Alþýðublaðið - 01.04.1964, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 01.04.1964, Blaðsíða 10
Ármenningar komust i 6:0 - en Fram sigraði 23:17 FRAM sigraði Ármann í I. deild liflandsmótsins í handknattleik á Biamudag eftir harða- og skemmti lega baráttu. Ármenningum gekk ▼el 1 upphafi, en Fram sótti sig er á leið og sigraði verðskuldað. 4r Ármann komst í 6:0. Útlitið var alls ekki gott fyrir Fram, er 10 mínútur voru iiðnar •f leiknum gegn Ármenningiun, sex sinnum hafnaði boltinn í neti ★ Hér er staðan í I. deild karla Jiegar tvœr umferðir eru eftir. Þess skal þó getið, að enn er ó- átkljáð kaerumál í leik FH og Fram. Dómstóll HKRR mun hafa dæmt leikinn ógildan, en Fram hefur áfrýjað og ekki hef- ur enn heyrzt um endanlega nið- urstöðu. Hér cr staðan: Fram FH ÍR KR Víkingur Ármann 8 7 0 1 8 5 12 8 3 14 8 3 0 5 8 3 0 5 8 2 0 6 221:167 14 225:173 11 197:228 7 185:214 6 177:194 6 152:175 4 Sex leikir eru eftir í I. deild, á sunnudag Ieika ÍR-Ármann og Fram-KR. Sunnudaginn 12. apr. leika Víkingur-FH og ÍR-KR. — Loks leika Ármann-Fn og Fram- Víkingur sunnudaginn 15. april. Fram, en aldrei í neti Ármanns. Það var loks þegar tæpar ellefu mínútur voru liðnar af leiknum, að Ingólfur skoraði. Það sem or- sakaði þetta, var frábær vöm Ár menninga og þá fyrst og fremst markmannsins, Þorsteins Bjöms sonar og fum og óðagot Fram- ara. íslandsmeistararnir urðu dá- lítið taugaóstyrkir og skutu í von- lausu færi. Síðustu 10 mínútur hálfleiksins fór Fram-vélin í gang og þá var ekki að sökum að spyrja, mörkin komu hvert af öðm og í leikhléi var munurinn aðeins tvö mörk, 9:7 fyrir Ármann. ★ Fram jafnar eftir 3 mín. Framarar komu mjög ákveðnir til leiks eftir hlé og ekki voru nema þrjár minútur liðnar, þegar staðan var jöfn, 9 gegn 9. Minútu síðan náðu Ármenning- ar aftur forystu, er. Árni skoraði glæsilega af línu. En nú voru Fram arar ekki eins auðveldir viður- eignar og í fyrri hálfleik, Ingólf- ur skoraöi tvívegis og þarmeð komst Fram yfir 1 fyrsta sinn í leiknum. Tvívegis eftir þetta tókst Ármenningum að jafna 11:11 og 12:12, en eftir það náðu þeir ekki yfirhöndinni. Það sem eftir var til leiksloka hafði Fram yfir, þó að lengst af munaði einu eða tveim mörkum. Loks þegar rúmar fimm mínútur voru eftir, gáfu Ármenn- ingar sig og hvert markið af öðru hafnaði í markinu. Lokatölurnar voru 23 gegn 17. ★ Liðin. Ármenningar sýndu það í fyrri hálfleik, að ljðið getur ógnað beztu liðum, en það vantar úthald og taugamar eru ekki í réttu á- standl ó þýðingarmesta augna- blikinu. Langbezti leikmaður Ár- matms 1 þetta sinn var markmað- urinn Þorsteinn Björnsson, hann var oft eins og hreinn „artist” 1 markinu. Hörður og Árnl áttu einnig góðan leik. Framarar voru í upphafi slappir, en sóttu sig og unnu verðskuldað- an sigur. Karl Benediktsson sýndi mjög góðan leik, einn sinn bezta i langan tíma, og Ingólfur og Guð- jón voru góðir að venju. Flest mörk Framara skoraði Ing ólfur eða 8, Karl og Guðjón 6 hvor, Ágúst ? og Sigurður Einars- son 1. Árni skoraði flest mörk Ár- menninga, 6, Hörður 5, Jakob 3, Lúðvík 2 og Hans 1. Dómari var Gunnlaugur Hjálm- arsson og slapp vel frá leiknum. ★ Rostock, 30. marz. ntb-dpa. Austur-Þýzkaland sigraði Hol- land í undankeppni OL í knatt- spyrnu nieð 3:1. Áður höfðu Au.- Þjóðverjar sigrað Hollendinga 1:0 svo að þeir komast til Tokyo. ★ Kairo, 30. marz. (ntb-reut). Egyptar sigruðu Sudan 4:1 í undankeppni OL í knattspymu um páskana. ★ Philadelphia, 30. marz. ntb-r. C. Clay hefir verið boðin ein milljan dala, ef hann vill þreyta keppni við Doug Jones. Hér ræðir Sigurður Sigurðsson, fréttamaður útvarpsins við Hauk Sigurðsson, sem lagði allar svig- tfrautir Skíðamótsins á ísafirði. 10 1. apríl 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ Heinz skorar fyrir KR í leiknum gegn Víking. KR LÉK SÉR AÐ VÍKING i I. DEILD SIGRAÐI 27:16 Búizt var við baráttuleik milli Vík ings og KR, þar sem bæði liðin eru í fallhættu. Það fór þó á ann- an veg, aff vísu börffust KR-ingar vcl, en þaff sama verðnr ekki sagt um Víking. Liðiff var sundurlaust og algjörlega laust við baráttu- hug. KR-ingar sigruffu meff yfir- burðum, skoruðu 27 mörk gegn 16. KR-ingar skoruðu tvö fyrstu mörkin í leiknum og sýndu það strax í upphafi, að þeir myndu selja sig dýrt, enda mikið í húfi. Víkingar skoruðu að vísu mark á áttundu mínútu. 2:1 fyrir KR, en úr því fór að halla hratt á ógæfu- hlið fyrir Víking. KR-ingar skor- uðu hvert markið af öðru og stundum var mótstaðan næsta lítil. í leikhléi var staðan 13:6 fyrir KR. Það var aðeins fyrstu mínútur síðari hálfleiks, sem Víkingar héldu í við KR, en síðan breikk- aði munurinn óðum og um miðjan hðlfleikinn var 12 marka munur ál:9. Þá var eins og KR-ingum þætti nóg komið og slöppuðu af Lokatölurnar urðu 27 gegn 16 eins og fyrr segir. Ljóst var þegar í upphafi, að KR-ingar komu ákveðnir til leiks, og árangurinn varð eftir því. Guð- jón Ólafss. var í marki KR og varði það með miklum sóma og greini- legt er, að hann hefur engu gleymt þótt þyngri sé en í gamla daga. Ilann var jafnbezti leikmað- ur KR. Karl og Reynir ásamt ungu mönnunum áttu einnig góðan leik. Gísli Blöndal vakti t. d, tölu- verða athygli fyrir góðan leik. — Hjá Viking var fátt um fína drætti, liðið var sundurlaust og baráttuhugur viðsfiarri. Leikinn dæmdi Sveinn Kristjánsson. Mörk KR-inga skoruðu: Kai'l 9, Reynir og Heinz 5 hvor, Sigurður og Gísli 3 hvor og Ilerbert 2. Mörk Víkings skoruðu: Rósmund: ur 4, Pétur 3, Þórarinn, Ólafur og Gunnar 2 hver, og Hannes, Björn og Sigurður Hauks 1 hver. Eftir lelkinn á sunnudag eru þrjú lið enn í fallhættu, en Ár- menningar þó í mestri hættu. Þeir eiga eftir að leika við ÍR og FH og þurfa a. m. k. að sigra í öðr- um, til að eiga einhverja mögu- leika. KR á eftir að leika við ÍR og Fram og Vikingur við Fram og FH. Segia má. að úlitið sé þann- ig, að Ármann og KR hafði mögu- leika á að sigra í a. m. k. öðrum leiknum, sem eftir er, aftur á rnótt er hæpið, að Vikingur hljóti fleiri, stig, og alls ekki, ef liðið sýnir ekki betri leik en á sunnu- dag. Knatfspyrna Kaupmannahöfn, 30. marz. (ntb-rb). Keppnin í I. deildinni dönsku hófst um helgina. Úrslit urðu: B-1903 - B-93 1-1 B-1909-AB 2-1 KB-B1913 5-1 Vejle-Brönshöj 1-2 Esbjerg-AGF 2-2 Fram-B-1901 1-2

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.