Alþýðublaðið - 22.03.1964, Side 8

Alþýðublaðið - 22.03.1964, Side 8
Sunnan á Reykjanesskaganum er nestota, tvínefnd, heitir Hópsnes vestan megm og Þórkötlunes aust an megin. Grindavíkin er slitin sundur ai' þessu nesi. Á því sjálfu er erígin byggð, hins vegar eru hverfin beggja vegna við og sést ekki á milli. í krikanum austan nessins ér Þórkötlustaðahverfi, sem nú hefur séð sitt fegursta, en byggð er þar óðum að leggjast af. Vestan megin þar sem hetiir Hópsnes er aðalbyggðin og nefnisí Járngerðarstaðahverfi. Lengra vesturfrá er enn vogur í víkina, þar sem heitir á Stað. Þar var áð- ur fyrr eitt hverfið enn og nefn- ist það Siaðarhverfi. Útræði var frá öllum hverfunum, en hefur að- eins haldizt frá Járngerðarstaða- hverfinu þar sem hafnarskilyrði eru illskást. Þegar maður kemur í gegnum skarðið, sem er á milli Þorbjarn- arfells og Hagafells, er sú hugs- un einhvernvegin fjarri, að blóm- legt þorp með peningareyk og véla skellum blasi allt í einu við aug- um. Úfið apalhraunið hefur hel- tekið svo skilningarvicin, að mað- ur er blátt áfram hættur að trúa á tilvist heiðarlegs gróðurs og hvíira snoturra einbýlishúsa. Grindavíkin er því bæði óvænt og skemmtileg tilbreyting fyrir aug- að. Landnáma segir að synir Molda- Gnúps hafi numið land í Grinda- vík. Reyndar er helzt á henni að skilja að karlinn hafi verið með þeim og hafi þeir feðgar hrakizt í kúvík alla þessa leið austan úr Álftaveri efár að hraun eyddi fyr ir þeim byggð og þeir lentu í s!ags málum og manndrápum austur í sýslum. Þarna hafa þeir svo að likindum setzt á friðarstól, enda komnir úr kallfæri við náungann og bergþursar urðu ekki vopn- bitnir. Hins vegar er sagt að Björn Molda-Gnúpsson hafi samið við þurs einn um kynbætur á geita- fé sínu og orðið ríkur af. Grinda- vík er þannig vagga búfjárkynbóta á íslandi. Mönnum þykir einsætt að víkin dragi nafn af hvalfiski þeim, sem Færeymgar kalla grind en íslend- ingar uppnefnt og kallað marsvín. Eins og allir vita fer grindin í stórum vöðum og á það til að ana á land og fjára þar uppi. Líka er hægt að reka vöðurnar eins og fjárhóp inn á víkur og loka fyrir þeim undankomuleiðinni. Undan Grindavík eru góð síldarmið og loðnugöngur stórar á vertíð. Trú- legt er að hvalurinn hafi sótt í hnossgætið og ýmist álpazt á land í víkinni, eða verið rekinn. Gaman væri að geta sér þess til, að Molda-Gnúpssynir hafi bú- ið við, konuríki, eins og marg- ir þeir, sem miklir eru fyrir sér útífrá. Þeir hafi þessvegna kali- að bæi sína eftir eiginkonunum, Járngerði og Þórkötlu og viljað með því blíðka skap þeirra, enda er hljómur nafnanna ekki bein- línis blíðlegur, Útræði hefur verið í Grindavík frá ómunatíð. Opin skip reru frá öllum hverfunum, líklega flest frá Þórkötlustöðum, því þar var þraut að lenda ef brimaði, en segja má — MYNDIR OG TEXTI: GRÉTAR ODDSSON. — Enn er sóttur sjór frá Grinda- vík og nú eingöngu frá Járngerðar Staðahverfi^u. Þar hjSfWr verið gerð höfn með því að grafa rennu inn í Hópið, sem vesturhlið ness- ins ber nafn af. Inni í þyí hafa svo verið ge'rðar bryggjur, þ. e. a. s. einn megingarður og tvær bryggjur út úr honum. Þrengsli efcu öskapleg við þennan eina garð. Báiarnir liggja í margfaldri iröð í innri krikanum, því þeim ytri er venjulega haldið fyrir land anir, nema þegar landlega er. Nú róa 50 bátar, stórir og smáir frá Grindavík og þangað sækir mikill fjöldi aðkomubáta til að landa á bíla, sem síðan aka með fiskinn til Keflavíkur eða Reykjavíkur. Sundið úti á víkinni er hreint af skerjum, en bátarnir verða að þræða álinn að rennunni í Hóp- ið. Þreföld innsiglingarmerki auð- velda landtökuna. Auðskilið er að helzta áhuga- mál Grindvíkinga sé bætt hafnar- aðstaða. Bátarnir verða stærri og rúmfrekari, þeim fjölgar og á- sókn aðkomubáta til umlöndunar er mikil, einkum þegar mikið fæst Svavar Árnason, oddviti. að sjór deyi aldrei við ströndina enda er næsta fastaland í hásuðri sjálft Suðurheimskautið. Það- hef- ur því verið harðsótt úr Grindavík og ef allt lokaðist þar af brimi er líka hæit við að Eyrarbakki, Stokkseyri og Þorlákshöfn hafi verið ófær, og allir vita hvern’- ig innsiglingin til Vestmannaeyja er í stórviðrum. Þannig urðu for- menn að horfast í augu við þann möguleika í hvert sinn sem þeir fóru í róður, að ná aldrei landi. En til mikils var að vinna, þvi undan lélegustu höfnum landsins eru einmitt beztu fiskimiðin á Selvogsbanka, í Grindavíkursjó og í kringum Vestmannaeyjar. Þessar aðstæður hljóta að hafa skapað æðrulausa manngerð og bænheita. Enn eimir efiir af þessu hjá sjó- mönnum í aðalverstöðvum lands- ins, þeir eru flestir forlagatrúar. Og mannfólkið skrimti aldirnar af á skreið og þorskhausum, sem þessir menn sóttu út í tvísýnuna. af góðum fiski í hringnót eins og nú á sér stað. Þá munar miklu fyr- ir bátana að koma fiskinum af sér sem næst miðunum og þó á þeim stað sem vel liggur við flutn ingum til vinnsluhúsanna við Faxa flóa. Þessi ásókn hefur einkum bitnað á Þorlákshöfn og Grinda- vík nú í vetur. Og máii málanna er sinnt í Grindavík. Þegar hefur verið haf inn undirbúningur að uppfyllingu út í Hópið. Markað hefur verið fyrir henni með garði, sem er landfastur í báða enda og er að- eins eftir að fylla upp í lónið, sem innan hans er. Því næst er ætl- unin að dýpka Hópið, sem mun vera auðvelt vegna hagstæðs botn- lags og svo stálþil rekið niður með uppfyllingunni og mikið viðlegu pláss myndast. Leikmanni virðist í fljótu bragði, að hafnarbætur í Grindavík séu tiltölulega auð- veldar ef miðað er við það sem iráðizt hefur verið í sums staðar Gamalt bæj arhverfi. Nýbyggt hverfi í Grindavík. g 22. marz 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.