Alþýðublaðið - 23.02.1964, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 23.02.1964, Blaðsíða 13
ÚTSALA TOLEDO ÚTSALA HERRABUXUR terylene kr. 600.— BARNAÚLPUR ull frá kr. 150.— BARNAÚLPUR nælon frá kr. 450.— og margt fleira, komið og gerið góð kaup. TOLEDO FISCHERSUNDI. frá Píötusteypunni Sími 35785. Pússningarsandur Heimkeyrður pússningarsandur og vikursandur, sigtaður eða ósigtaður við húsdyrnar eða kominn upp á hvaða hæð sem er, eftir óskum kaupenda. SANDSALAN viff Elliffavog s.f. Sími 41920. Höfum ksMpendur að 2ja — 3ja — 4ra og 5 her- bergja íbúðum fullgerðum og i smíðum. Háar útborganir. — Höfum einnig kauþendur að einbýlishúsum tvíbýlishúsum og byggingalóðum Fasteignasalan Tjarnargötu 14. Símar 20625 og 23987. SMURT BRAUÐ Snittur. Opiff frá kl. 9—23,30. Vesturgrötu 25. — Sími 24540. Braiiðstofan Sítné &e@12 Byggingafélög Húseigendur Smíffum handrið og aðra skylda smíffi. — Pantiff í tíma. Vélvirkinn s.f. Skipasundi 21. sími 32032. Vesturgötu 23. RYÐVÖRN Grenásveg 18. sími 1-99-45 Ryðverjum bílana meff T e c t y I. Eyjólfur p ^icjurjónsson Ragn*'' Magnússon Löggiitir endurskoffendnr Flókagötu 65 ' hæff. sími 17903. BARÁTTAN VIÐ SÆUÓNIÐ Framhald af bls. 3 það fjarri mér að snúást gegn kirkjum og kristindómi, ef ein hver hirðir um skoðun mína, sem þeita leS' Eigi að síður væri mór sama, þó að Hall- grímskirkja rísi ekki á Skó’a- vörðuholti eða yrði a. m. k öðru vísi en hún á að vera En mér finnst tilgangslaust að gera mikið veður út af því liér eftir. Það er mín skoðun, að ekki sé endilega nauðsynlegt að hyggja á öllu Skólavörðuholt- inu, einum e’zta nafnkunnum bletti í Reykjavík- Það ætti a. m. k ekki að byggja þar stór- byggingar, sem verða staðnum ofviða. í þessu sambandi er ekki úr vegi að drepa á tak- markalaust hirðuleysi margra íslendinga um sögulegar minj- ar. Vígin og vörðurnar liafa ver ið rifin. Þar sem áður stóð Jörundarvígi, stendur nú sænskt frystihús. Og þar sem Skólav'örðuna bar við himin.trón ir nu Leifur heppni, sem höggv inn var í stein í Ameríku, en samt er landið ekki nema hálf byggt- — Ég játa hreinskiln- islega, að mér finnst Hall- grímskirkja ekki fallegt hús. En það getur vel verið, að öðr um finnist það. Enginn er mér vitanlega fær um að segja ein dregið til um það nema fyrir sjálfs sín hönd, hvað honum finnst fallegt og hvað ljótt. En mér finnst kirkján klunnaleg- Hún er eins og steinrunnið tröll og skortir þar af leiðandi gjörsamlega þá tign, sem feg- ursiu guðshúsum í gotneskum stíl er gefin. Þetta verður skilj anlegt, þegar haft er í huga, að húsameistarinn, sem kirkj una téiknaði, var sérstakur unnandi íslenzks grjóts og hugð ist láta kirkjuna bera gotnesk- an svip, en minna þó jafnframt á ísienzkt landslag. Þessi grjót- rómantik húsameistarans leiddi hann jafnvel svo langt, að hann vildi láta Hallgríms- kirkju minna á „fjallatindana fyrir ofan Hraun í Öxnadal”. Get ég ekki að því gert, að mér finnst þeir mun sviphreinni og tignarlegri en Hallgrímskirjá á teikningum, auk þess sem vitn- eskjan um lengslin milli þeirra og kirkjunnar minnir mig miklu meira á Jónas Hallgríms son en Ha lgrím Pétursson. En þeir voru nú reyndar frændur, svo að þetta er sjálfsagt allt í lagi- E.nkennilegrar tilhneig- ingar þykir hafa orðið vart hjá Hallgrímskirkju til að minna andsiæðinga sína á sæljón, sem er þess albúið að skríða nið ur Skólavörðustíg, jafnvel alla leið ofan á Lækjartorg. Þetta kann satt að vera. Gallinn er bara sá, að ekki skyldi takast að temja þetta dýr betur, með- an það var smáljón, í stað þess að eyða öllu púðrinu í von- lausa baráttu gegn því eftir að það var sama sem orðið að ó- argadýri, sem teygði sig 75 m. upp í loftið. Ég held það sé þá betra að leggja þegar á flótta niður Skólavörðuságinn- Þetta verður að nægja um útlitið að sinni. En hvað um stærðina? Mér kæmi ekki á óvart, þó að svo stór kirkja sem Ha.lgríms- kirkja á að verða, yrði Skóla- vörðuholtinu og öllum svip um hverfisins ofviða, yrði þrúg- andi í stað þess að upphefja. Þess vegna hafi staðarvalið upp haflega ekki verið rétt fyrir svo stóra kirkju. Hitt er annað mál, að ef byggja á guðshús til minningar um Hal’grím Pét ursson, verður það að vera veg legt. Og þó að himnafaðirinn sá allt í senn óáþreifanlegur, ósýnilegur og ósannanlegur og vegir lians órannsakan legir, þá er nú trúin á hann staðreynd samt. En úr því að við erum með hann á annað borð, verðum við að geta hýst hann almennilega- Og þá kemur enn eitt sjón- armið til greina. Var ekki hægt að minnast Hallgríms sæmilega án þess að byggja kirkju hon- um til heiðurs? Hann þjáðist til dæmis lengi af skelfiiegum sjúkdómi, sem nú er því betur naumast til á íslandi lengur. Hefði þá ekki verið eins gott að byggja sjúkrahús, Hallgríms spítala, til minningar um skáld ið og klerkinn í Saurbæ? Hall- grímssöfnuður í Reykjavík hefði eins getað fengið kirkju við siit hæfi fyrir því og Skóla vörðuholtið jafnvel getað hor- ið þeirri Reykjavík, sem einu sinni var, vitni að nokkru leyti. Og þó að Passíusálmarnir hafi verið gefnir út oftar en nokkur önnur bók á ísiandi og þokka- legar útgáfur á öðrum verkum Hallgríms oft verið á markaði, hefði þá ekki verið tilvalið að gefa sem flest þeirra út í vand- aðri og aðgengilegri útgáfu, myndskreyttri af íslenzkum listámönnum? Það hefði til dæmis mátt gera á þessu herr- ans ári 1964, þegar 350 ár eru liðin frá fæðingu Hallgríms. En það er víst tómt mál að tala um þetta hér. Kirkjan mun rísa á hæðinni, og það var raunar vitað fyrir rúmum tuttugu ár- um. Og þó að bæði ég og aðrir hafi á henni sína skoðun, erum við löngu búin að missa af strætisvagninum og breytum engu þar um- Þess vegna er baráttan við sæljónið nú orðin hlægilegur skrípaleikur. Að því leyti er hún vita tilgangslaus, eins og baráttan við vindmyll- urnar forðum og orkunni, sem í hana fer betur varið til að berjast við önnur sæljón, með an þau eru enn svo lítil, að ein hver von er þil þess, að takist að leggja þau að velli. DR. PHIL. BERT B. BEACH frá London flytur athyglisvert erindi í Aðventkirkjunni í dag sunnudaginn 22. febrúar kl. 5 síðd. Erindið nefnist: SAMEINING KRISTNINNAR S LJÓSI VATIKANFUNDARINS Kirkjukór Aðventkirkjunnaf syngur. — Allir velkomnir. ÞVOTTAHÚS Vesturbæjar Ægisgöfu 10 - Sími 15122 vantar unglinga til að bera blaðið til áskrif- enda í þessxim hverfum: ★ Melunum ★ Kleppsholt Ar Tjarnargötu Afgreiðsla Alþýðublaðslns Siml 14 900 Verka mannafélag ið Dagsbrún Ársreikningar Dagsbrúnar fyr’ir 1963 liggja frammi í skrif- stofu félagsins á Lindargötu 9. Aðalfundur Dagsbrúnar verður í Iðnó sunnudaginn 1. marz Jd. 2 e. h. Stjórnin. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 23. febrúar 1964 13

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.