Alþýðublaðið - 01.04.1964, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 01.04.1964, Blaðsíða 3
\ MESTU JARÐSKJÁLFTAR SÖGUNNAR Anchorage, 31. marz ■ i (NTB - Reuter) JARÐSKJÁLFTINN í Alaska hef- I ur að öllum líkindum kostað að | minnsta kosti 178 manns lífið, ! samkvæmt síðustu upplýsingum. í gær var talið að 104 liefðu farizt, en smám saman berast fréttir frá afskekktum svæðum. Flestar fréttirnar jum fleira fólk, sem farizt hefur, koma frá eynni Kodiak, en þar komu miklar flóð- bylgjur í kjölfar jarðskjálftanna. Talið er, að 72 manns hafi látið þar lífið. Nýju tölurnar ná ekki til þorps- ins Chenega við Prince William Sound. Óstaðfestar fréttir herma, að helmingur þorpsbúa, sem eru 45 talsins, hafi sennilega drukkn- að í flóðbylgjunni. Reykjavík, 31, marz - HP BIAÐIÐ átti í dag tal við frú Jóhönnu Blöndal á Sauðárkróki, konu Valgarðs, Blönda^ flugaf- greiðslumanns þar, en dóttir þeirra er búsett í Alaska. Dótir-, in, Álfheiður Blöndal, cr gift Henry Boucher, og eiga þau þrjú ung börn. Jóhanna sagðist ekki hafa náð símasambandli við Álf- heiði, fyrr en í morgun, en létti þá mjög, því að hún var þá heil á húfi, og hafði henni eða fjöl- skyldu hennar ekkert orðið að meini. Er hún búsett í Fairbanks, sem er langt inn í l'andi, og var ekki að heyra, að jarðskjálftans licfði orðið vart þar. Maðm- lienn- ar var ekkj heima, þegar jarð- skjálf'arnir urðu í Alaska, en hann er baseball-þjálfari og var í íþrótta leiðangri. Hann rekur auk þess sportvöruverzlun í Fairbauks. Aðspurð kvaðst Jóhanna ekki vita um aðra íslendinga, sem nú væru í Alaska, en konu, sem kvænt er Bandaríkjamanni, er um eitt skeið vann á Keflavíkurflugvelli. Ekki vissi hún nafn hennar, en í síðasta bréfinu frá Álfheiði skýrði hún frá því, að þessi kona væri nýflut’ í sam hús og hún, og þætti sér mjög ánægiulegt að fá íslend- ing í húsið. Má telja víst, að ekk- ert hafi komið fyrir hana. MUMMvwmimvmMmvMú Gylfi Þ. Gíslason talar um jafn- aðarstefnuna FIMMTUDAGINN 2. apríl talar Gylfi 1», Gíslason, menntamálaráðherra, um jafnaðasutefnlma á vegum stjórnmálaskóla Féiags ungra jafnaðarmanna. Erindið verð ur fíu't í Alþýðuhúsinu í Hafnarfirði, og hefst klulck- an 8,30. e.h. MtvwvMvtwvvvvvvvvmmw Ekki varð vart nýrra jarð- skjálftakippa i dag. Jarðskjálfta, sem mældist í Kalíforníu, varð ekki vart í Alaska. Borgarstjórinn í Anchorage, Ge- orge Sharnock, sagði á blaða- mannafundi, að tjón hefði orðið mest á stöðum, þar sem jarðvegur inn er aðallega úr sandi eða leir, en þar mynduðust stórar sprung- ur. Hann vildi ekki hafna þeirri hugmynd umsvifalaust, að við- skiptahverfi bæjarins verði flutt frá þessum svæðum. Gífurlegt viðreisnarstarf bíður íbúanna i Alaska eftir jarðskjálft- ann og flóðbylgjuna, sem valdið hafa tjóni á mannvirkjum er nema munu um 10 milljörðum ísl. króna. Jarðskiálftinn kom að kvöldi föstudagsins langa (á laugardags- morgni eftir ísl. tíma). Ríkisstiór- inn í Alaska. William Egan, skvrði svo frá, þegar hann liafði flogið yfir Valez. Anchorage, Seward. Ko diak og aðra bá bæi, sem harðast hafa orSífi úti í jarðskjálftunum, að tiónið næmi a. m. k. 250 millj- ónum dollara. í Va'dez, sem hefur um 1.000 íhúa. fóy’st 32 og 90% bvgginga í hænum löskuðust. Fulltrúi Lloyds í Ancliorage segir að höfnin i Val- dez hafi evðilagzt með öllu. Af oninberri hálfu var sagt. að í Anchorage, sem er stærsti hær Alaska með um 100.000 íbúa, hefðu 7 manns látið lífið, en tveegia vTar saknað. Eignatión i Ancbo- rega nemur 200 milliónum doll- ara. b. e. urn 8. 4 milljörðum ísl- króna. Nýjar sprungur mynduðust í An chorage á mánudag og margar bvggingar sukku dvnra. Helming- ur liúsa í Anchorage munu hafa laskast á föstudaginn. Persónulegur fulltrúi Jolinsons forseta sagði. að hann hefði skvrt forsetanum frá því, að Alaska barfnaðist verulegrar aðstoðar sambandsstiórnarinnar til að geta komið fótunum undir efnahaginn. Er betfa gerðist liafði forsetinn lýst yfir neyðarástandi í Alaska. Híáluræðisherinn liefur skotið skiólshúsi yfir hundruð húsnæðis- lausra manna. Matvælabirgðir bæj arins munu nægja til eins mánað- ar, en nauðsynlegt verður að flvtia birgðir til bæjarins. Viðreisnar- nefnd sat á fundi á mánudag og ræddi áætlun um endurreisn mið- hæiarins í Anchorage. Þangað fá- cngir að fara nema þeir sem liafa sérstök vegabréf. í öryggisskyni hafa margir verið bólusettir við taugaveiki, en menn eru ekki skyld aðir til bess, enda liafa heilbrigð- isyfirvöld ekki nægar birgðir af bóluefni. Bankar, barir og áfengisverzlan ir í Anchorage hafa verið lokaðar síðan á föstudag. Matvörubúðir voru opnaðar á laugardag, en fólki var sagt að hamstra ekki. Síðan á laugardag hafa læknar og hjúkrun arkonur, hiálparlið hermanna og starfsfólk Rauða krossins streymt til Alaska hvaðanæva að úr Banda ríkiunum. Miklir kuldar hafa tor- veldið biörgunarstarfið. Bandarískir sérfræðingar segja, ’að jarðskjálftinn hafi verið tíu milljón sinnum öflugri en kiarn- orkusprengjan, sem var á Hiros- hima 1945. Kippirnir voru eins liarðir og jarðskjálftinn í San Fran cisco 1906. Þannig var umhorfs á aðalgötu Anchorage, höfuðborgar Alaska, eftir jarðskjálftann mikla á skirdag. Flugskýlið brann á örskammri stundu Reykjavík, 31. marz - HP Flugafgreiðsluskýlið á Egils- stöðum brann til kaldra kola á páskadagsmorgun með öllu, sem í því var. Brann það á örskömmum tíma, svo að slökkviliðið gerði ekki annað en slökkva í rústunum. Af- gtreiðsta flugfélagjsins hefuH nú verið flutt í hluta af nýrri flug- stöðvarbyggingu, sem er í smiðum á Egilsstöðum. Það var kaupfélagstjórinn á Eg- ilsstöðum, sem varð eldsins var fyrstur manna, þegar honum varð litið út um glugga heima hjá sér kl. 6.30 á páskadagsmorgun. Sá hann, að reyk lagði úr skýl- inu og gerði slökkviliðinu á Egils- stöðum þegar aðvart. Kom það á staðinn eftir sutta stund, en þá stóð ekki uppi annað en hluti af einum veggnum. Skýlið var 60 fermetra timburhús, klætt innan með texi, byggt fyrir röskum tíu árum. Húsið var eign flugráðs, sem leigði Flugfélagi íslands það. Hafði félagið þar biðsal og skrif- stofu. Húsið var tryggt skyldu- tryggingu, og áhöld flugfélagsins munu einnig hafa verið tryggð, en tjónið hefur ekki enn verið metið að fullu. Vagnar og fleiri tæki, sem stóðu úti fyrir skýlinu, urðu einnig fyrir nokkrum skemmd um í brunanum. — Eldsupptök eru ókunn. BARNATÓNLEIKAR Sinfóníuliljómsveitin efnir til nýstárlegra tónleika í Háskólabíói,, klukkan 5, á fimmtudag. Eru þetta barnatónleikar, sem einkum eru ætlaðir börnum á aldrinum 5-10 ára. Hljómleikarnir munu standa í um það bil eina klukkustund og verða eingöngu leiknir stuttir kaflar, 3-4 mínútur, og verða skýr- ingar á verkunum fluttar jafnóð- um. Þær eru samdar af hljóm- sveitarstjóranum Igor Butetoff, en fiuttar af Lárusi Pálssyni, leikara. Tónleikar þessir eru haldnir að undirlagi Buketoffs, liljómsveitar- stjóra, en hann hefur stjórnað mörgum tónleikum, sem þessum, í Bandaríkjunum með góðum á- rangri og við góðar undirtektir. Meðal annars stjórnaði hann um fimm ára skeið frá 1948-1953 barnatónleikum New Philharmo- jiic hljómsveitarinnar og einnig hefur hann stjórnað sinfóníutón- leikum fyrir börn hjá NBC sjón- vaxpsátöðinni. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 1. apríl 1964 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.