þessari byggingu, eins og öðrum þeim stórvirkj- um, sem reist eru guði og mönn um til dýrðar. Og sama má eflaust segja um ráðhúsið. Mörgum finnst, að gera megi ýmislegt þarfara með pening- ana en byggja fyrir þá kirkjur og vilja þar að auki fyrir alla muni losa sig við guð sem fyrst, þó að það sé raunar ómögulegt að mínum dómi, sem sést bezt á því, að áhangendur þeirrar stefnu þurfa alltaf að fá sér annan guð í staðinn. En ef þeir eiga að fá vilja sínum fram- gegnt, þarf að koma til skipu- lagsbreyting. Meðan ríkið styð- ur kirkjuna með fjárframlög- um, af því að skattborgarinn skrifar á manntalsskýrsluna sína, að hann játi evangelísk- lútherska trú, þó að honum sé reyndar fjandann sama um hana nema á jólunum, verða byggðar kirkjur, bæði litlar og fallegar og stórar og ljótar. Skipulagsbreytingin, aðskilnað- ur ríkis og kirkju, er ekki enn komin til og enginn vissa fyr- ir því, að hún eigi sér marga formælendur, og á meðan svo er geta skoðanir og rök and- ófsmanna gegn kirkjubygging- um naumazt talizt rétthærri en hinna, sem vilja fylla allt af kirkjum. Ég held, að trú manna hljóti að vera einkamál þeirra. Af persónulegum ástæðum er Framhald á bls. 13. ^l.lllillllllllimillllllllllllllllllllllÍllllllllllllllllHllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllimMUmimilMIMIMII IIM(■lllllll■ll■llll■l■llllllllllllllll■l■■l■llllllllil,illii■IIIIIHIIII■llll■■l■■,,,,,>l,,,,*,*,,,,,,,*,*,,,,,,,,,,,i,l,,,,,,,,,,,,,,,,,,ll>,,,,,H<,,,*l vf Að velja mllll tveggja kosta Ungur maður starfar við verzl- un, þar sem meðal annars eru sígarettur á boðstólum. Hann vill vera samvizkusamur í starfi sínu, trúr kaupmanninum, sem hann vinnur hjá og hlýðinn landslög- um. Hann veit, að löfein banna, að tóbaksvörur séu seldar börnum, og honum er sjálfum þvert um geð að bregðast skyldu sinni, — en hvað á að gera, þegar börn eru hvað eftir annað send til að kaupa sígarettur, og ef þeim er neitað, — ja, þá bara rifa forcldr- arnir kjaft” — og svo er ekkert gaman að láta búðina bergmála af bölvi, formælingum og alls kon- ar ókvæðisorðum krakkanna sjálfra, ef þeim er neitað um af- greiðslu. Persónulegt vandamál koma fyrir í öllum starfsgreinum. Mér kemur í hug viðtal, sem ég átti við bílstjóra hér í Reykjavík fyrir all-mörgum árum. Við ræddum um sprúttsölu þeirra bílstjóra, sem sett hafa einna leiðinlegast- an blett á stétt sína. En livað á maður að gera? sagði bílstjórinn, þcgar maður er beðinn að koma í eitthvert hús, og stendur í þeirri | meiningu, að þar bíði fólk eftir því að fá flutning, — en í stað- inn „rífur það bara kjaft” og segir manni að fara norður og niður, ef neitað er að selja því sprútt. Eg veit, að það er ekkert spaug, oft og tíðum, að taka afleiðing- unum af því að velja milli tveggja kosta, þegar annars vegar eru landslög og almennt velsæmi, en hins vegar „þeir, sem rífa kjaft.” Ungi maðurinn, sem ég gat um, er því í töluverðum vanda, og ætti að eiga vísan stuðning hjá almenningsálitinu og lijá vinnu- veitanda sínum. Um almennings- álitið er það að segja, að því mið- ur er það einmitt oft á máli þeirra, sem rífa o.s.frv. Það liefur komizt inn hjá almenningi, að flestir ef ekki allir lögbrjótar, smáir sem stórir, séu liálfgerðir píslarvottar, leiksoppar grimmra örlaga, „fórn- ardýr” félagslegs ranglætis, eða bara sjúklingar, sem ekkert geti að því gert, sem þeir aðhafist Það má helzt ekki nefna orðið „synd,” því að í því felst ábyrgð gagnvart guði, og guð eru menn smeykir við að nefna í alvöru, af því að þeir lialda, að slíkt tilheyri ekki vel menntaðri nútímaþjóð. Svo þykir það orðið gamaldags að vera trúr yfir litlu, í stað þess, að áður fyrr þótti trúmennska í hinu smáa eðlilcg æfing í því að fara með stór verðmæti. Samt verð ég að halda því fram, að ungur mað- ur í búð hljóti að eiga vísan stuðning kaupmannsins, sem hann vinnur hjá. Engum heiðvirðum kaupmanni er þökk í því, að starfsfólk lians fari á bak við lög og reglugerðir. Þess vegna vildi ég gefa hinum unga manni það ráð, að biðja kaupmanninn sjálf- an að ræða í trúnaði við þessa foreldra, sem rífa o.s.frv., og gera þeim grein fyrir afstöðu búðar- mannsins. Eg veit ekki, hvort sam- tök kaupmanna og verzlunar- manna telja slíkt mál sem þetta nægilega þýðingarmikið til að blanda sér í það, — eða hvort afgreiðslufólk yfirleitt á í þessu sama stríði og ungi maðurinn. En ég þykist hins vegar viss um, að bæði barnaverndarnefndir, kenn- arar og prestar — og þeir for- eldrar, sem ekki rífa o.s.frv., myndu kunna þeim miklar þakk- ir, ef kaupmannastéttin sjálf teldi sig geta gert eitthvað til þess að koma hér inn réttum skilningi hjá viðskiptavinum sínum. Auðvitað er vel mögulegt fyrir fólk að fá afgreiðslu í búðum, án þess að láta börnin kaupa tó- baksvörur. Það er hægt að síma í búðina, panta þaðan nauðsynja- vörur sínar og biðja afgreiðslu- manninn að ganga frá pöntuninni og afhenda hana, án þess að barn- ið hafi nokkura liugmynd um það, hvað það er að segja. En ég vil ekki mæla með þessari að- ferð, nema þegar afgreiðslumað- urinn þekkir viðskiptavininn og getur verið viss um, að réttur að- ili fái pöntunina. Sé pöntun send í bréfi, ætti ekki af afhenda bögg- ulinn, nema fullt nafn sé skrifað undir, svo að hægt sé að komast að því, hvort um misnotkun sé að ræða. Annars er það ókurteisi af viðskiptavinum hvaða verzlunar sem er, að ætlast til þess að starfs fólk hennar brjóti lög. Slíkt get- ur liaft alvarlegar afleiðingar, það er visir að því, sem gerist, þegar óprúttnir kaupsýslumenn koma bankastarfsmönnum í vanda með því að rétta að þeim ávísanir, sem engin innistæða er fyrir. Að lokum, — ég held, að þvf fleiri afgreiðslumenn, sem hafa sig í að neita þeim, sem rifa osfrv. um afgreiðslu, því fyrr hætti þeir að vaða uppi með frekjuna, og ég vil því segja við unga mann- inn: Farðu eftir því, sem samvizk- an býður þér, þó svo að það kostl rifrildi. Jakob Jónsson. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 23. febrúar 1964 3 iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiii,i,,i,,iiii,iiiii,i,,i,iiiiiiiim,iiniiiiiii,i,,i,iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii .......................................................................

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.