Alþýðublaðið - 23.02.1964, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 23.02.1964, Blaðsíða 6
llllllllllllllllilliililltullllllliliilltllilllMllUUlUullUlilliIUJiiJilillilllliluliuuiUillumlll annað og meira en hæfileika- laus söngkvartett, auglýstur upp af athafnasömum umboðs mönnum. Þeir eru trúboðshóp- ur og boðskapur þeirra er skemmtun. Þeir æpa, stappa og hoppa í gleði, og áhorfend- ur þeirra svara á slíkan hátt, að gamaldags vakningasam- koma verður hlægileg við sam- anburð. ton og sungið þar. í Washing-’ ton höfðu önnur tvö þúsund rekið upp slíkt fagnaðaröskur,' að einn lögreglumaður hélt tónleikana út með því að troða í bæði eyru. Að minnsta kosti milli tíu og tuttugu stúlkur féllu í yfirlið eða voru troðn-. ar undir í mörgum fjöldaupp-! þotum. Carnegie Hall opnaði dyr sínar fyrir dægurtónlist í fyrsta sinn í sögu sinni, og' varð síðan að ráða 120 borgar-| og einkalögreglumenn til þess að vernda bygginguna. Þegar piltarnir héldu lieim á leið aftur höfðu þeir í vasan- um 253.000 dali, þeirra hluta af sölu 2.5 milljóna af albúm-H um og einstökum plötum þeirra á aðeins fjögurra vikna tíma- bili. Við erum fremur ómerkileg- ir músikantar, segir Bítillinn George, sá þeirra, sem líkist mest skáldi. — Við getum ekki sungið, við getum ckkert, bæt- ir Paul við, en við skemmtum okkur konunglega. Það getur verið, að Paul hafi á sinn eigin hátt verið að segja sannleikann, en samt kom í Ijós, að hið óstöðvandi afl, sem gerði innrás í Bandaríkin í síðustu viku, þekkt undir nafn- inu „The Beatles“, reynist vera Á samri stundu og loðhaus- arnir fjórir birtast á sviðinu, gefa áhangendurnir, aðallega stúlkur á unglingsaldri, frá sér stöðugt vein, sem myndar eins konar umgerð um hljóðin í Bítlunum sjálfum. Yfir óhljóð- in heyrist ekkert nema hinn frumstæði fjórtaktur í tromm- um Ringo S.arr. Sumir á- hangendanna stappa æðislega í sætum sínum, aðrir sveiflast í sætinu eins og í leiðslu. Þeir, sem hafa tekið sér fyr- ir hendur að rannsaka vísinda- lega þetta fyrirbæri, sem kall- að hefur verið „Beatle-mania” eða Beatle-æði, vilja ekki fall- ast á, að eingöngu sé um að Eitt er að minnsta kosti þakk- arvert í sambandi við heimsókn þeirra til Bandaríkjanna. Með- an stóð á sjónvarpssendingu Ed Sullivans, var ekki stolið svo miklu sem einum hjólkopp. Bítil-æðið í Englandi hefur dregið nokkurn dilk á eftir sér. í Glasgow hafa yfirvöldin gripið til bannaðgerða eftir að óðir unglingar höfðu valdið miklum hússpjöllum í hljóm- leikasal þar. Tónlistaræði af þessu tagi er ekki ný bó!a. Konur skræktu, slógust og féllu í yfirlið á sín- um tíma, þegar Franz Liszt settist við píanóið. Talið er, að bók Heines, Buch der Lied- ræða skemmtun. Beatle-æði hef ur verið skilgreint sem mót- mæli gegn heimi hinna full- orðnu, en hinir fullorðnu segja: Bítlarnir höfða til já- kvæðra hvata, ekki neikvæðra. Þeir gefa unglingunum tæki færi til að veita umframorku útrás og hinum fullorðnu tæki- færi til að láta hneykslun sína í ljós. Þeir hafa komið fram með sérstaka tegund af kyn- lausum áhrifum. Það mesta sem þeir fara fram á, er, „I want to hold your hand,” eða mig langar til að halda í hönd- ina á þér. Það er kannski full- mikið sagt, að beir afmái með loðkollum sínum bilið á milli kynjanna, -en þeir minnka það í augum hinna ungu aðdáenda sinna, sem sumir hverjir eru ekki komnir á unglingsaldur. Margs konar múgæði hefur gengið yfir Ameríku. En hún hefur sjaldan verið gripin af jafn gersamlega óviðráðanleg- um ósköpum og Bítilæðinu. —. Þeir voru svo til óþekktir í Bandaríkiunum fyrir fimm vikum síðan. en samt fékk sjón varpsbáttur 'S’d Sullivans hæstu stigatölu. sem nokkur þáttur hefur fengið í New Yoi-k, þeg • ar þeir komu fram í honum fyrir skömrrm. Þá voru 72% sjónvarpstækia borgarinnar stillt á þann þátt. Tvö þúsund æpandi aðdáend- ur ruddust í gegn um lögreglu vörð á brautarstöðinni í New York, þegar þeir komu þangað eftir að hafa farið til Washing- er, hafi valdið ótöldum sjálfs- morðum rómantískra unglinga fyrst eftir að hún kom út. Nú á dögum er í raun og veru sami leikurinn, að endur- taka sig, Bítlarnir og þeirra líkar hafa einungis fært aldurs mörkin neðar. Þess má þó geta, að þeir eiga einnig auðsæilega sterk ítök í kvenfólki, sem kom ið er af barnsaldri. Þeim var boðið í samkvæmi í brezka sendiráðið í Washington eftir að þeir höfðu komið fram þar. Þegar þeir birtust, hrópaði ein konan, sem var á miðjum fer- tugsaldri: Þarna koma þeir, þessar elskur. Eg blátt áfram elska þá. Önnur kvinna laum- Framh. á 10 síðu. The Beatles" voru nær óþekktir fyrir örfáum árum síff- an. Þá hafði þeim heldur ekki liugkvæmzt aff greiða sér öffru vísi en annaff fólk effa hafa önnur auglýsingabrögff í frammi. 6 23. febrúar 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.