Alþýðublaðið - 13.06.1964, Qupperneq 5
Minningarorð:
Mér hefur sjaldan brugðið eins
við andlátsfregn eins og þegar ég
las að séra Helgi Sveinsson hefði
látizt í Kaupmannahöfn af slys-
förum með óvenjul. átakanlegum
hætti. Ég átti einhvernveginn svo
erfitt með að sætta mig við þetia.
Það voru ekki nema örfáir dagar
síðan fundum okkar hafði borið
saman. Hann var þá í þann veginn
að leggja af stað til Kaupmanna-
hafnar í náms- og rannsóknarför
Þetta át.i að verða iöng ferð og
enda ekki fyrr en suður í Róm.
Hann hafði fengið ársorlof frá
embætti sínu, kenndi sig frjálsan
og eftirvæntingarfullan eins og
hann væri ungur stúdent. Hafði
tímann fyrir sér og lá ekkert á.
Og hann var ákaflega glaður.
Mikil undur hiakkaði hann til
þessarar ferðar. Hann hlakkaði
svo til hennar að gleði hans var
smitandi. Eg varð á svipstundu
sannfærður um að þetta yrði ó-
vlðjáfnanleg ferð, full af undrum
og ævintýrum og fegurð, lifun
hins óvænta og einstaka. Og nú
er henni lokið í fyrsta áfanga með
þeim a burði sem einstakastur
verður í lífi manns að augnabliki
fæðingarinnar einu undanskildu.
Og allir vinir séra Helga Sveins-
sonar eru lostnir harmi og þögn.
En harmur og þögn voru svo
sannarlega ekki að jafnaói fylgi-
nautar séra Helga. Að sönnu var
hann alvörumaður, sem'vel kunni
að vera þar sem hljóðhelgi, inni-
leiki djúprar samúðar og drottins
heilögu alvörumál skyldu flutt.
En á hversdags’eiðum lífsins var
honum svo sannarlega tamara að
vekja hlátur og gaman. Það mátti
vera undarlega samsett samkoma
þar sem séra Helgi Sveinsson
hefði ekki getað kveikt bros og
kátínu. Hann var í öllum kynnum
gleðimaður og örlátur gleðigjafi.
Naut hann til þess þeirrar frá-
bæru íþróttar sinnar að geta grip-
ið atvik liðandi stundar og gefið
þeim mynd í hnyttinni stöku — oft
skoplega mynd. En skop hans var
a’drei grómtekið af græsku,
meiddi ekki. Sá sem fyrir því varð
gat hlegið ein« hjartanlega og hin
ír. Honum var sú fágæta gáfa
léð að geta skynjað hið kájlega í
tilvikufn og hótterni sjálfs sín og
annarra og fest það í smellið form.
Slíkir menn verða hvarvetna au-
fúsugetir. Ég á fjölmargar slíkar
endurminningar um séra Helga
Sveinsson frá samfundum okkar
sunnlenzkra presta, þar sem hann
yar hrókur alls fagnaðar.
En séra Helgi kunni og fleira
að yrkja en bráðfyndnar tækifæris
vísur. Har.n var athyglisvert skáld
einnig um þau efni þar sem alvara
djúp hugmn og ströngustu kröf-
ur um fegurð forms ræðugerð
og svip verksins. Af þeim skáld-
skap hans eru mér minnisstæðust
Skálholtsljóð hans. Auk prentaðra
Ijóða hans var mér og kunnugt
um, að hann átti einnig í handrifi
allmikið af ljóðum, ýmist full-
gerðum eða því sem næst full-
unnum, og hann mun hafa haft í
hyggju að gefa út síðar. Vonandi
koma þau einhvern tíma, þó að
héðan af verði aðrar hendur um
að fjalla en hans sjálfs.
Ég átti þess luinn kost að kynn
ast séra Helga í kennimannlegu
starfi. Ég var -aðeins tvisvar við
guðsþjónustu hjá honum. Fyrra
skiptið var við setningu Slysa-
varnarþings fyrir allmörgum ár-
um, hið síðara við næstsíðustu ára
mót. í bæði skiptin flutti hann
prédikun, sem ,var langt fyrir of-
an meðallag að skipan og verk-
mannlegri kunnáttu. Hann var
þekkilegur k'erkur í kirkju og að
alprýði hans í þau skipti, sem ég
sá hann við embæAisgjörð ýár
rólegt látleysi. En það lærist eng
um sem ekki hefur vald á því
verki, sem hann er að vinna.
Séra He'gi Svelns'on fæddist
25. júlí 1908 að Hvítastöðum á
Mýrum. Hann varð stúdent 1930,
og tók þá að lesa Zæknisfræði.
Hann hvarf þó brá.t frá því námi
S og sneri sér að guðfræði og lauk
embættisprófi 1934. Hann vlgðist
að Hálsi i Fnjóskadal í ágú=t 1936,
en var veitt Arnarbæli í Ölfusi í
júní 1940 og sat jafnan í Hvera-
gerði. Því embætti gegndi hann
til dauðadags. Hann kvæntist árið
1936 Katrínu Magneu dóttur Guð-
mundar bónda í Hákoti í Njhrðvík
um og lifir hún mann sinn.
Séra Helgi átti jafnan mörg á-
hugamá'. Hin síðari ár lagði hann
mjög s und á ættfræði, sat löng-
um á söfnum í Reykjavík, þegar
hann fékk því við komið og var
orðinn lærður í þeim fræðum.
Hann var og áhugamaður ura ýmis
félagsmál, átti sæti í stúdenta-
ráði háskólans á yngri .árum og
var lengi sýslunefndarmaður í
Árnessýslu. Um skeið vann hann
og allmikið að slysavarnamálum,
og svo kann að hafa verið um
fleira, þó að mér sé ekki kunn-
ugt.
Unnar Stefánsson:
Fáein kvebjuorb
Séra Helgi Sveinsson
Þetta er engin æviminning að-
eins fátækleg kveðjuorð. — Ég
þakka þér, kæri bróðir, fyrir sam-
fylgdina og marga glaðværa á-
nægjustund. Og ég bið þér bless-
unar guðs á þeirri för, sem nú er
hafin — lengri og meiri en sú,
sem fyrirhuguð var.
Vinum séra Helga Sveinssonar
og ástvinum vil ég og tjá mína
innilegustu samúð.
Sigurffur Einarsson í Holti..
ÞEGAR Ólafur Magnússon í
Arnarbæli lét af prestsþjónustu
árið 1940 valdist séra Helgi Sveins
son sem eftirmaður hans. Hann
hafði áður gegnt embætti að Hálsi
í Fnjóskadal, en fluttist búferlum
til Hvei’agerð. sem þá var að vaxa
upp sem þorp. Þá voru í presta-
kallinu 650 íbúar en eru nú orðn
ir tæplega 1500. Það lætur því að
líkum, að prestverkin hafa orðið
ærið mörg i Hveragerði og auk
þess á 24 ára starfstímabili
í þremur kirkjum, á Kotströnd, að
Hjall'a og í Strandarkirkju. Ferm
ingarbörnin eru orðin stqr hópur
og nemendurnir margir, því að
samhliða embætti stundaði hann
kennslu í barna- og miðskólanum
i Hvcjragarði, ó garðýrkjuskóla
ríkisins og í Hlíðardalsskóla í Ölf
usi.
Það mun ekki vera ofmælt, að
í prédikunarstóli átti séra Helgi
fáa jafningja, hann var orðlagður
sem prédikari og ræðugerð hans
var frábær. Hvort sem var við
f^rmingu, jarðarför eða önnur
kirkjuleg tækifæri komu skarpar
gáfur, þekking og orðsnilld vel í
ljós, og yfir sérhverri slíkri athöfn
hvíldi virðuleiki. Séra Ilelgi var
snjall hagyrðingur og gott skáld.
Hann stundaði fræðimennisku í
tómstundum, og liggur meðal ann
ars eftir hann rækilegt rit um í-
íbúa í Ölfushreppi á síðari tím-
um, auk Ijóða og sálma.
Nú hafa sóknarbörn orðið at$
sjá að baki góðum kenniföðuiv
nemendur vinsælum læriföður ogr
fjölskylda, ættingjar og vinin
sviptir góðum félaga með svipleg:
um hætti.
Séra Helgí valdist til marghátt-:
aðra trúnaðarstarfa fyrir byggðar
lag sitt innan félagasamtaka og:
út á við sem sýslunefndarfulltrúl
Hveragerðis allt frá því að hreppsí
félagið var stofnað og til skamms
tíma. Þá tók séra Helgi bátt í stört*
um Alþýðuflokksins, skipaði sæti'
á framboðslista flokksins í Árnesr
sýslu, og var hinn trausti tals-
maður fyrir hugsjónir jafnaðar-
stefnunnar, eftir því sem við átti,
enda fall'a þær að mörgu leytl,
saman við boðskap kirkjunnar.
í þessari viku ætlaði séra Ilelgi
að vera fulitrúi Hveragerðis á vina
bæjamóti í Danmörku, en örlög"
sneru því á annan veg, svo þaðf
sætið er nú autt.
Fyrir hönd fólksins í Hvera-
gerði, Ölfusi og í Selvogi, sem
séra Helgi þjónaði, svo og Al-
þýðuflokksins og frá persónuleg-
um vini, leyfi ég mér að bera fram.
á þessum skilnaðardegi innilegt
þakklæti jafnframt því, sem fjöl-
skyldu hans og æftingjum er vott
uð hin dýpsta samúð og hluttekn-
ing í sárum harmi.
Unnar Stefánsson.
linnrtfigarorS:
í DAG er til moldar borin frú
Þórheiður Einarsdóttir, Hafnar-
hvoli í Ó afsvík. Hún var fædd 4.
apríl 1895 að Stóra Kambi í Breiðu
vík og var liún því rúmlega 69 ára
er hún lézt 6. þ. m. Foreldrar
hennar voru hjónin Einar Þor-
kelsson, síðar skrifstofustjóri Al-
þingis, og Katrín Jónsdóttir, eij
þau áttu 4 dætur. Hún ólsc upp hjá
foreldrum sínum unz þau slitu
samvistum þegar hún var 8 ára
gömul, og dvaldist eftir það hjá
móður sinni og fóstra, Guðmundi
Guðmundssyni í Efstabæ í Ö'afs-
vík, og gekk hann þenni í föður-
stað.
Þórheiður gifdst 1916 eftirlif-
andi manni sínum, Sveini Einars-
syni, sjómanni í Ölafsvík. Þau
bjuggu allan sinn búskap í Ól-
afsvík. fyrst í Miðbæ, síðan að
Hafnarhvoli, en það hús byggðu
þau 1946.
Þau eignuðust 11 börn, sjö
dreigi og 4 stúlkur, sem öll kom-
ust til fullorðinsára. Tengdamóðir
hennar, Sæunn Jónatansdóttir,
dva.dist á heimili þeirra hjóna,
þar til liún lézt 1922, og þau
hjónin ólu upp bróðurdóttur
Sveins, Þóru Stefánsdóttur, og
dvaidist hún hjá þeim til fullorð-
insára. Það var því mannmargt á
heimili Þórheiðar þegar frá upp-
hafi. En eins og hún hóf starf
sitt á heimili sínu, með ósérplægni
hógværð og þrautseigju, eins lauk
hún því í stöðugri önn fyrir heimil
ið. Ástæður voru oft erfiðar, eins
og víðast á þeim árum, og þótt
húsbóndinn væri harðduglegur
maðúr, bæði til sjós og lands, var
ofc þröngt í búi. En Þórheiður var
nægjusöm húsmóðir og kunni að
gera mikið úr litlu. Og börnin
uxu úr grasi, hraust, framsækin
og efnileg og léttu snemma lífs
baráttu foreldra sinna. Er tímar
breyttust og börnin komust upp,
batnaði afkoma fjáiskyldunnar.
En Þórheiður skipti ekki um fram
komu að einu eða neinu leyti. Hún
var sem fyrr, vinnusöm, traust og
| hógvær. Árið 1947 var sorgarár í
[ sögu fjölskyldunnar. Hinn 27.
september það ár fórst bácur á
höfninni í Ölafsvík með þremur
mönnum. Þar fórust næst elzti
sonur þeirra hjóna, Lárus, sem var
formaður á bátnum, og Sigurður,
sem var vélstjóri og nokkrum ár
um yngri en Lérus, ásamt
Þórheiður Einarsdóttir
félaga þeirra bræðra, Magnúsi Jó
hannssyni — allir hinir efnileg
ustu menn. Þá var Þóihelður hi8
mikla bjarg fjölskyldunnar.
Það var stutt á milli bæja í míði
þorpinu í gamla daga, og þai*
mynduðust tengsl, sem rofnuðui::
seint. Þórheiður átti vinum aCf -
mæta í hverju húsi. Milli móður ~
mihnar og Þórheiðar tókst íraust 1
vinátta, sem hélzt æ síðan. Var oft
fróðlegt að hlusta á þessar konur
ræðast við. Ég hefi oft síðan furðf
að mig á mannþekkingu þeirri og
glöggskygni, ekki síður en léttrl
kýmni, sem alltaf brá fyrir, á
hverju sem gekk.
Hjónaband þeirra Sveins var
mjög til fyrirmyndar, þótt Þau
væru mjög ólík. Hann mikill á-
kafa- og fjörmaður, en hún stillt,
og fer þetta stundum merkilega
vel saman.
Við fráfall Þórheiðar er mikill
harmur kveðinn að fjölskyldu
hennar, sérstaklega manni hcnnar,
sem nú er heilsuveill orðimi.
Eg og fjölskylda mín þökkum
Þórheiði langa samfylgd og trausta
vináttu um leið og við vottum.
manni hennar og fjölskyldú inni
lega samúð okkar. Ég veit, að í
dag taka margir þorpsbúar undir
þá samúðarkveðju.
Ottó Árnason.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 13. júní 1964 $