Alþýðublaðið - 02.04.1964, Side 10
Forsendur kjaradóms
Framh. af bls 1
«ra, þegar þess er gætt, að lögin
taka til starfsmanna, sem ekki
mega knýja fram kröfur sínar
meö valdbeitingu, en hafa í bráð
sætt sig við þær leiðir í þeim
efnum, sem ræðir í lögum nr.
55, 1962. Eru enda til önnur dæmi
tim það hér á landi, að kaup einn-
ar stéttar fylgi kjörum annarra
lögum samkvæmt.
Það liggur fyrir í málinu, við-
Urkennt af varnaraðila, að siðan
Iaun starfsmanna rikisins, er
gilda áttu til ársloka 1963, voru
ákveðin af Kjaradómi hinn 3. júlí
1963{ hafi orðið í landinu al-
mennar og verulegar kauphækk-
*nir. Er mál þetta því réttilega
böfðað fyrir Kjaradómi, eftir að
fram höfðu farið samninga- og
Báttaumleitanir um kröfu sóknar-
aðila, eins og lögin mæla fyrir |
tim. Af gögnum málsins má sjá, •
að hin almenna hækkun er ekki
minni en 15%, og hefur öðru
ekki verið haldið fram hér fyrir
ðómi.
Auk þess, sem áður er getið,
skal Kjaradómur við úrlausnir
sínar hafa hliðsjón af „kröfum,
sem gerðar eru til menntunar,
ábyrgðar og sérhæfni starfs-
manna,” sbr. 2. tl. 20. gr. laga nr.
55, 1962, og „afkomuhorfum
þjóðarbúsins”, sbr. 3. tlT sömu
greinar. Dómur Kjaradóms frá 3.
júlí 1963 byggist m. a. á tilliti
til þessara atriða beggja, eins og
þar kemur fram. Hið fyrra er ekki
til sjálfstæðrar úrlausnar í máli
þessu, en varnaraðili hefur mjög
Vikið að hinu síðara í málflutn-
ingi sínum hér og byggt sýk'nu-
kröfu sína að verulegu leyti á
þvi, að kauphækkun til starfs-
rtianna ríkisins nú kæmi af stað
nýjum víxlhækkunum kaupgjalds.
Að þessu eru ekki færð sérstök
rök, og verður ekki á það fallizt,
að leiðrétting á launum rikis-
starfsmanna til samræmis við
aðrar stéttir samkvæmt tilgangi
2. mgr. 7. gr. laga nr. 55, 1962,
sé þjóðarbúinu háskaleg, sérstak-
lega þegar þess er gætt, að sam-
kvæmt gögnum, sem dómurinn
hefur aflað sér, búa nú þegar
margir ríkisstarfsmenn við lak-
ara launahlutfall gagnvart öðrum
stéttum en þeir gerðu, áður en
laun þeirra voru lagfærð með
dómi Kjaradóms 3. júlí 1963.
Ber því að taka kröfu sóknar-
aðiia í máli þessu til greina.
Varnaraðili hefur haft uppi í
málinu skilyrtar varakröfur, eins
og að framan hefur verið rakið.
Ákvæði 1. málsl. 7. gr. laga nr.
55, 1962 beinast að endurskoðun
á kaupgjaldsákvæðum samnings,
þegar almennar breytingar hafa
orðið, og verða ekki rétt skilin
á annan hátt en þann, að aðeins
megi bera fram kröfur til sam-
ræmingar við áorðna almenna
breytingu. Varakröfur varnarað-
ila stefna. allar til lækkunar á
launum, ýmist beint tölulega eða
vegna breyttra tímamarka. Ekkert
liggur fyrir í málinu um, að á
almennum vinnumarkaði hafi
orðið breyting á þessum atriðum,
er sé í hag ríkisstarfsmönnum í
hlutfalli við aðrar stéttir eftir
gildistöku dóms Kjaradóms frá 3.
júlí 1963. Þá verður eigi séð af
vísan málsins til Kjaradóms, að
um kröfur þessar hafi verið fjall-
að I samningaumleitunum eða
sáttaumleitunum, svo sem ráð er
fyrir gert í síðari málslið 2. mgr.
laga nr. 55, 1962. Ber því að vísa
varakröfum varnaraðila frá dómi.
D ó m s o r ð :
Hækka skal föst laun og yfir-
vinnukaup ríkisstarfsmanna um
15% frá 1. janúar 1964 að telja.
Varakröfum varnaraðila í máli
þessu vfsast frá dómi.
Eyjólfur Jónsson.”
fyrir
sjálfvirk
kynditæki
fyrir
Súg-
kyndingu
aðeins
það
bezta.
jafnan fyrir-
liggjandi.
Vélsmiðja
Björns Magnússonar.
Keflavík,
sími 1737 og 1175.
Faliegur staður...
Frh. af 5. síðu.
ur sjaldan fé úr sínum eigin vasa
til að gera þær umbætur á nátt-
úru landsins, sem flestir munu
telja eðlilegan bagga á herðum
ríkisins. En þegar einstakur mað-
ur eða fjölskylda leggja í mikinn
kostnað við náttúrufegurð í land-
inu, sem verður eigendunum fyrst
og fremst úl gagns og gleði, en
þar að auki þykir fjölda ferða-
manna, innlendra og útlendra,
meira koma til landsins fyrir þess
ar umbætur, þá er með öllu óhugs-
andi, að þjóðfélagið leggi auka-
skatt á eigendur þessara staða.
Hér ætti heldur að þakka fram-
sýni og hugulsemi, sem verður til
gagns og gleði öllum, sem á stað-
, inn koma.
; Ég vil enda þessar línur með
| því að benda ferðamönnum, sem
i til Mývatnssveitar koma á, að heim
sókn að Höfða í góðu veðri, jafn-
gildir ferð í Dimmuborgir, og er
þá mikið sagt. Þar að auki vil ég
óska, að forráðamenn rafmagns-
I og ferðamála sýni eigendum Höfða
viðurkenningu fyrir fegrun staðar-
! ins méð því að láta þá um útgjöld
til rafmagnsmála sitja við sama
borð og aðra bændur í sveitinni.
Þegar það kemur fyrir, að efnað
fólk leggur fé fram til almennings
þarfa, án aðhalds mannfélagsins,
þá ber að þakka slíka framkvæmd
og þakka í verki. Hér er eftirtekt-
arvert fordæmi bæði fyrir þá, sem
geta lagt fram fé til að prýða land
ið, og forráðamenn þjóðfélagsins,
sem þurfa að koma þannig fram
við einstaklingana, að í því liggi
hvatning fyrir menn að gera jafn
vel eða betur. Meðferð hjónanna,
sem hafa eignazt og byggt Höfða
er þess eðlis að þangað munu marg
I ir sækjá og fjö’ga með kynslóðum.
Eigendur Höfða hafa göfgað og
prýtt staðinn fyrir alla þá, sem
þangað koma og verða hugfangnír
í fegurð náttúrunnav og verkum
mannsins.
2. apríl 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ
Stjórnmálaskóli
DAGSKRÁ:
Fimmtudaginn
9. apríl flytur
utanríkisráðherra,
Guðm. í Guð-
mundsson erindi
um utanrfkismál.
Að erindi Eimils Jónssonar loknu verður skólanum siitið með hófi í Alþýðu
húsi Hafnarfjarðar. öll erindi hefjast klukkan 8>30. Pélagsmálaráðherra og
menntamáiaráðherra tala í Alþýðohúsinu Hafnarfirði, en öll önnur erindi
verða flutt í Burst, Stórholti 1
Félög ungra jafnaðarmanna I Rvík og Hafnarfirði.
Flóttamenn...
Framhald af síðu 5.
mír sem óaðskiljanlegan hluta
indverska ríkisins.
*** ENGAR NÝJAR
BYRÐAR
í innanlandsmálum hefur
mikilvægasti atburðurinn síð-
ustu mánuðina verið afgreiðsla
nýrra fjárlaga, en útgjöld
þeirra nema um 20 miÞjörðum
rúpía (um 180 milljörðum ísl.
króna). í fyrsta skipti frá sjálfs
stæðistökunni eru á fjárlögun-
um engar nýjar byrðar á hinn
mikla meirihluta landsmanna.
Þvert á móti var neyzluskattur
á vörutegundum eins og sápu
og tóbaki lækkaður lítilshátt-
ar, svo og tekjuskattur hinna
lægst launuðu, og takmörk
þeirra tekna, sem lögin um
skylduinnistæður á bönkum
(þau voru sett eftir árás Kín-
verja í hitteðfyrra) bitna á,
voru hækkuð í 15 þús. rúpíur.
Á hinn bóginn voru skattar
hækkaðir á eignum, arfi, gjöf-
um og arðij einkum arði við
sölu húsa og jarðeigna. Skip-
uð hefur verið nefnd til að
rannsaka einokun og fjármála-
ráðherrann hefur heitið aðgerð
um til þess að gera skattainn-
heimtu og niðurjöfnun trygg-
ari. Þannig að fram , dags-
ljósið komi tekjur og . eignir,
sem svikið hefur verið undan
skatti. Skattasvik þessi hafa
eftir ö'lu að dæma orðið mjög
alvarleg og víðtæk.
*** SLÆM UPPSKERA.
En þótt ríkið leggi ekki nýj-
ar byrðar á hinn venjulega
skattgreiðanda í ár bitnar verð
hækkun matvæla hart á hon-
um. Landbúnaðarframleiðslan
hefur brugðizt á undanfömum
árum. 1961-1962 nam aukning
in aðeins 1.2% og 1962-J1963
minnkaði hún um 3,3%. Horf-
umar fyrir 1963Ó964 eru einn
ig slæmar, því að langur vet-
ur hefur valdið miklu tjóni á
hvéiti-uppskertmni. A1 varlegri
hættu á hungursneyð hefur ver
ið bægt, frá þar sem Banda-
ríkjamenn hafa látið í té mik
ið magn af hveiti með góðum
kjörum. (Kusum' Nair). i
Deildarlæknisstaða
Staða deildarlæknis við Fæðingardeild Landspítalans er
laus til umsóknar. Laun samkvæmt kjarasamningum opin-
berra starísnumna. Umsóknir með upplýsingum um ald-
ur, námsferil og fyrri störf sendist til stjórnamefndar rik-
isspítalanna fyrir 2. maí n.k.
Reykjavík, 31. marz 1964.
SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA.
vantar ungl-inga til að bera blaðið t.i) áskrif-
enda í bessxim hverfum:
★ Höfðahverfi ★ Tjarnargötu
Afgrei^sla Alþýðublaðsm» 1
Sfml 14 900
DUGLEGUR SENDISVEINN OSKAST
Vinnutími fyrir hádegi.
Þarf að hafa reiðhjól.
Alþýðublaðið, sími 14 900.
Eiginmaður minn
Ólafur Túbals
listmálari, Múlakoti í Fljótshlíð,
sem andaðist þann 27. marz, verður jarðsunginn frá Hlíðarenda
kirkju laugardaginn 4. apríl kl. 2.
Jarðsett verður í heimagrafreit.
Bílferð verður frá B.S.Í. kl. 11 f. b.
Lára Eyjólfsdóttir.