Alþýðublaðið - 01.04.1964, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 01.04.1964, Blaðsíða 8
tliPil í?öMs)0 ‘O'OMOCl Með sanni má segja að hver stór viðburðurinn rekin annan, hér- lendis sem erlendis. Atburðirnir hafa verið blöðunum kærkomið fréttaefni, eins og lesendur þeirra geta merkt. íbúar þessa lands geta búist við ýmsum náttúruhamför- um, svo sem jarðskjálftum, eld- gosum og ofviðrum. íbúum „túnahverfisins" hefur því vafalaust brugðið í brún á skýrdagsmorgun, er þeir við illan dráum vöknuðu við að þeir „vökn- uðu." Húsmunir flutu um nokkrar kjallaraíbúðir í Miðtúni og Hátúni en orsökin var vatnsflóð mikið er myndaðist er aðalvatnsæð sprakk í Laugarveginum, á móts við Tungu. Vatnshæðin komst upp í rúman metra í einni íbúðinni og má geta nærri að skemmdir urðu miklar. Hér jfiefur i-atnið flætt yfir götuna og grafið undan gangstéttar- hellum. Greina má hvemig' vatnið hefur leikið lóðina. Húsráðandi úr nærliggjandi húsi hugar að skemmdum, ófrýnn á svip að vonum. Lóðir voru illa útleiknar eftir flóðið, ekki síður en íbúðirnar. Ein- hverjum varð að orði, er hann leit meðfylgjandi myndir „að cins gott var að ekki fraus, þegar flóðið stóð sem hæst“. Það var lán í óláninu að engin slys urðu á mönnum í flóði þessu sem mun vera eitt mesta sem komið hefur í Reykjavík hin síðari árin og vonandi fá bæjarbúar ekki meira af slíku. Þess skal að lokum getið að Vatnsveita Reykjavíkur hefur heitið þeim bótum sem tjón hlutu í flóðinu. Húsráðandi fann gott ráð til að losna við vatnið úr íbúð sinni. Hann opnaði bakdyrnar og hleypti því út. Gunnar Gutmarsson, Miðtúni 72 „siglir“ kommóðunni út úr barna herberginu. Aðalgata Ancho: i beina vesturförum íslendinga | til Alaska og fá þá til að | nema landið. Var fyrirhugað, | að hið íslenzka landnám jn-ði einmitt á því svæði, sem varð | fyrir jarðskjálftanum mikla á | föstudaginn langa, á Kodiak- e eyju og við Cooksflóa, en þar | stendur borgin Anchorage nú. Jón Ólafsson skáld var aðal- \ hvatamaður þessara hugmynda \ og fór hann við þriðja mann \ til Alaska á kostnað banda- i risku stjórnarinnar til að i kanna landið. Sannfærðist | hann um, að þarna væri hið | fyrirheitna land íslendinga, og = skrifaði um það bók, sem gef- | in var út í Washington. Lét i Jón sig dreyma um, að „segj- i um 10 þúsundir” íslendinga i næmu Alaska, tala þeirra tvö- i faldaðist á 25 árum og yrðu i íslendingar þar „eftir þrjár til É fjórar aldir orðnir 100 milljón-' | ir”! Ýmsar sögulegar ástæður i ollu því, að hugmyndir um ís- i lenzkt landnám í Alaska komu upd og voru teknar eins alvar- lega og raun varð á. Ber fyrst | til að nefna, að allstór hópur íslendinga hafði farið vestur I um haf árið 1870-74. Röfðu i þeir setzt að á ýmsum stöðum I en meginfjöldi þeirra dvaldist i um hríð í borginni Milwaukee, • i sem er við Miehiganvatn, i skammt norðan við Chicago. | Voru beir að leita að stað fyr- = ir íslenzkt landnám, þar sem | unnt yrði að stofna nýtt ís- i iand og skapa menningar- i heild. þar sem töluð yrði ís- i lenzk turicta Ura þessar mund- i i* voru að byggjast ýmis auðug | ustu landbúnaðarhéruð Banda- i ríkjanna í miðvestur fylkjun- i urrj. Fóru íslenzkir sendimenn | meðal annars til Nebraska tíl i að kanna landkosti. Ekki mun | landanum þó hafa litist á að i setjast þar að, þar sem ekki í var siór eða vatn til fiskiróðra. I Af þessum sökum var leitað í lengra. bótt auðugt akurlendi i væri á næsta leiti. Skömmu áður en íslendingar | hófu vesturfarir, eða 1867, — | hafði Bandaríkjastjórn keypt ^iiiitiiiiiuiiuiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiniimii 8 1. apríl 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.