Alþýðublaðið - 14.05.1964, Page 10
Ódýrt - 100% Nylon úlpur - Ódýrt
i
í ferðalögilt Og sveitina. Á herra og dömur kr. 770.00. Á imglinga kr. 534.00 og kr 640.00.
VERZLUNIN DANÍÉLm Laugav. 66, sími 11616.
Samtal við Hilmar
Framhald úr opnu.
— Hvert er aðaltungumálið
innan veggja SÞ?
— Enska er mest töluð, en
það má segja, að aðalmálin séu
fimm, eða enska, rússneska, kín-
verska, spænska og franska.
— Ekki hafið þið búið í húsi
SÞ?
— Nei, okkur var útvegað
húsnæði í borginni. SÞ hafa sér-
staka skrifstofu i sambandi við
útvegun á húsnæði yfir starfs-
fólk, en skrifstofan sér um margt
annað, svo sem bílasölu, svo að
eitthvað sé nefnt. Þessi skrif-
stofa sér einnig um að starfs-
menn eigi þess kost að skoða
merkustú staði, fara í leikhús
o. fl. Það er algengt að fyrir-
tæki gefi SÞ miða á sýningar
og þá er þeim útbýtt meðal
starfsmanna.
Innan veggja SÞ er starfrækt
sjónvarp, og útvarpað er á sér-
stökum tíma. Kvikmyndaver er
í húsinu og' sér það um fræðslu-
myndir, töku og sýningar, með
góðum árangri.
— Var nokkur rígur milli full-
trúa andstæðra þjóða í sölura
SÞ ?
' — Eg varð aldrei var við ó-
vild milli fulltrúanna, þó svo að
ríki þeirra ættu í deilum. Þeir
ræddu saman í góðum tón og
vírtist yfirleitt létt yfir samtöl-
utn þeirra, enda eru þeir starfs-
menn alþjóðlegrar stofunar sem
hefur að aðalmarkmiði að leysa
dfeilur á friðsamlegan hátt. Eg
álít að SÞ eigi framtíðina fyrir
sér og finnst vel hafa tekizt um
lausn þeirra vandamála sem þær
‘ hafa átt við að stríða. Eins og
allir vita búa þær við þröngan
hag og verða að taka tillit til al-
h’eims í gerðum sínum og verða
að rata hinn gullna meðalveg í
flestum málum. Eg tel mjög
æskllegt, að sem flestar þjóðir
gerist aðilar að þessari stofnun
Og séu þátttakendur í að leysa
það erfiða vandamál mannkyns-
ins að halda friðinn. Þegar rætt
var um aðild Kína að sanrtökun-
nfti, fannst mér allir vera sam-
• mála um, að fyrr eða seinna
bæmi að því að það fengi aðild
^ áð Sameinuðu Þjóðunum.
‘i ‘<t _________
VteU'-
Náin samskipfi
■; . (Framhald af 7. siðu).
avíu og sitja þeir yfirleitt stjórn-
arfundi sem þar eru haldnir. Þess
ir fulltrúar okkar hafa undanfarn-
ar helgar setið þing áðurnefndra
áeskulýðssambanda jafnaðar-
manna í Osló (Sverrir Jónsson)
og • Stokkhólmi (Ingv. Pálss.), og
um næstu helgi mun fulltrúi okk
ar-í Höfn (Erling G. Jónasson)
sitja þing DSU. Nú um hríð hef-
jir verið ráðgert.. gð . stjórnar-
lundur í Norðurja.ndaráðinu yrði
liaídinn hér á íslandi og.yar meira
að segja ákveðið að það yrði nú
í maí-júni.
Vegna kosningannia og þing-
anna varð þó að fresta fundinum
að sinni en vonir standa til að
hann verði síðar í sumar. Ég
verð að segja það, sagði Steinar
að lokum, að samskipti okkar við
bræðrasamtökin erlendis hafa far
ið mjög vaxandi undanfarið. Er
það sannarlega vel. Slíkt sam-
band er okkur mikill siðferðis-
legur styrkur og styrkir okkur
þar með í baráttu okkar fyrir upp
byggingu þjóðfélagskerfis sósíal-
ismans á íslandi. Því er það von
mín — og ég veit að ég mæli þar
fyrir munn stjórnar SUJ — að
samskipti eigi eftir að stóraukast
á kðmandi tímum.
Afangi
(Framhald af 7. síðu).
Hjört Pálsson, blaðamann, .og
stfefnusþrár Alþjóðasambands
ungra jafnaðarmanna, sem ber yf
irskriftina „Framtíð heimsins er
okkar ábyrgð.
Síðasta hefti Áfanga var mjög
vel tekið og hefur áskrifendum
fjölgað talsvert að undanförnu.
Ekki er að efa að þetta nýja hefti
mun enn auka útbreiðslu og vin-
sældir ritsins.
Aden
(Framhald al S. síðu).
eigin fóium sem sjálfstæð ríki.
En einnig má segja, að þessi
hjálp komi þeim sjálfum í góð
ar þarfir, Bretar hafa áhuga á
tin- og gúmauðæfum Malays
íu. Og þetta merkir, að þeir
hafa áhuga á ró og jafnvægi á
þessum slóðum. •
fcJargir munu segja, að slík
* * ir efnahagslegir hagsmun
ir séu enn meira áberandi
í sambandi við herstöðina ,í
Aden. Því að í Suður-Arabíu
finnst olía, fyrst og fremst í
Kuwait. Herstöðin í Aden á
einnig að vernda olíuhags-
munina.
En einnig neita margir því,
að nokkurt skynsamlegt sam-
band sé á . milli olíunnar og
herstöðvarinnar. Bretar hafa
áhuga á að kaupa oliuna, en
Arabar hafa^ jafnmikinn áhuga
á að selja hana. Getur þessi
verzlun ekki gengið sinn eðli-
lega gang án þess að brezkar
hersveitir séu á næstu grösum?
Að vísu eru það hagsmunir
Breta — og síður en svo þeirra
eingöngu — að engin truflun
verði á olíuframleiðslunni
vegna ólgu, byltingar og styrj
aldar. Þeir geta sem sé gegnt
hlutverki löggæzlumanns —
ef þeir aðeins gætu gegnt sliku
starfi. En ekkí er hægt að ætl-
ast til þess, að Bretar eigi að
hafa stjórn á arabískum furst-
um og sheikum, sem keppa
sín á milli. Og alvarlegri hlið
málsins er sú, að þeir geta ekki
komið fram sem verndarar
gamalla sheika gegn nýjum
þjóðfélagslegum öflum.
Suður-arabíska sambands-
ríkið er samsæypa 14 sheika-
ríkja. Bretar telja sig skuld-
bundna þessum sheikum, sem
þeir hafa haft samvinnu við,
en þeir hafa þó rekið sig á
það áður, að hættulegt er að
binda sig of fast við fulltrúa
tímaþils í sögu Arabaheims-
ins, sem nú er að ijúka.
I oks má fullyrða, að her-
stöðvarnar — að minnsta
kosti þær sem eru í Mið-
austurlöndum — eru engin
vörn gegn árásum ríkja utan
sjálfs svæðisins. Til þess eru
þær alltof veikar. Það er í sam
skiptum Arabaríkjanna sem
herstöðvarnar hafa þýðingu,
og í þessu sambandi má segja,
að þær stuðli fremur að því
að valda ólgu en að koma á
tryggara ástandi. Þar með
verða þær einnig byrði í sam
skiptum Bretlands við Araba
löndin.
Engir brezkir hagsmunir
krefjast þess, að haldið verði
fast í þessar herstöðvar, en
vissar skuldb'ndingar eru teng
dar heimsveldisfortíðinni, sera
Bretar geta elcki slitið sig sam
stundis frá. Þar við bætast
vissir hagsmunir, sem ekki
hafa eins mikla þýðingu, og
auk þess talsvert margar hefð
bundnar hugmyndir.
En hin þunga byrði margra
htjmaðarlegra skuldbindinga
er f þann veginn að knýja fram
skynsamara mat á því her-
stöðvaneti, sem komið var á
til að vernda siglingaleiðina
til Indlands. (Arbeiderbladet:
Jakob Sverdrup).
Samkivæmt 15. grein lögreglusamþykktar
Reykjavíkur, má á almannafæri eigi leggja
eða setja neitt það, er táknar umferðina.v ;
Eigendur slíkra muna, svo sem skúra, bygg
ingarefnis, umbúða, búabluta o.þ.h., mega
búast við, að þeir verði fjarlægðir á kostnað
og ábyrgð eigenda án frekari viðvörunar.
Lögreglustjórinn í Reykjavík,
NAUÐUNGARUPPBOÐ
annað og síðasta, á hluta í húseigninni nr. 8 við Berg-
staðastræti, hér í borg, þingl. eign Steins Jóhannessonar,
fer fram á eigninni sjálfri miðvikudaginn 20. maí 1964,
kl. síðdegis.
Borgarfógetaembættið í Keykjavík.
Okkar kæri vinur
NÝKO MIN
Júlíus Þorsteinsson
Bergstaðastræti 41,
kjólaefni, einlit, köflótt og
rósótt.
sem lézt í sjúkrahúsinu Sólheimum þann 10. þ.m. verður jarðsung-
inn trá Fossvogskirkju föstudaginn 15. þ,m. kl. 10,30. — Kirkjuat-
höfninni verður útvarpað.
litið í gluggana.
Vandamenn.
Verzlunin SNÓT
Vesturgötu 17.
SÆNGUR
Endumýjum gömlu sængurnar
Seljum dún- og fiðurheld ver
NÝJA FIBURHREINSUNIN
Hverfisgötu 57A. Sími 1673B
Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför móður okkar,
teiigdamóður, fósturmóður og ömmu
; " Sigríðar J. Bjarnadóttur.
Urðarstíg 8a.
Élías Valgeirsson Helga Valdimarsdóttir
Gunnar Valgeirsson Olga Bjarnadóttir
Valgeir J. Emilsson og barnabörn.
Faðir minn
Magnús G. Pétursson
sjómaður frá Flateyri,
verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu k). 3, föstúdaginn 15. maí.
I Fyrir hönd systkinanna
Pétur J. Magnússou.
1,0 14. maí 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ