Alþýðublaðið - 23.02.1964, Blaðsíða 7
Andric, Lampedusa, Jörð
í skýrslu Ólafs Hjartar um ís-
lenzka bókaútgáfu 1888-1962 (í
-afmælisrit Bóksalafélags ís-
lands) mó sjá að árið 1888 hafa
komið út hér á landi 4 „skáldrit
frumsamin" en aðeins 1 „skáld
rit þýtt“. Næstu ái'in eru þess-
ir bókaflokkar mjög jafnir að
vöxtum og innan við 10 bækur í
hvorum allt fram til ársins {1903;
þá komu út 2 frumsamin skáld
rit en 12 þýdd= og gerast þýð-
ingar eftir það miklu fyrirferðar
meiri hluti bókaútgáfunnar. Nú
má heita að íslenzk bókaútgáfa
tífaldist að fyrirferð á þeim 75
árum sem skýrslan tekur til; ár-
in 1888-1897 komu út að jafnaði
53 bækur árlega, en 1953-1962
506 bækur að jafnaði. Árið 1962
komu út 532 bækur samtals, og
voru frumsamin skáldrit þá 30
talsins en þýdd 46. Á öllu tíma-
bilinu hafa samkvæmt skýrsl-
unni komið út 1006 „skáldrit
frumsamin“ og 2155 „skáldrit
þýdd“, flestar þýðingar árið
1948, 124, en flest frumsamin
verk 1955, 39 talsins. Yfirgnæf-
andi meirihluti allra þessara
bóka er sjálfsagt skáldsögur, og
þá einkum þýðinganna: ljóðmæli
og barnabækur eru talin sér i
skýrslunni, en leikrit og smá-
sagnasöfn hafa aldrei verið fyr-
irferðarmikil í hérlendri bóka-
útgáfu eða mjög vinsælt lesmál,
sízt þýdd.
Ekki veit ég hvort mönnum
blöskra þessar tölur; en mér
þykir fyrir mína parta allmikil
býsn að árlega skuli koma hér
út 20-40 frumsamin skáldrit í
lausu máli, og álíka margar ljóða
bækur að auki, þegar haft er í
huga hversu fá nýtileg ný skáld-
rit koma út ár hvert. Síðastliðið
ár er nálægast: mundi ekki liægð
arleikur að telja saman á fingr-
um sínum þau skáldverk sem út
komu á árinu og geta heitið um-
talsverð? Síðan má líta til þýð
inganna, þar sem bókafjöldinn
er reyndar miklu breytilegri frá
ári til árs. Skýrsla Ólafs Hjart-
ar sýnir að síðan í stríðsbyrjun
hafa ekkert ár komið út færri
en 30 þýdd skáldrit og flest
árin miklu fleiri; nokkur ár
komst tala þeirra yfir 100. En
sundurleitur er þessi bókakost-
ur, reyfaragrúinn löngum yfir-
gnæfandi og virðist komið undir
tilviljun iivort og hversu erlend
merkisrit berast á íslenzku. Eins
og margsinnis hefur verið bent
á virðast fáir íslenzkir bókaútgef
endur, eða alls enginn, skynja
það hlutverk sitt að koma á ís-
lenzku meiriháttar bókmennta-
verkum erlendum og sígildum
stórvirkjum, og það í þeim bún-
ingi sem hæfi. Og þaðan af síð-
ur sýnir nokkur þá bíræfni að
gefa út á íslenzku ný og nýstár-
leg verk úr erlendum samtíðar-
bókmenntum — sem kynnu að
geta orðið heillavænleg inn-
lendri bókmenntaþróun eða að
minnsta kosti forvitnileg við-
kynningar í íslenzkum búningi.
Ætli þau þýdd skáldrit sem tal-
izt geta umtalsverðar bókmennt-
ir séu ekki álíka fátíð og hin inn-
lcndu?
Tvær erlendar skáldsögur sem
máli skipta og fögnuður var að
komu þó út á íslenzku árið sem
lelð, Brúin á Drinu cftir Ivo And
rie (Bókaútg- Fróði 1963. Þýðandi
Sveinn Víkingur) og Hlébarðinn
eftir Giuseppe di Lampedusa
(Almenna bókafélagið 1963. Þýð
andi Tómas Guðmundsson).
Kynni íslenzkra lesenda af slav-
neskum bókmenntum hafa verið
ýmisleg allar götur síðan um alda
mót. Ein bók að minnsta kosti er
löngu orðin heimilisföst hjá ís-
lenzkum lesendum eins og víð-
ar, en það er Quo vadis eftir
Henryk Siankiewics, og Pólverja
sögur hans urðu einnig vinsæl-
ar hér á sínum tíma; annað stór-
virki úr pólskum bókmenntum
mun einnig hafa verið þýtt á
íslenzku sem er bændasögur Vlad
islav Reymonts. Fyrir nokkrum
árum gaf Mál og menning út af-
bragðsverk eftir rúmenskan höf-
und, Zaharia Stancu, Berfætl-
inga; það er minningasaga eins
.og Fjallkirkjan og ævisaga Gork
is sem líka er til á íslenzku. Vita
skuld hefur eitthvað verið þýtt
úr rússnesku fleira og má nefna
þýðingar Geirs Kíristjánssþnar
í seinni tíð; stórvirki Tolstojs
tvö, Anna Karenina og Stríð og
friður, eru reyndar til á íslenzku;
eftir !
ÓLAF JÓNSSON
en mikið væri nú gaman ef upp
risi hæfur Dostojevski-þýðari
m'eðal vor. Þessi upptalning kem
ur Andric víst ekki mikið við; en
fátt munum við hafa vitað um
júgóslavneskar bókmenntir áð- -
ur en hann kom til skjalanna.
Andric er nóbelshöfundur, virðu
legur fulltrúi slavneskrar raun-
sæishefðar, evrópumaður sem
stendur föstum fótum í sögu og
arfleifð þjóðar sinnar; og fagn-
aðarefni að fá þessa miklu sögu
hans á íslenzku. Skyldi útgefand-
inn endast til að halda rösklega
áfram því sem vel er byrjað og
birta okkur næst eitthvað af hin-
um stuttu sögum Andrics?
Hlébarðinn getur víst heitið
„söguleg skáldsaga" rétt eins og
Brúin á Drinu; eo ósköp gegir
slík nafnagift okkur lítið um
þessi ólíku verk- Báðir höfundar
beina reyndar sjónum til fortíð-
arinnar, segja sögu sem afdrátt-
arlaust heyrir til liðnum tíma;
verk beggja mætti kalla eins-
konar „hug’eiðingu um söguna“,
um hverfulleik og varanleik
mannlegs lífs. En hvað sem
kann að vera líkt eða ólíkt um
viðhorf þeirra við sögu og for-
tíð eru höfundarnir sjálfir gagn
ólíkir, og verk þeirra að sama
skapi; það er lærdómsnkt að
kynnast þessum speglunum <5-
líkrar fortíðar í svo ólíku höf-
undarskapferli. Þarf ég að taka
fram að hvortveggja sagan er
háreistur skáldskapur? Hlébarð-
inn er með miklu ríkara og til-
breytilegra listaryfirbragði; mál-
og stíltöfrar verksins standa und
ir frægð þess víða um heim, og
að því skapi er það vandmeðfar-
ið í þýðingu. En orðlist Lamped-
usa er sannlega grundvölluð í
heilli og staðfastri lífssýn eins og
list Andrics að sínu leyti. Þegar
þessir höfundar hugleiða fortíð-
ina vakir raunar fyrir þeim eilíf
nútíð mannsins á jörðinni; þeir
sjá ekki samtímann speglast í
sögulegri atburðarás, en Mann-
inn í Sögunni; tvö tákn þessa !
mannlífs eru hlébarðinn á skildi
Salína-ættar og hvíta bogabrúin
yfir Drinu.
Hér á Iandi, þar sem sögulegar
skáldsögur hafa verið mikið tíðk
aðar og vinsælar, skyldi maður
ætla að þessi verk sættu áhuga
og umtali- Ég veit raunar ekki
hversu þeim hefur farnazt í bóka
búðum í haust og vetur; en von-
andi er að minnsta kosti að þær
hafi ekki drukknað gersamlega
í kafi lækna-, gullskipa- og herra
garðssagna þeirra sem þar fagna
hæstu gengi.
Ég ætla mér ekki í þetta skipt-
ið að reyna að meta fyrir mér
verk þýðendanna, Sveins Víkings
og Tómasar Guðmundssonar. En
kannski er vert að impra á því
hvern listarhagleik þarf til að
koma skáldskap öskemmdum af
einni tungu á aðra. Ónýt þýðing
merkir í flestum tilfellum að allt
verkið ónýtist fyrir lesanda; lak-
ur þýðandi vélar lesanda sinn og
villir um fyrir honum og getur
að auki spillt stórlega málfari
hans og málskynjun ekki síður
en lakir blaða- og útvarpsmenn.
Þau erlend verk sem ílendast
innlendum bókmenntum njóta
milligöngu þýðenda sem vinna
listrænna bókmenntastarf en
margur „skapandi“ höfundur. En
eru verk þýðenda metin sem
skyldi af útgefendum og opinber-
um aðilum? Bókmenntum lítillar
þjóðar er nauðsyn að njóta sem
hezt þýðinga erlendra verka og
því nauðsyn að hæfir menn velj-
ist til starfans og hafi föng á að
vinna verk sitt af ítrustu gaum-
gæfni- Hversu er þessu farið hér
á íslandi? Ég veit ekki hvaða
ályktun má draga af því að ein-
ungis 74 bindi þýddra ljóða hafa
komið út á 75 ára tímabili bóka-
Framh. á 10 siða.
MVUHMMMUMHWVMMWHWHUMMVMMVWMHMMUMMWMMMMMMMMMMMMMMm
eða vins
FLUGVEL Landhelgisgæzl-
unnar, SIF, fór nýlega með
hóp þingmanna til að skoða gos
ið í Surti. Farið var í boði dóms
málaráðherra og landhelgisgæzl
unnar.
í Surti var hið mikilfengleg
asta gos og þótti niönnum til-
komumikið að sjá hvíta gufu-
mekkina hnykklast upp úr gígn
um á eynni vestanverðri. Skýja
hæð var um f jögur þúsund fet
og hvarf gosmökkurinn upp í
skýin. Flognir voru nokkiir
lu-ingir umhverfis Surtsey og
tók mökkurinn sífelldum breyt
ingum. Stundum stóð hann
beint upp úr gígnum þannig að
vel sást öll strandlengja eyjar-
innar, en stundum liðaðist hluti
hans niður við sjávarmál.
Sjór flæðir nú hvergi inn í
gíginn og sögðu flugmenn Land
heleisgæzlunnar, að gosið
heíði breytzt frá því daginn áð-
ur er þeir voru þar á ferð.
Öllum þótti mikið til gossins
koma, og flestir voru samdóma
um að eyjan væri.mun stærri
en þeir hefðu gert í hugarlund.
Á heimleið var svo flogið yf-
ir Vestmannaeyjakaupstað og
síðan vestur með Reykjancsi, að
Garðskagavita og þaðan beint
til Reykjavikur. Fengu nokkr-
ir þingmenn tækífæri á leiðimii
til að setjast við stjórnvöl flug
vélarinnar, og tók Eysteinn
Jónsson, formaður Framsóknar
flokksins fyrstur við stjórn. Að
framhald á síðu 10.
*4tliiMiiiiiiiiuii iii iii iii iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii ii iiiii ii 1111111111 iimiiiiiiiiuii ii ii
□ LEIKHÚSMÁL
ÞEGAR tímaritið Leikhús-
mál hóf göngu sína í fyrra með
miklum glæsibrag, sýnu vand-
aðra en önnur tímarit úigefin
hér á landi, voru.ýmsir vantrú-
aðir á að framhald yrði á þeirri
útgáfustarfsemi-
En nú er nýtt hefti ritsins
komið til áskrifenda og gefur
það hinum fyrri ekki eftir hvað
gæði og allan búning snertir.
Leikhúsmál er eina tímarit-
ið hér sem eingöngu er helgað
leiklist, en jgerir þó öðrum list
greinum svo sem hljómlist og
kvikmyndalist, einnig skil.
Útgáfa rits sem þessa hlýtur
til sparað. Myndir margar og
góðar, pappír af beztu gerð,
prentun vönduð og umbrot
snyrtilegt. Vonandi þarf þettá
vandaða rit ekki að deyja vegna
fásinnu íslendinga um listalif
höfuðborgar sinnar, eða al-
mennrar andlegrar deyfðar,
því þá væri illa farið.
í síðasta hefti Leikhúsmála
er leikritið Gísl prentað í heild
ásamt tónlistinni við söngva
leiksins, í ritinu er og að finna
sæg af fróðleik um leiklist og
leikhúsmál.
Þeir sem standa að útgáfu
Leikhúsmála eiga þakkir skilið
fyrir framtak sitt og vonandi
á ritið eftir að verða einn af
hinum fáu föstu þáttum í menn
ingarlifi borgarinnar og raun-
ar landsins alls-
□ LEIKHÚSLÍF
Þjóðleikhúsið hefur nú byrj
að sýningar á bamaleikritinu
Mallhvít. Hefur sú hcfð mynd-
á hverjum vetri er sýnt eitt
leikrit ætlað yngstu borgurun-
um. Hafa þau leikrit jafnan
náð miklum vinsældum og ver
ið leikhúsinu fjárhagsleg iyfti-
stöng. Er skemmst að minnast
Kardemommubæjarins vinsæla.
Reyndin verður oftast sú að
fullorðnir ekki síður en börn
hafa beztu skemmtun af þess-
um leikritum. Hér er tvímæla-
laust verið á réttri braut. Fátt
mun börnum hollara en að læra
að meta leikhús og sjá þar við-
fangsefni við sitt hæfi- Þess
verður vafalaust ekki langt að
bíða, að Leikfélag Reykjavíkur
taki upp bamaleikrit líka og
myndast þá heilbrigð sam-
keppni og er það ekki' nema
veL
Leikhúslíf borgarinnar cr nú
grózkumikið og góð verlc á
boðstólum. Vonandi verður á-
framhald á þessu því binn
gamli farsasmekkur og kassa-
stykkja uppfærslur munu von-
vera afar dýr, því ekkert er azt í starfsemi leikhússins að andi senn úr sögunni.
mmmWMtWWmWWWMWWWWWWWWWWMWWMMWWWMMÆ'mWWMWWWWW
ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 23. febrúar 1964 J