Alþýðublaðið - 01.04.1964, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 01.04.1964, Blaðsíða 1
KJARADÓMUR kvað í gær upp úr&kurð, þar sem hafn að var kröfu oplnberra starfsmanna um 15% kaup- hækkim. Að úrskurði þessum standa þrír dómarar, þeir Sveinbjöm Jónsson, Svavar Pálsson og Jóhannes Nor- dal. Tveir dómarar skiluðu sératkvæði. Benedikt Sig- urjónsson vildi taka kröfu opinberra starfsmanna til greina að einhverju leyti, og Eyjólfur Jónsson vildi veita þeim 15% hækkun. Höfu'ðröksemd dómsins er sú, að kauphækkun opinberra starfs- manna nú muni „... óhjákvæmi- lega skapa stórfelld vandamál, að bví er varðar afkomu bjóðarbús- ins í heild og þar af leiðandi kjör launþega, og er vandséð, hvernig- fram úr þeim megi ráða”. Telur dómurinn, að kaup opinberra starfsmanna eigi ekki að skapa siíka efnahagsörðugleika. Síðan segir: „Hér er hins vegar ekki ein- Gífurlegt vatnsflóð olli mikiu tjóni í húsnm við Mið tún og Hátún snemma á skírdagsmorgun. Þessi mynd er tekin við húsið númer 62 við Miðtún. Ffóðið orsakaði vatnsæð er sprakk við Suð- urlandsbraut. Fleiri myndir og frásögn í opnu. göngu um að ræða almennt efna- hagsvandamál, heldur er dómur- inn þeirrar skoðunar, að ríkis- starfsmenn og annað fastlauna- fólk hafi sérstaka ástæðu til að óttast áhrif áframhaldandi launa- kapphlaups á afkomu sína og að- stöðu. Það væri því til mikils að vinna, ef unnt reyndist að stöðva þá hættulegu þróun, sem átt hef- ur sér stað að tmdanförnu, jafn- vel þótt nokkur hluti ríkisstarfs- manna fengi ekki þá leiðréttingu kjara sinna, sem samanburður við aðra starfshópa kynni nú að gefa tifefni til*. Eyjólfur Jónsson segir í rök- semdafærslu sinni meðal annars: „... verður ekkl á það fallizt, að leiðrétting á launum ríkisstarfs- manna til samræmis við aðrar stétt ir samkvæmt tilgangi ... Iaga nr. Framh. á 4. síðu Myndin er tekin, er Kjaradómur hafði lokið störfum. Á henni eru talið frá vinstri: Svavar Pálssen, Eyj- óífur Jónsson, Sveinbjörn Jónsson, Jóhannes Nordal og Benedikt Sigurjónsson. Mynd: JV. Sigurpáll fiskaði nær 10 þús. tonn á 11 mánuðum Reykjavík, 31. marz - GO. NÚ er u. þ. b. ár liðið siðan Egg- ert Gíslason skipstjóri á Sigur- páli fékk þann bát. Hann hóf veið ar þ. 23. apríl í fyrra og síðan er hann búinn að fá 9500 tonn af fiski Við náðum i Eggert í síma í dag, en hann var þá að veiðum við Vest mannaeyjar með þorsknót: — Viltu gera nokkurn saman- burð á þessum báti og Viði II.? — Já, þeir eru svona sitt upp á hvorn méta. Þessi er 50 tonnum stærri og gengur betur, hann er- lipur og liðlegur fiskibátur og góð- ur sjóbátur. Það er hinn líka. — Hefur nokkuð komið fyrir þig á þessum báti, Eggert? — Nei, engin óhöpn. — Hvað fékkstu mikið síðasta árið, sem þú’varst með Víði II.? ■— Það var árið 1962. Þá fékk ég 9B00 tonn, en árið þar áður 9000 tonn. — Hvemig gengur í dag? — Við erum búnir að kasta tvisvar og höfum fengið 11-12 tonn í nótina, svo útlitið er gott. Samkvæmt þessum upplýsing- um hefur Eggert þannig fiskað á við 4 meðaltogara á þessum 3 ár- um. Árið 1963 hefur fallið að mestu úr vegna þess að þá var hann úti í Sviþjóð að fylgjast með smíðinni á Sigurpáli. Alls hefur hann fengið 28.100 tonn t. tíma- bilinu og hefði árið ekki fallið úr væri hann sennilega með um 38.- 000 tonn. Geri aðrir betur! wwwwwwmwwwiwiwt FRÁ KJARA- RÁÐIBSRB KJARADMUR kvað í gæ.r upp dóm um kröfu Bæada- lags s arfsmanna rikis- og bæja um 15% launahoíkk- un til ríkisstarfsmanna. Kröf- unni var algerlega synjað af meirihluta dómenda. Krafa banalagsins var byggð á ákvæðum 7. grr. samningsréttarlaganna, sem tryggja eiga, að opinberir starfsmenn fái Miðstæðar Framhald á síðu 4 mwwwwwww»w>*wWM

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.