Alþýðublaðið - 14.05.1964, Blaðsíða 5
Sjötug í dag:
*
Helga Margrét Jónsdóttir frá
ísafirði, nú til heimilis að Köldu
kinn 1 í Hafnarfirði á sjötugsaf-
mæli í dag.
Hún er fædd 14. maí 1894 í Mos
dal í Önundarfirði V.-ísafjarðar-
sýslu.
Foreldrar Helgu Margrétar voru
Ólöf Jónsdóttir og Jón Jónsson,
er um margra ára skeið bjuggu að
Vífilsmýrum í Onundarfirði, en
þangað flutti hún með þeim
tveggja vikna gömui. Að Vífils-
mýrum ólst He.ga Margrét upp
hjá foreldrum sinum og vandist
snemma á að vinna hörðum hönd-
um, eins og þá var dtt um ung-
menni þeirra tíma.
Tuttugu og þriggja ára, fluttist
Helga Margrét með festarmanni
sínum Einari Eyjóifssyni til ísa-
fjarðar. Þar gengu þau í lijóna-
band 1917, og bjuggu á ísafirði
nm þrjátíu og fimm ára skeið, eða
allt til ársins 1952 að þau fluttu
til Hafnarfjarðar. Það er ekki
ætlun mín meö þessum fátæku
línum að rekja lífssögu Helgu
Margrétar, enda vona ég að enn
líði mörg ár, unz sú saga verður
öll.
Æfi hennar í uppvexti og á
fuilorðinsárum mun um flest hafa
verið svipuð og fjölda annarra
kvenna úr alþýðustétt, er úr grasi
uxu um og upp úr síðustu a.da-
mó-um, er einkennist fyrst og
fremst af vinnu, mikilli vinnu,
löngum starfsdegi og erfiði, er
æði oft skilaði litlum eftirtekjum
umfram það, sem lieilbrigð hraust
kona naut þess að finna ólgandi
lífsþrótt sinn fá mrás í starfinu.
Fyrstu kynni mín af Helgu
Margréti voru þá, er hún stóð við
sama fiskiþvottakar og móðir min
heitin í Neðslakqupstaðri'um á
ísafirði og þær ásami fleiri unnu
að fiskiþvotti af slíku kappi að
þreki þeirra virtust engin tak-
mörk sett. Heimili Helgu Mar-
grétar var uppundir fjallshlíð-
inni efst í bænum, en vinnustað-
urinn niðri á ,,Tanga“. Þessa vega
lengd gekk hún heim og að heim
an dag hvern í matarhléinu, sem
var 1 klukkustund og framreiddi
miðdegismatinn handa bömum
sínum og manni, og útbjó nestið
þeirra með síðdegiskaffinu. En á-
vallt var hún komin til vinnu
sinnar á réttum tíma og ein sú
fyrsta, er hóf starf að loknu mat-
arhléi.
Þrek hennar og trúmennska í
starfi var tiltekið og rómað. Hvíld
arstundir hvers sólarhrings á þess
um árum voru áreiðanlega ekki
margar. Þau hjón Helga Margrét
og Einar Eyjólfsson voru mjög
samhent og leituðust við að búa
börnum sínum no.alegt og gott
heimili, þar sem ástúð og um-
hyggja réði ríkjum. Bæði öfluðu
þau heimiii sínu tekna með því, að
leggja hart að sér í störfum utan
þess, hann við sjósókn, fiskvinnu,
og slðar sem fiskimatsmaður og
hún, eins og áður segir við fisk-
þvott og fiskvinnu allskonar, er
til féll. Að loknu erfiðum og löng
um vinnudegi var svo unnið inn-
an heimilisins og ekki af sér dreg-
ið.
Helga Margrét er harðgreind
kona, og mundi hafa þegið að eiga
þess kosc, að helga sig skólanámi
í uppvextinum, en slíkt var ekki
um að ræða. Hins vegar hefur hún
reynt að bæta sér upp tapið með
lestri góðra bóka, er tími til slíks
hefur gefist.
Á árum þeirra Helgu Margrét-
ar og Einars á ísafirði óx verka-
lýðsfélagið Baldur og alþýðusam-
tökin í bænum úr veikburða fél-
agshreyfingu í þróttmikil baráttu
tæki fyrir alþýðu bæjarins er skap
aði stritandi fólki aukin mannrétt
Helg a Margrét Jónsdóttir
indi og bætt lífskjör.
Þau Helga Margrét og Einar
skipuðu sér snemma í fylkingu
samtakanna og unnu þar sem ann
arsstaðar af miklu þreki og trú-
mennsku við göfugan málstað. Á
þessum merku tímamótum í æfi
Helgu Margrétar vil ég þakka
þeim hjónum órofa tryggð í fél-
agsmálabaráctunni á ísafirði.
Helga Margrét mun 'með réttu
geta talið sig lánsmanneskju. Þótt
hún hafi unnið langan og erfið-
an vinnudag, hefi ég aldrei orðið
þess var að hún liti á vinnuna sem
böl, þvert á móti. Hún hlaut góð-
an lífsförunaut og barnalán þeirra
hefur verið mikið.
Á lífi eiga þau Helga Margrét
og Einar sex börn. Öll eru þau nú
fullorðið, myndar og dugnaðar
fólk,. sem nýtur mikils traust á
starfsvettvangi þeim, er þau hafn
haslað séc völl.
Börnin eru:
Þorbjörg gift Ágústi Jónssyni,
blikksmið í Hafnarfirði, Ólafur
framkvæmdastjóri Innkaupasam-
bands apótekara í Reykjavik,
kvæntur Guðrúnu Sigurðardóttur,
Ásgeir, skrifstofustjóri hjá flug
máiastjóra á Kef.avíkurflugveöiV
kvæntur Guðrúnu Ólaísdóitur, Ö*
öf gift Magnúsi Gunnlaugssyni,
netagerðameistara í Hafnarfirði,
Ellen gift Ingva Guðmunclssyni,
trésmið í Kópavogi, og Hrcfna
gift Ævari Hjaltasyni vélsmið 3
Hafnarfirði.
Barnabörn þeirra Helgu Mar-
grétar og Einars munu vera 26 og
barnabörn 5. Allt er þetca mikið
efnisfó.k og geta þau því me3
sanni verið stolt af framlagi slnw
til vaxtar og velgengis íslenzkw
þjóðlífi.
Eins og fyrr hefur verið getíð,
búa þau Helga Margrét og Einar
nú að Köldukinn 1 Hafnarfirðl,
þar sem þau eiga litla en snotra
og hlýlega íbúð. íbúð, sem ber
vott um hreinlæti og þrifnað húa
móurinnar og snyrtimennsku hÚ3
bóndans. Þar una þau glöð við
sitt og líta farinn veg með þakk-
látum huga og horfa björtum aug-
um hvern komandi dag. Ég teV
þau handhafa þess auðs, sem möi
ur og rið fær ekki grandað.
Á sjötugsafmælinu óska ég
Helgu Margréti allra heilla og
blessunar í nútið og framtíð, og
þakka af alhug samstarf og góð
kynni liðinna ára.
Helgi Hannessoa,
ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 14. maí 1964 §
___„ ___________ reta
BREZK hersveit var send
■'flugleiðis frá London til
Aden í Suður-Arabiu fyr-
ir rúmri viku. Hermennirnir
eiga að verja það sem nú kall-
ast Suður-arabíska sambands-
ríkið gegn ættbálkastríðsmönn
um, sem hafa haft sig mikið
í frammi á svæðinu milli bæj-
anna Aden. og Dhala. Síðar-
nefndi bærinn er við landa-
mæri Jemen. Það mun vera
hinn uppreisnargjarni Radfani
ættbálkur, sem hefur látið til
skarar skríða, en áhyggjur
manna í London scafa af því, að
ættbálkastríðsmennirnir munu
nú hafa fengið stuðning frá
Jemen.
í Jemen geisar enn borgara
styrjöld. Lýðveldisstjórn, sem
fylgir Egyptum að málum, hef
ur verið komið á fót, en hún
verður enn að berjast gegn
ættbálkurn, sem halda tryggð
við Imaminn eða konunginn,
sem steypt var af stóli.
Nasser forseti hefur sent her
sveitir'til að aðstoða lýðveldið
og að sögn brezku stjórnarinn-
ar mun fjöldi hermannanna
hafa aukizc úr 28.000 í 40.000.
Þegar Nasser sagði síðan í
ferð sinni til Jemen fyrir
skemmstu, að takmark hans
væri að reka Breta úr öllum
Arabalöndum, grunar menn í
London, að Egyptar standi á
bak við slcærur þær sem bloss
að hafa upp í Aden.
Auk herstöðvarinnar í Aden
hafa Bretar einnig í þessum
hluta heims herstöð í Líbýu og
á Kýpur. Kairó-stjórnin hefur
einnig farið hörðum orðum um
hersiöðina í Líbýu, og sú spum
ing vaknar hvort í aðsigi sé
ný deila milli Bretlands og
Egyptalands Nassers. í Lond-
on efast margir um, hvort
nokkurt vit sé í því að hætta
á deilu til þess að halda her-
stöðinni í Aden — eða nokkr-
um öðrum herscöðvum.
ff töðugt verður að senda
* brezkar hersveitir á vett-
vang — til Kýpur, Austur-
Afríku, Borneó og Suður-Ara-
bíu. Hvers vegna alltaf brezk-
ar hersveitir? Svarið liggur
nokkuð ljóst fyrir.
Hið mikla brezka heimsveldi
tilheyrir nú sögunni, en spurn
ingin, sem Breiar spyrja nú, er
þessi: Tökum við að okkur þess
ar hemaðarlegu skuldbinding
ar til þess að verja mikilvæga
brezka hagsmuni, eða er á-
stæðan einungis hefð og vani?
Helzia hlutverk hins um-
fangsmikla nets brezkra her-
stöðva frá Gíbraltar um Möltu
og Kýpur, Súez og Aden, alla
leið til Singapore, var að verja
gimstein brezku krúnunnar,
Brezkt stórskotalið í Suður-Arabíu.
Indland. Þar við bættust ný-
lendur .í Afríku, en allt er
þetta nú horfið. Hins vegar
eru nokkrar herstöðvar enn
eftir. Hvaða gagni eiga þær að
þjóna?
itt svarið er á þá lund, að
þær eigi að hjálpa nýju
ríkjunum að bjarga sér á
fyrstu erfiðu árunum. Fyrr á
þessu ári bað Tanganyika Brela
um hernaðaraðstoð til þess að
bæla niður hermannauppreisn.
Auðvelt var að veita þessa að
stoð, því að brezkar hersveit-
ir eru enn í Kenya, en bæði
þar og í Uganda stuðluðu þær
að því að afstýra hermannaupp
reisnum.
Lengra í austri hafa Bretar
tekið þátt í stofnun hins nýja
ríkis Malaysíu og veita því
hernaðarlega aðstoð vegna hót
ana þeirra sem Indóncsar hafa
í frammi. Þarna er að finna
enn eitt dæmi þess, að Bretar
Verða að hjálpa f^rrverandi
nýlendum sínum að standa á
Framh. á bls. 10.
IIIIIIIII1111111111111111111111111111111111111IIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIHIII•Hl111***'***a*' ' •III»IMIIIMMMMMMMMMMMIMMIMMIIMMIMIMMIMIMIIMIIMIIIIIIIIMMIMIIIMIIMIIMIIIIIIIIMM1IIIMIIMIIII*III
■ •tllllM lllll 1111111111111IIIIIIIIIIIIIIIIHII*