Alþýðublaðið - 01.04.1964, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 01.04.1964, Blaðsíða 6
Aukið eftirlit með lyfjum Set.ar hafa verið talsvert strang ari reglur um öryggi og áhrif lyfja í Evrópu á síðustu árum, kom fram á ráðstefnu í Moskvu nýlega um eitur í lyfjum. Tilefnið var þau óhöpp, sem leitt hafa til þess, að allmörg lyf hafa verið dregin til baka af markaðinum. Ráðstefnan var haldin að und- irlagi Alþjóðaheilbrigðismálastofn unarinnar (WHO), eða réUara sagt Evrópudeildar hennar, sem hef- ur aðsetur í Kaupmannahöfn. Þátt takendur voru vísindamenn og sér fræð.ngar í heilbrigðismálum frá níu þjóðum, þeirra á meðal Ake Liijestrand frá sænsku heilbrigðis málastjórninni. WHO sendir nú aðvaranir til alira landa um ný lyf, sem grunuð eru um að hafa skaðvænleg áhrif. Á liðnu ári voru sendar út 16 slík- ar aðvaranir. Á ráðstefnunni í Moskvu var mælt með því, að öll ný lyf væru ófáanleg nema gegn lyfseðli a. m. k. þrjú ár og kannski lengur. Væri skýrt tekið fram að lyfin væru ný á öllum lyfseðlum, mundi það hafa í för með sér meiri varúð og aukna aðgætni gagnvart skaðvæniegum áhrifum þeirra. I Notkun almennings á iyfum án , eftirlits lækna, sem er örvuð með I auglýsingaherferðum í stórum stíl, hefur í för með sér sívaxandi | hættu vegna langvinnrar eitrunar og vananeyzlu. Ráðstefnan hvatti öll ríki heims til að taka til at- hugunar bönn við slíkum auglýs- {ingum. Ekki einu sinni læknarnir sjálf ir eru fullkomlega óhultir fyrir þeim hæitum, sem yfirdrifnar iyfja-augiýsingar fela í sér, eink- Framh • 13. siou g „ gg §# A'izia Gur, „ungfrú ísrael 1960“ — er stödd á Kanaríeyjum ] jj isn þes«ar mundir og leikur þar í mynd, sem á að heita „'Wond- ; g e> fíú Life“. fj Myndin er af Aliziu og mótleikara hennar, sem Albert heitir. y U AI;'ert er úlfaldi. Eins og sjá má af myndinni er titillinn, sem ■ r’ h-nni var veittur árið 1960, alls ekki út í bláiim. *= ’ y ’ •í’rnt þeim Albert, leikur Cliff Richard í myndinni. 1íiHinmffiKíiiiitæiiei:iiii!iiai[]ii[uiiiiiiiiiiiiiiJiiiii!iiit!i!{iiitiiii:iitiiuii]ii!iii!![iii!!!iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiupui!iiuiii!iiiiiiiiiiiiiiif!iHiiuuiiiiiiiuijiiJuiuiijiiiiiij;inuuiiiJUiiiiiiuis 0 í. apríl 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ George Harrison, bítill, varð 21 árs um daginn. Hann er yngstur þeirra kumpána frá Liver- pool. Hann situr þarna í góðu yfirlæti og opnar afmæliskort, en af þeim fékk haun ómælt eins og sjá má. Stúlkurnar, sem eru hjá honum í hrúgunni eru ritarar bítlavinafélags eins, en þau eru mörg orðin í Englandi. mimmummuHimminnmunnumiu.'uunjiuiuuuuiuiimiiin •iiiiiinuiiiiiuwutmimumuuiuimmiimiámHmuiuiuiu'jiuutuuMniiuimi.miumiwniiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiimiiiimiiMMMummiiiiiiiii Berjast við flestar tungur veraldarinnar Tungumálavandamál Samein- uðu þjóðanna er efni, sem mai’gir hafa áhuga á. Það kemur m. a. I Iðnvæðing í byggingaiðnaðinum með það fyrir augum að auka af- kösán og gera vinnu hagkvæmari er höfuðefnið á námskeiði, sem Efnahagsnefnd SÞ fyrir Evrópu (ECE) efnir til í Prag dagana 19. -30. apríl. Höfuðáherzla verður lögð á byggingu íbúðarhúsnæðis. Hinar tæknilegu skýrslur, sem lagð ar verða til grundvallar umræðun- um, koma m. a. frá Danmörku. í Evrópu veita nú einstök ríki miili 15 og 20 af hundraði fjár- muna sinna til bygginga-, viðgerða og viðhaldríramkvæmda, og er tveim þriðju hlutum af þessu fé varið til eiginlegra byggingafram kvæmda. sgmkvæmt upplýsingum ECE. Milli 5 og 7 af hundraði hins samanlagða vinnuafls starfa inn- an byvRingaiðnaðarins. Sé líka tekið með í reikninginn bygg- ingarefni og aðrar einingar, sem framleiddar eru í verksmiðjum og f'uttar t'l nýbygginga, þá er um fimmtungur vinnuafls starfandi í bygg’'nfaiðnaðinum. í flestum löndum fullnægir fram I leiðslan ekki eftirspurn, og af þeim sökum hefur byggingaiðnaðurinn lykilaðstöðu í hagkerfum um- ; ræddra landa. Fjármagn, vélvæð- j ing og framleiðni er víðast hvar minni í byggingaiðnaðinum en í öðrum iðngre.num, og atvinnu'eysi er þar meira, ibæði eftir árstíðum og þegar á heildina er litið. Stjó'narvöld í flestum löndum Evrópu hafa á síðustu árum leit- azt við að gera ráðstafanir, sem gætu aukið afköst og framleiðni í Framh. á t. slðt. fram í margs konar fyrirspurnum og tillögum, sem samtökunum ber ast. Venjulega eru það hinir sögu- frægu túlkar, er þýða ræður full- trúanna jafnóðum, sem menn vilja fá að vita meira um. En til er ann ar stói; hópur málamanna hjá SÞ sem sjaldan er talað um, en það eru þýðendurnir. Þeir eru ekki síður snjallir en túlkarnir og fást ekki einungis við hin fimm opin- beru tungumál Sameinuðu þjóð- anna, heldur mörg önnur meira eða minna erfið mál, sem töluð eru í hinum 113 aðildarríkjum samtak- anna. í síðasta hefti af starfsmanna- blaði SÞ „Secretawat News", seg- ir einn þessara þýðenda frá s arfi sínu. Skrifstofa SÞ hefur fimm „máladeildir", eina fyrir hvert liinna opinberu mála, ensku, frönsku, rússnesku, spænsku og kínversku. Þýðingarnar eru í tveim flokkum, annars vegar skjöl, bréf o. fl„ frá aðildarríkjunum, hins vegar opinber skjöl Sameinuðu þjóðanna. Áður urðu aðildarríkin að senda skýrslur sínar á einu op- inberu málanna, en þess er ekki lengur krafizt. Af því leiðir að til aðalstöðvanna í New York streyma skjöl á ótal tungum, og þýðendurn ir hafa nóg að gera. Spurt hefur verið, hvort þýðingavélar gætu tek ið við hlutverki þeirra, en það mundi sennilega skapa enn meiri glundroða í alþjóðamálum en nú er, því orð hafa svo margar merk ingar og blæbrigði. Góða nótt, nú er kominn háttatími.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.