Alþýðublaðið - 23.02.1964, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 23.02.1964, Blaðsíða 5
Níræð í dag: Anna Adólfsdóttir Anna Adólfsdóttir, Laufásvegi 59, ekkja Jóns Pálssonar banka- féhirðis, sem allir eldri Reykvík- ingar muna, er níutíu ára í dag. Hún er fædd á Stokkseyri 23. febrúar 1874, dóttir Ingveldar Ásgrímsdóttur Eyjólfssonar frá Litlu-Háeyri og Adólfs Adólfs- sonar bónda á Stokkseyri. Árið 1895 giftist Anna Jóni Pálssyni frá Seli í Stokkseyrar- hreppi, en hann og bræður hans voru þá fyrir flestum ungum mönnum að hæfileikum, gáfum og þekkingu. Þau hófu búskaþ á Eyrarbakka, enda var Jón þá orðinn starfsmaður Lefoli-verzlun- ar. Frá Eyrarbakka fluttust þau árið 1902 hingað til Reykjavíkur, en hér gerðist Jón bókari hjá Bryde. Árið 1909 varð hann að- stoðarmaður rannsóknarnefndar Land.sbankans, en þá og á næstu árum var mjög stormasamt um bankann. Árið eftir varð Jón starfsmaður bankans og gjaldkeri hans varð hann árið eftir og að- alféhirðir árið 1914 og gegndi því starfi í fjórtán ár. Um 1928 varð Jón mjög heilsutæpur og varð að láta af störfum að mestu en sinnti upp frá því margvísleg- um áhugaefnum. Þau Anna og Jón eignuðust ekki börn, en tóku tvö fóstur- börn. Jón lézt á árinu 1946. Frú Anna hefur alla tíð verið kyrrlát konh, umburðarlynd og ljúf í lund. Hún hvatti mann sinn allt af í margvíslegri mannúðarstarf- semi hans, sem oft tók allan tíma hans og mikla fjármuni. Hún styrkti mann sinn og studdi í ÖU- um greinum, en var alltaf heim- iliskær og ekki gefin fyrir sviðs- ljósin. Frú Anna nýtur enn góðr- ar sjónar og heyrnar, þó að ellin sé eins og eðlilegt er, búin að rita henni nokkrar rúnir. Kunningi. Hallgrímskirkja Frh. af 2. síðu. ber að höndum, þurfa meiri hús- rými en fyrir hendi er í Dóm- kirkjunni, eins og í ljós hefur komið á undanförnum árum. En um stærð kirkjunnar (Hallgríms kirkju) má segja það að Iokum, að iakizt vel um stíl hennar að innan og listræna skreytingu, mun hún draga til sín fólk og sizt Tillagan var samþykkt í einu hljóði og nefndinni falið að vinna að undirbviningi kirkjubyggingar- innar (Skv- gerðabók sóknarnefnd- ar Dómkirkjusafnaðarins 1924 — 49'. Þegar þetta var ákveðið voru íbúar Reykjavíkur 23.190 — en nú um 76 þús. ALÞINGI 1940. Árið 1940 setti Alþingi lög „um afhending dómkirkjunnar til safn aðarins í Reykjavík og skiptingu Reykjavíkur í prestaköll". í grein argerð menntamálanefndar með lagafrumvarpinu segir svo um 5. gr.: í samræmi við það, sem hér er á undan sagt, virðist eðlilegt, að kirkjur yrðu í framtíðinni reistar á þessum stöðum: Stór kirkja á Skólavörðuhæð, en minni kirkja í Vesturbænum fyrir Nesprestakall og kirkja í Laugar neshverfi. En fyrst um sinn, þang að til kirkjubyggingar þessar kom ast í framkvæmd, eins og ofan er til ætlazt, er gert ráð fyrir, að 2 prestaköllin eigi sókn að dóni kirkjunni, en síór kirkja á Skóla- vörðuhæff verffi reist og hiff fyrsta, og gar.ffi hún fyrir öllu . . .“. (Leturbr. gerff hér). UMMÆLI BORGARSTJÓRANS 1943. Árið 1943 — í febrúar mánuði — var Hallgrímskirkja til um- ræðu í bæjarstjórn Reykjavíkur. Frá þeim umræðum segir m. a. í Mbl. 5/3 1943: „Borgarstjóri (Bjarni Benedikts son) kvaðst draga það í efa, að sú lausn fengist á þessu kirkjubygg- ingamáli, sem allir yrðu ánægðir með, enda þótt efnt væri til al- mennrar samkeppni. Því til þess að gera fullkomna uppdrætti að svo mikilli byggingu, þá þyrfti að leggja í þá meira verk, en líklegt væri að þátttakendur í samkeppni treystu sér til. Hann taldi þaff f jarri sínu skapi, aff kirkjan væri samkv. uppdrætti G. S. of stór. Því þaff hlyti aff vera áhugamál þjóffarinnar aff þessi höfuffkirkja yrffi stærri og veglegri, en kirkjur annarra trúar- félaga í landinu". (Lcturbr. gerð hér). Professorinn og landhelgismálin EFTIR tæplega mánuð rennur út samkomulag það, sem gert var við Breta og Þjóðverja fyrir 3 árum um lausn landhelgisdeil- unnar. Þá verður liðinn „um- þóttunartími” þessara voldugu nágranna okkar innan 12 mílna markanna, og þeir hverfa út fyrir linuna að fullu og öllu. Bandarískur prófcssor hefur nú skrifað bók um útfærslu íslenzku landhclginnar í 12 mílur. Höf- undurinn lieitir Morris Davis og ritið „Iceland Extends Its Fish- eries Limits,” gefið út af forlagi Oslóarháskóla, á ensku þó, og fyrsta bindið í nýjum bókaflokki, sem kenndur er við Norður-At- lantshaf. Prófessor rannsakar landhelg- lsmálið öðru vísi en íslendingar mundu gera, að minnsta kosti ís- lenzkir stjórnmálamenn. Hann reynir að gera sér grein fyrir, hvaða öfl voru að verki í þessu máli, hverjir tólcu hinar þýðing- armeiri ákvarðanir og hvernig þær urðu til. Við erum eins kon- ar tilraunamýs í kassa, og pró- fessorinn fylgist með hverri hreyf- ingu. Að loknum almennum inngangi, er rannsókn Davis í fjórum þátt- um. Fyrst kannar hann, hvort al- menningsálit hafi ýtt ráðamönn- um landsins út í útfærslu land- helginnar. Svo athugar hann, hvort hagsmunasamtök (sjómenn og útvegsmenn) hafi knúið málið fram. Þá kemur hið pólitíska svið, leiðtogar flokkanna og ráða- menn landsins, og loks þáttur embættismanna. Ef íslendingar væru að því spurðir í dag, hvort þjóðin hafi ekki verið sammála um lífsnauð- syn 12 mílna landhelginnar og staðið sem einn maður að þeirri kröfu, mundum við svara allir sem einn: Jú, auðvitað. Prófessorinn er ekki á sama máli. Hann hefur rannsakað blöð- in, -kynnt sér samþykktir félaga, talað við fjölda manna og segir: Etfir að átökin við Breta hófust, voru allir íslendingar sammála og stóðu saman. En hann segist ekki sjá sannanir fyrir því, að al- menningsálitið hafi knúið hart á fyrir Genfarfundinn 1958. Þvert á móti hafi lítið heyrzt um mál- ið og þjóðin að því er virðist ekki haft ljósa hugmynd um, hvað hún vildi. Hann segir, að Sölumiðstöðin, SÍS og LÍÚ liafi ekki ýtt á stjórnina, heldur stjórnmálamennirnir leitt þjóð- ina i þessu máli. Telur hann þetta glöggt dæmi um þýðingu forustu í nútíma lýðræðisþjóð- •félagi og verði hún að móta stefn- una. Davis athugar stjórnmálaflokk- ana vandlega. Hann kemst að þeirri niðurstöðu, að ríkisstjórn- in hafi verið sundruð, en nei- kvæð atriði haldið henni saman. Kommúnistar hafi, vegna fylgis síns og sjávarútvegsmálaráðu- neytis ýtt mest á eftir útfærsl- unni. Alþýðuflokksmenn, sem voru ábyrgir fyrir utanríkismál- um, hafi viljað nokkru meiri tíma til að vinna samúð almennings- Benedikt Gröndal skrifar um helgina ekkert gert eða sagt, af því að félagsmenn voru ekki sammála og höfðu ýmist báta- eða togara- hagsmuni. FÍB hafi verið á móti útfærslu, en lítið sagt. Verkalýðs- félög á smærri stöðum hafi vilj- að útfærslu, en þau stærri þag- að vegna ólíkra sjónarmiða. Hann telur, að Reykjavílc hafi haft tak- markaðan áhuga, en landsbyggð- in nokkru meiri. Af þessu dregur prófessorinn þá ályktun, að almenningsálit og hagsmunasamtök hafi veitt stjórn- málaflokkunum mikið frjálsræði til að leysa málið. Hann telur, að þjóðin eða atvinnuvegirnir hafi álits úti í heimi. Framsóknarmenn hafi haft minnstan áhuga á land- helginni, en þó haft mikil áhrif, af því að þeir voru stærsti stjórn- málaflokkurinn. Síðan bendir hann á, að lausn málsins, sem flokkarnir sömdu um, hafi verið mjög lík kröfum Alþýðuflokks- ins í upphafi. Loks telur Davis, að embættis- menn hafi haft mikil áhrif á gang málsins, og nefnir þá Hans G. Andersen, Davíð Ólafssön og Jón Jónsson. Fer hann lofsamlegum orðum um þá, telur að þeir hafi til dæmis verið mun betur undir- búnir á Genfarfundinum en Bret- | ar og „hvítu bækurnar,” sem þeir skrifuðu til að skýra afstöðu ís- lcndinga, hafi verið betur gerðar en svarbækur Breta. Hafi þær haft áhrif íslendingum til fram- I dráttar úti í löndum. 1 Mörg einstök atriði í frásögn- inni eru umdeilanlcg og víða er farið rangt með, enda eru heim- ildir liarla ófullkomnar. Verður höfundur að byggja mest á dag- blöðunum, en þau eru, eins og íslendingar vita mætavel, ekki hlutlaus sagnablöð, heldur ramm- pólitísk barátturit. Það er athyglisvert við þcssa bók og að minnsta kosti eina aðra erlenda bók um íslenzk mál, að mikilverðasta heimild höfundar eru þýðingar ameríska sendiráðs- ins í Reykjavík á efni úr dag- blöðum borgarinnar. Erlendir að- ílar bafa nú áhuga á samtíðarsögu íslendinga og mættum við ráunar hafa meira af þeim áhuga sjálf- ir. Er ástæða til að bæta yerulega aðstöðu til slíkra fræðiiðkana. Vafalaust munu allir flokkar reyna að draga einstök atriði út úr þessari bók sjálfum sér til framdráttar. Utan við allt slíkt er ástæða til að gagnrýna harðlega sumar niðurstöður Davis prófess- ors, sérstaklega um „áhugaleysi” þjóðarinnar fyrir Genfarfund- inn. Þar hefur prófessorinn leit- að of skammt og ekki nennt að lesa nógu lengi blaðaþvðingar sendiráðsins- Samt sem áður er rétt, að ákvörðun málsins varð nálega eingöngu pólitísk. Þar ger- ir hann of mikið úr hlut embætt- ismannanna, þótt hann meti störf þeirra annars mjög að verð- leikum. ÁSKORUN 9 ÞJÓÐKUNNRA MANNA 1951. Árið 1951 var boðað til almennsr fundar um kirkjumál hinn 3. majr (Uppstigningardag) í húsi Gagn- fræðaskóla Austurbæjar. Ræðumenn voru: Sigurbjöm Þorkelsson, form. sóknarnefndar. Sigurgeir Sigurðsson, biskup. Gunnar Thoroddsen, borgarstj. Bjarni Jónsson, vígslubiskup. Guðrún Guðlaugsdóttir, frú. Sigurjón Ámason, prestur. Jónas Jónsson, skólastjóri. Jakob Jónsson, prestur. Ingimar Jónsson, skólastjóri. í frásögn af þessum fundi segip m. a. í Kirkjublaðínu mánudaginn.. 14/5 1951: „Voru ræðumenn á einu máli um það, að brýna nauðsyn bæri til að fjölga prestum í höfuðstaffa um og reisa þar fleiri kirkjur. Jafnframt þyrftu Reykvíkingar ogr raunar landsfólkiff allt aff sameii* ast um þaff aff rcisa svo fljótt sen* unnt er og- ástæffur Ieyfa hinæ glæsileg-u Hallgrímskirkju á Skóla vörffuhæff, sem þegar hefir veriffF byrjað' á og verffa skal höfuðkirkja. { þjóffarinnar og glæsilegasta liús A; íslandi". (Leturbr. gerð hér). „SÍZT OF STÓR í REYKJAVÍK ■ FRAMTÍÐARINN AR“. ,; Árið 1964 — í ársbyrjun — koir* \ út Stúdentablað. Dagblöðin hafa ‘ tilfært sitthvað af innihaldi blaðs- ins. en ekki þetta: Dr. Þórir Kr. Þórffarson, próf- essor segir m. a.: „Á hitt má benda, að Reykjavík vantar stóra kirkju. Allar stærri og meiri háttar athafnir, hvort heldur sem er á störhátíðum, sögn legum stundum eða þegar stórslya reynast of stór í Reykjavík fram-. tíffárinnar". OF STÓRT EÐA OF LÍTIÐ? Prófessor Guðjón Samúelssoix gjörði fjölmargar stærri og minni byggingar bæði í Reykjavík og úti um byggðir landshis. Um Hall- grímskirkju skrifaði Guðjón á sín um (íma: „Ég hefi lagt vinnu í þetta verk, eins ég hefi framast getað, unnið að teikningunum ár- um saman, og langar til, að húnt verðj með beztu verkum frá minni hendi, er ég hefi gert “ í þessu sambandi skal m. a. minnt á efdrtalin verk Guðjóns: 1 Háskóli íslands. Þjóðleikhúsið. ! Sundhöllin. ! Landsspítalinn- ’ Landakotskirkja. ’t Laugarneskirkja. Landsbankahúsið. Eimskipafélagshúsið Reykjavíkur apótek. Hótel Borg. Engar sögur fara að því, að þes» ar byggingar liafi reynzt of stór- ar. Að undanförnu hafa birzt í blöðt um teiknaffar myndir af hinni veg legu Hallgrímskirkju, ásamt Reykjavíkur apóteki og Hótel Borg. Myndum þessum mun æti- að að sýna fram á að kirkjan verðl of stór. En — hefir ekki hin nýja SAGA leitt í ljós að Hótel Borg eír löngu orðin of lítil. ! Reykjavik, 22. febr- H. Þ. j ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 23. febrúar 1964 $

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.