Alþýðublaðið - 22.03.1964, Side 3
Indlandspístlar f rá
Sigvalda Hjálmarssyni
Madras, 27. febr.
EG er kominn að þeirri niður-
stöðu, að borgir séu yfirleitt ó-
skaplegur óskapnaður. Það er
of fállegt að líkja þeim við maura
þúfur, þótt ekki geti það talizt
yirðuleg samlíking. Mér finnast
þær vera líkastar graftarbólum á
ásjónu jarðarinnar, hrópandi tákn
um sjúkt mannlíf.
Menn geta auðvitað sagt, að það
sé álíka mikið fagurt í borgum
og ófagurt, og ég hygg það sé
nærri lagi. En hið fagra gerir
ekki hið ljóta fagurt, þótt ekki
séu nema nokkrir metrar á milli,
og er ekki heldur nein afsökún.
Múgur verður til þar sem
þröngt er.
I Vesturlönd séu. mikið betri, þótt
j yfirborðið sé slettara. Það hlýtur
j eitthvað að vera bogið við mann-
j. inn sjálfan, úr því að hann þráir
i frið, en stofnar til ófriðar, þráir
hamingju, en sáir óhamingju i
kringum sig með verkum sínum.
En á Vesturlöndum höfum við
þetta fyrirbæri, sem kallast velr
ferðarríki, og þótt því fari fjarri,
að það lækni öll manna mein, og
sé ef til vill tiltölulega lítill ár-
angur á langri vegferð manna til
betra lífs, þá sýnir það þó ein-
hvern snefil af því, sem ég tel
helztu framfaravonina: tilfinningu
fyrir ábyrgð heildarinnar á ein-
staklingnum, og einstaklingsins á
heildinni, því að þetta hvort
tveggja verður að fara saman. Vel
Til vinstri eru sölumenn með varning sinn. Til hægri hafa nokkrir gamlir fauskar setzt niöur á gang
stéttina til að spjalla saman.
Á víðavangi vex upp sterkur
stofn eða deyr virðulega, sem er
hvort tveggja gott.
Það er alls staðar ' sama sag-
an:
Maðurinn er heimskur af því
hann þjáist, og þjáist af því að
hann er heimskur.
Ég segi þetta í fullri vinsemd,
en fullri hreinskilni. Það þarf eng
inn að móðgast. Þetta er ekki
sleggjudómur.
Gata í borgum Austurlanda er
samanþjappað vandamál mann-
kynsins. Við skulum þora að sjá
hana eins og hún er.
Ég er raunar ekki viss um, að
»
ferðarríkið sýnir, að menn eru að
byrja að hugsa og sJjilja að það
er næsta ógáfulegt framferði að
hrifsa bitann út úr munnvikinu
á náunganum og fara svo að gráta
yfir því, að hann hefur ekki nóg.
Og svo kemur það, sem ég hef
séð:
Á götunum eru ef til vill kýr
bundnar við stólpa framan við
hús eigandans. Úlfaldalest getur
sézt við og við, og hópur af júg-
ursíðum geitum, svo að spenarnir
nærri dragast, er heldur ekkert
einsdæmi. Innan um bílaumferð-
ina fara vagnar með öllum teg-
undum nauta fyrir, eða hestum
eða ösnum, og öllum er skepnun
um það sameiginlegt, að þær eru
horaðar. Mcnn sjást einnig draga
aðra menn á handvagni, og hjól
af bullsveittum þrælum. Þegar ég
fékk slíkt farartæki í Benares til
þess að skutla okkur hjónunum
nokkurn spöl, var drenganginn,
sem var hvort tveggja í senn öku
maður og mótor, öldungis hlessa,
þegar ég vippaði mér úr vagnin-
um í brekku, til þess að það væri
ekki eins erfitt fyrir hann.
Töluverð rómantík þykir á Vest
úti. Það er ekki í frásögur fær-
andi, að alls staðar er verið að
verzla. En einnig sitja rakarar á
Drengurinn er með visna fætur, og hann mjakar sér áfram á sitjandaniun eftir götunni.
hækjum sínum niður í götunni og
raka og klippa menn, sem húka
þar í sömu stellingum. Hreinlæt-
isspursmálið kvelur þá ekki. Og
menn tylla sér gjarnan niður í
svaðið til þess að spjalla saman,
því að það er þægilegra heldur
en að standa í sólarhritanum. í
Benares sá ég líka tannlækni á
mórauðri ullarpeysu úti á götu
vera með „hiol“ sín og ,,narfa“
uppi í manni nokkrum, og fékkst
hvorugur um,, þótt kýr og menn
strykjust við hliðina á þeim.
Ég nefni þetta bara til gamans.
En nú skal ég nefna nokkur dæmi,
annarrar tegundar.
Á götuhorni í Delhi, fjölförnu
götuhorni, þar sem erlendir ferða
menn eru allan daginn á ferð og
slöngutemjarar bjóðast til að láta
skriðkvikindi sín leika listir fyrir
peninga, situr lítill drengur alls
nakinn, á að gizka tveggja ára.
Hann situr á steinpalli við húsið.
Hárið er klístrað og allur er
líkami drengsins ataður í óhrein
indum, svo að grísir i hinum sóða
legustu stíum eru ekki verri. Það.
er mökkur af græðgislegum flug
um-í kringum hann og allstaðar á
honum. Hann hefur ekki undan
að nugga þær úr augunum, upp-
máluð kvöl mannkynsins. Ég get
ekki varizt þeirri tilfinningu, að
hér hafi flugurnar setzt að hræ-
inu, áður en það var orðið liræ.
Á fjölförnustu götu Madras
borgar hefur vikum saman hafzt
við kona méð þrjú smábörn upp
við vegginn. Þeirra húsnæði er
„uppheims bláa tjald“, og undir
sig breiða þau strigadruslu. Stund
um eru börnin ein á druslunni tím
um saman, meðan konan víkur sér
frá, sennilega til einhverra út-
vega.
Bctlarahjón frá Bombay koma
til móts við mig.
Hann: Ég hef verið óheppinn,
kem frá Bombay, hef ekkert að
gera.
Ég: (gríp fram í) Þvi miður, ég
er aðkomumaður líka, hef enga
vinnu fyrir neinn.
Hann: Ég kem frá Bombay, við
eigum fjögur börn (bendir á kon
una, sem gengur á eftir honum
með barn á fyrsta ári í fanginu,
það er horað og með bauga und-
ir augum). Ég hef sótt um vinnu
í reiðhjólaverksmiðju en hef ekk
ert í bili. Við erum svöng.
Þetta var hans saga.
Heil fjölskylda hafðist við
nokkrar vikur í strákofa, sem
reistur var upp við húshorn á
mjög fjölfarinni götu í Madras.
Kofinn var eins og hálft vega-
manna tjald, klofið að endilöngu,
og matseld fór fram í litlum hlóð
um úti á götunni.
Drengur með visna fætur mjak
ar sér áfram á sitjandanum eftir
einni helztu götu borgarinnar og
betlar. Hann er fríður, augun sér
staklega falleg og gáfuleg.
Á sömu slóðum heldur sig sjö
ára til átta ára drengur, sem allt
af hefur á handleggnum ársgam-
alt, vannært barn. Hann betlar
og otar að manni barninu og pela
með einhverju skolugu glundri í.
A þessari sömu fjölförnu götu
sé ég nokkru fyrir jól ungan mann
urlöndum hvíla yfir þeirri starf-
liggjandi á grúfu á götunni í
sterkri hádegissólinni. Hann emj
aði. Við hlið hans lá blikkdós und
ir betlið og ekki einn einasti skild
ingur í henni. Handleggirnir voru
vafðir óhreinum- gasbindum, og
undan jöðrum þcirra gægðust soll
in kaun. Allt útlit mannsins var
þess vitni, að hann ^etti ekki langt
Framhald á 13. síðu.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 22. marz 1964 3