Alþýðublaðið - 23.02.1964, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 23.02.1964, Blaðsíða 10
Einangrunargler Framleitt einiuigis úr úrvals gleri. — 5 ára ábyrgð'. Piantið tímanlega. Korkiðjan h.f. Skoðum og stillum bílana fljótt og vel BlLASKOÐUN Skúlagötu 32. Sími 13-100. Fastelgnasafan Tjarnargötu 14 Símar: 20625 og 23987. SMUBSTðÐIH Saetúní 4 - Sími 16-2-27 BíUina er snmrffor fljótt og vcL Stíjam aUar tegtmdir af smnrnHn. Sigurgeir Sigurjónsson hæstaréttarlögmaður Málflutningsskrifstofa Óðinsgötu 4. Sími 11043. Eldhúsborð Eldhússtólar MIKLATOBGI há ■%- S 1 M íah sima., I M 5 xo * I £> V n Andric, Lampedusa TRÉSMIÐIR Framh. af 16. síffu lagsins hélt meðlimum félagsins í mánaðarverkfalli, að tilefnis- lausu, gegn ráðum forustumanna kommúnista í öðrum verkalýðsfé- lögum, til Stórskaða fyrir með- limi félagsins og samdi svo að lok um um það sama og til boða stóð áður en hið fjarstæðukennda mán- aðaraukaverkfall trésmiða hófst. Húsasmiðir vilja ekki lengur eiga yfir höfði sér fleiri glappa- skot eða afglöp af hendi þeirra manna, sem nú fara með stjórn stéttarfélags þeirra. Þess vegna sameinast þeir um B-listann, kjósa snemma, kjósa félagi sínu trausta stjóm og víkja hinum duglausu spónapokum kommúnista á bug. ÍÞRÓTTIR Framh. af 11. síffu Ungliiigakeppni. Á undan leik meistaraflokks- liðanna fer fram keppni milli pilta úr 3. fl. ÍR og pilta úr gagn fræðaskólanum á Keflavíkurflug- velli. Lið þessi hafa mætzt einu sinni áður og sigruðu þá ÍR-ingar eftir hörkuspennandi og jafnan leik. Styrktarfélagar KKÍ. Styrktarfélagar KKÍ fá afhenta miða á leikinn gegn framvísun styrktarfélaga skírteina í miðasöl- unum. SURTSEY Framhald af síffu 16 þessu eldgosi á byrjunarstigi, — fjallar um það frá jarðfræðilegu sjónarmiði og ræðir hin mikil- vægu tengsl milli eldstöðva og jarðhræringa. KAUPUlí íslenzkar bækur,enskar, danskar og norskar vasaútgéfubækur og lel. skemmtirit.. Fo.rnbókaverzltín - Kr. Kristjéflssonar Hverfisg..26. .Sími 14179 i; ■ . .................. Lesið Alþýðublaðið Áskriffasíminn er 14900 Athugasemd í TILEFNI af frétt frá aðalfundi Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur skal þess getið, að þeir, sem tóku til máls um sjónvarp aðrir en frummælandi, létu þá skoðun í ljós, að ekki mætti flana að neinu í þessu efni og þyrfti að vanda til alls undirbúnings og skipti engu máli þótt það dragist í nokk- ur ár ennþá að íslendingar fengju sjónvarp. Hæstaréttardómur Frurah. af L. síðu Byggðu aðstanendur hins látna kröfur sínar á því, að ekki hefði verið nægilega tryggilega gengið frá öryggisútbúnaði ketilsins. Svo og því að hér væri um að ræða aivinnurekstur, sem ætíð hljóti að hafa hættu í för með sér fyrir starf semina, og eigi vélsmiðjan að bera ábyrgð á því tjóni, sem starfsmenn irnir verða fyrir- Hinn stefndi byggði sýknukröfu sína á því að hann bæri ekki á- byrgð á slysi þessu þar sem það verður eigi rakið til neinna ástæð- na eða orsaka er honum verði um kennt, heldur hafi eingöngu verið um að ræða aðgæzlukort flokksstjórans sjálfs. Einnig var þvi mótmælt að hér væri um hættu legt starf að ræða, þar sem flokk- stjórinn var vélvirki að iðn og þaulkunnur meðferð slíkra katla. í héraðsdómi var Vélsmiðjan Keilir sýknuð af kröfu aðstand- enda hins látna en málskostnaður var látinn niður falla- Var dóm- urinn byggður á því, að flokkstjór inn liefði unnið við uppsetningu ketilsins upp á sitt eindæmi og með tilliti til menntunar hans verði að gera ráð, fyrir því að hann hafi gert sér grein fyrir hugs anlegum hættum. Ekki höfðu held ur komið fram neinir gallar á katlinum. Málinu var vísað til Hæstarétt- ar og dómur undirréttar þar stað- festur. ABbúncrður Framh. úr opnu hússins að bera tign og virðuleg- an svip, þannig að fólki þyki við- burður að koma þar. Þetta virðast þeir ráðamenn Al- þingis, sem lokuðu andyri hússins til að þingmenn gætu drukkið kaffi þar í innilokuðum makind- um alls ekki hafa skilið. Verður nú að koma til nýr skilningur á þessum málum og lausn á húsnæð isvanda Alþingis í samræmi við réttan skilning á stöðu þingsins með þjóðinni. Framh. af bls 7 útgáfuskýrslunnar sem ég sí* vitna í; á sama tíma bircust 1156 bindi frumortra ljóða. Kannski einungis þá að hagmælskan sé frumaflið í mest öllu bókmennta starfi hérlendis; en lök hag- mælska er jafn gagnslaus þýðend um sem öðrum, og einnig þeim sem þýða prósa. Hlébarðinn hefur reyndar í einum stað vakið athyglisverð- ar undirtektir; það er í Jörð, tímarití teknu saman af Sverri Hólmarssyni og Þorsteini Gylfa syni sem Helgafell gefur út; og er annað hefci þessa skemmti- lega rits allt helgað Hlébarðan- um. Jörð afbiður sér þá lesend- ur sem ekki hafi lesið Hlébarð- ann og ætlast til að lesandi hugsi jafnan til bókarinnar meðan hann les ritið: síðar er greint ljóslega frá því sem fram fer í riiinu: ,,í þessu riti ræðum við um það, sem við teljum okkur. hafa gagn- rýnt, það, sem við teljum okk- ur hafa séð í gegnum þá bók, sem við rýndum hvað ákafast í“* Ég veit nú ekki hvort það er alveg bráðnauðsynlegt að hafa Hlébarðann sífelldlega í þank- anum meðan Jörð er lesin, held jafnvel að Jörð gæti verið skemmtileg lesning þeim sem alls ekki þekkir Hlébarðann. Mér finnst ritsmíðin með öðrum Til hægri Framh. af bls 7 baki honum stóð Lúðvík Jósefs i son, og fylgdist með. Bar þá að Jónas Pétursson frá Skriðu- klaustri, sem spurði hvort Lúð vík ætlaði að taka við. — Nei, svaraði Lúðvík, ég ætla bara að sjá hvort hann beygir meira til hægri eða vinstri! Skömmu síðar kom Jón Kjartansson inn í stjórnklefann og varð að orði, er hann sá Eystein við stýrið, að þetta væri nú í fyrsta skipti, sem hann ekki vildi láta Ey- stein stjóma. Þegar Eysteinn hafði stjómað nægju sína tók Lúðvík við. Sögðu ýmsir að hann væri mun stefnufastari en Eysteinn, þó vel hefði honum farizt stjórnin. Ekki sótti Lúð- vik mjög til vinstri, en flug- menn höfðu orð á að báðir hefðu kappamir heldur sótt til hægri. Lent var á Reykjavíkurflug- velli laust fyrir klukkan hálf sjö eftir góða för að allra dómi. orðum skemmtilegri sjálfrar sín vegna og liöfundarins en þeirr- ar birtu sem hún bregði á Hlé- barðann sjálfan. Og það viðhorf við bókmenntum sem hér órar fyrir í ýmsum tilbrigðum lield ég sé happasælt; það er stöðug á herzla á áþreifanlegan veruleik skáidskaparverksins, „lifandi manneskjur, hold og blóð og spýju.“ Orðin merkja það sem um er fjallað, segir Jörð, og grein ir víst fáa á við hana um það; um hitt má svo tala livað sé nú eig- inlega verið að fjalla um, með hverjum liætti og hvort það sé kannski fle ra en eitt í senn. Hver em þessi orð? Jörð vekur, kannski óvart, upp spurningu um „merkingu" skáld verka og þar með um þýðingar þeirra. Hlébarðinn er ritaður á ítölsku, en liér er fjallað um ís- lenzka þýðingu hans eftir Tómas Guðmundsson; gefur höfundur í skyn' að sér mislíki hún og virð ist hafa lesið enska þýðingu eft- ir Archiba’d Colquhoun, sem hann telur betri. Eru nú þessir þrír textar verksins jafngildir 1 hverri grein? Óneitanlega er það íslenzka þýðingin sem vitnað er til í greininni, og hana hefur les- andi Jarðar væntanlega jafnan í huga meðan hann les. Fólkið í sögunni á sér enga tilvist nema í orðum hennar; ti’vist þess fyrir íslenzkum lesanda hennar er öll komin undir þýðingunni. Og þegar Jörð gefur í skyn að þessi þýðing sé ekki nógsamlega „skjól góð“ lýstur hálfgerðri áttavillu yfir lesanda hennar í miðri merk. íngarfræðinni, þar sem engin af- staða er tekin til þess vanda- Hér er komið efni sem gaman væri að tala um og vissulega var^ar íslenzka bökmenningu nokkru; það er vonandi að Jörð taki bet- ur upp þráðinn næst. Nóg eru umræðuefnin meðan þýðingar erlendra skáldrita eru slíkar að fyrirferð í íslenzkri bókaútgáfu sem raun ber vitni. — Ó.J. BEATLES Framhald af 6. síðu. aðist til þess að klippa lokk úr hári trommuleikarans Ringos. Piltarnir fiórir eru allir upp runnir í Liverpool, komnír af fólki í lægri miðstéttum, eins og Bretinn flokkar það. Elzt- ur þeirra er Jolin Lennon, 23 ára, hann er sá eini, sem er kvæntur. Hinir eru Paul Mc- Cartney, 21 árs, George Harri- son, 22 ára, og Ringo Starr, 23 ára. Hinir þrír fyrsttöldu voru skólabræður. Ringo kom seinast til sögunnar. Skóla- ganga hans er stutt, en á hinn bóginn getur liann státað af að hafa gengið undir 14 uppskurði vegna magaveiki, og gengur raunar ekki lieill til skógar. Stúdentar, eldri og yngri Framhaldsstofnfundur STÚDENT AKÓRSINS verður h'aldmn í hlið- arsal súlnasálarins að Hótel Sögu í dag (sunnudag) skl. 13.30. Allir síúdentar geta gerzt félagar kórsins. Undirbúningsnefndin. Paul og George héldu eitt- hvað áfram í menntaskóla, eu John bvriaði á listmálaranámi í Liverpool. Ekki er gott að dæma um, hve lengi þeim mun haldast tippi að æpa sitt „yeah, yeáh, yeah .. ” en það er án ,efa hægt að íinna margt verra og skað- samlegra til að æpa. | |0 23. febrúar 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.