Alþýðublaðið - 23.02.1964, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 23.02.1964, Blaðsíða 11
UM leið og alþjóðleg knatt- spyrna var oröin stærsta grein sltemmtanalífsins, hafa þekktustu knattspyrnumennirnir fengið slíka hylli, að jafnvel hinir frægustu kvikmyndaleikarar hljóta að líta þá öfundaraugum. Það sem greinir kvikmyndaleik- ara frá knattspyrnumönnum, er að aðdáun sú og hrifning, sem knattspyrnumenn verða aðnjót- andi, er einlægari og hreinni, en sú sem leikarar njóta. Sumir þola þetta, aðrir ekki. Til er fjöldi dæma um það, að knattspyrnuhetjur hafa horfið í djúp gleymskunnar um leið og þeir hafa lokið knattspyrnuferli sínum. Það þarf bein í nefinu og heilsteypta skapgerð til þess að standa í hlutverki hins dáða knatt spyrnumanns, og er einnig géysi- lega þýðingarmikið fyrir efnilega knattspyrnunlenn að fá góða leið- sögn færra þjálfara. Það getur Arne Sörensen, þiálfari í Esbjerg og fyrrum landsliðsþjálfari, mcð sanni sagt- Hann hefur öðlazt alla 7 5 ára afmæli Ármenninga Glímufélagið Ármann minnist 75 ára afmælis síns með fjöl- þættri afmælishátíð í Háskólabíói nk. laugardag, 29. febrúar, og hefst hún kl. 9 síðdegis. Þar koma fram ýmsir íþrótta- flokkar félagsins, m. a. þrír fim- leikaflokkar og svo glímumenn og judomenn. Auk íþróttasýninganna verða mörg önnur vönduð atriði til skemmtunar, svo sem körsöng- ur Fóstbræðra, einsöngur Guð- mundar Guðjónssonar og einnig skemmtir Svavar Gests og hljóm sveit hans. Nánar verður greint frá tilhög- un afmælishátíðarinnar eftir helg- ina. Sala aðgöngumiða hefst á morgun, mánudag, í bókabúðum Lárusar Blöndal á Skólavörðustíg 2 og í Vesturveri. þá reynslu, sem einum knatt- spyrnumanni er unnt. Fyrst lók hann í landsliði 19 ára gamall og átti mjög góðan leik. Á afmælismóti danska knatt- spyrnusambandsins í tilefni 50 Fyrri grein ára afmælis þess, jók hann mjög hróður sinn. Skipti um félag vegna ósam- komulags við félaga sína. 28 ára gamall var hann gerður brottrækur .úr röðum áhugamanna vegna þess, að hann tók kr. 500 að láni hjá- þjálfara sínum. Hann varð atvinnumaður í Frakklandi. Neitaði tilboði frá Spáni og snéri í þess stað heim til Danmerkur og gerðist þjálfari. Lyfti þegar í stað ,,Skovshov- ed” upp í fyrstu deild. Samþykkti tilboð danska knatt- 20. landsleikur íslands i dag í dag kl. 15,30 hefst síff- ari lelkur Bandaríkjamanna og íslendinga I handknatt- leik. Þar sem blaffiff fer snemma í prcssuna á laugar- dag, er ekki unnt aff skýra frá úrslltum leiksins nú, en frásögn og myndir af leikj- unum birtast í þriffjudags- biaffinu. Leikurinn í dag er 20. landsleikur íslendinga í handknattleik karla. tVHMMWMMMUMMWMMW Myndin er af Arne Sörensen, höf- undi þessarar greinar. Síðari hlut- inn birtist á sunnudaginn kemur. spyrnusambandsins um að gerast fyrsti raunverulegi ríkisþjálfari Danmerkur í knattspyrnu. Leiddi landsliðið upp í annað sæti í ólympíukeppninni í knatt- spyrnu 1960. Yfirgaf danska knattspyrnusam- bandið vegna slæms misskilnings. A. S. er virkur og vinsæll þjálf- ari, og þeirri aðstöðu hefur hann ekki eingöngu náð vegna þjálfara- hæfileika sinna, heldur einnig vegna ríks skilnings á málefnum leikmanna. Á þessu ári á danska knatt- spyrnusambandið 75 ára afmæli. Á fimmtíu ára afmælinu var A.S. hinn mest umtalaði af dönskum knattspyrnumönnum, og á þess- um 25 árum, hefur hann sett sinn svip á danska knattspyrnu i vel- gengni og andstreymi. Við höfum verið að glugga of- urlítið í endurminningar hans, og þar er um auðugan garð að gresja, því að hann hefur skrifað þrjár bækur um knattspyrnufer- il sinn. — Er nokkuð, sem þú iðrast eftir að hafa gert sem knatt- spyrnumaður? —Það var mikill misskilningur, þegar ég gekk úr félaginu ,,B- 1903” yfir í „B-92” og ennþá sé ég eftir þeirri vanhugsuðu ákvörð un. En ég lærði af þessu meðal annars það, að maður á að tala um vandamálin, en ekki að byrgja þau með sjálfum sér. Það voru einnig mikil mistök, þegar ég fékk kr. 500,00 að láni hjá þjálfara mínum. Hefði ég feng ið lán í banka eða hjá einhverri stofnun, sem ekki var bendluð við knattspyrnu, hefði ég aldrei verið ákærður fyrir atvinnumenn- sku. Lánið notaði ég til þess að greiða skuldir, því það var skoð- un mín, að ég myndi styrkja að- stöðu mína sem knattspyrnumað- ur, ef ég borgaði þeim mönnum, sem höfðu hjálpað mér. Aftur á móti gladdist ég yfir afleiðingunum, sem þetta liafði í för með sér, því góðvinur minn einn, sá svo um, að ég var ráð- inn til franska knattspymufé- lagsins „Stade Francaise" fyrir kr. 16 þús. við undirskrift samn- ings og síðan 2 þús. (d.kr.) á mán- uði. í Frakklandi lærði ég mikið um þjálfun atvinnumanna, og á þeim þrem árum, sem ég dvaldist þar, hlaut ég mikla og góða reynslu Sú reynsla var snar þáttur í velgengni danska landsliðsins í, olympíukeppninni 1960. Fyrir keppnina í Róm var komið á fót bezt skipulagða sam- æfingakerfi, sem þekkzt hefur í I Danmörku, og það sannaði það, að það er hægt að láta áhugamenn, sem vinna að staðaldri, ná jafn- góðum árangri og atvinnumenn og ríkisstyrkta áhugamenn, sem ekki gera annað en leika knatt- spyrnu. (Þýtt úr dönsku). Keþpt er um þennan fagra grip. FIRMAKEPPNI BRIDGEFÉLAGS HAFNARFJARÐAR Firmakeppni Bridgesfélags Hafnarfjarðar. — Efstir eftir aðra umferð eru þessir: 1. Prentsmiðja Hafnarfjarðar (Sig. Emilsson) 482 stig 2. Hafnarfjarðarbíó (Sævar Magnússon) 466 stig 3. Steinull h.f. (Halldór Bjarnason) 466 stig 4. Nýja bílstöðin (Rúnar Brynjólfsson) 465 stig 5. Lögfræðiskrifstofa Árna Gunn- laugssonar (Björn Sveinbjörns- son) 463 stig 6. Fiskur h.f. (Gunnl. Guðm.) 462 stig 7. Sparisjóður Hafnarfjarðar Stiður Herlufsen) 453 stig Körfuknattl.keppni á miðvikudaginn Körfuknattleikskeppni milli úr- valsliðs Reykjavíkur og úrvalsliðs Bandaríkjamanna á Keflavíkur- flugvelli hefur staðið yfir í vetur og lýkur henni nk. miðvikudags- kvöld í iþróttahúsi Keflavíkurflug- vallar. Alls hafa þessi lið keppt fjóra leiki í vetur og hefur vart mátt í milli sjá, hvort liðið er sterkara íslenzka liðið hefur þó haft yfir- höndina, sigrað í þremur leikjum af fjórum. Sem dæmi um hörkuna í þess- um leikjum, má geta þess, að fyrsta lcikinn unnu Bandaríkja- menn eftir framlengdan leiktíma, okkar menn unnu leik á Keflavík- urflugvelli með stigatölunni 83:- 82 og siðasta leikinn, sem fram fór á Hálogalandi vann íslenzka landsliðið við bandaríska úrvalið 56:53. — Állir hafa þessir leikir verið vel leiknir og skemmtilegir. Glæsilegur verfflaunagripur. Varnarliðsmenn hafa gefið glæsi legan verðlaunagrip, sem sigur- vegaranum i þessari keppni verður afhentur við hátíðlega athöfn að leik loknum í iþróttaliúsinu á Keflavikurflugvelli á miðviku- dagskvöldið. Affgangur fyrir Islendingc, Körfuknattleikssambandið heí- ur fengið leyfi til að selja aðgany að þessum leik á Keflavíkurflug- ■ velli. ' Verða aðgöngumiðar til sölu í Reykjavík, Keflavík og :í Njarðvík eftir helgina. Fjöldi að- göngumiða verður takmarkaðui- og eru menn því hvattir til ac) kaupa miða tímanlega. Sölustað • ir verða auglýstir í blöðum og 'i útvarpi. Sætaferðir frá Reykjavík. Sætaferðir verða á leikinn frá Bifreiðastöð íslands og verður lagt af stað kl. 18,30. Aðgöngu- miðar á leikinn gilda sem vega- bréf á Flugvöllinn frá kl. 19 ti! 23 leikdaginn. r Landsliðiff keppir. Leikmenn þeir, sem keppa vi8 flugvallarúrvalið á miðvikudaginn, hafa allir verið valdir í lands- liðið, sem keppir fyrir íslanda hönd á Polar Cup mótinu í Hel- sinki 20.-22. marz nk. Mun hér gefast sérstakt tækifæri til að sjá landsliðið keppa, en liðið mun ekki keppa fleiri opinbera leikl fyrir utanföiúna. Framhald á bls. 10 ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 23. febrúar 1964

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.