Alþýðublaðið - 07.08.1964, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 07.08.1964, Blaðsíða 7
ininmnmifiiiitifmiiiiiitiiiiffii KIMA NORÐUR VIETNAM w.^ HANOI T ofjcmc FLÓI_ 3ANCKOK PNONPENH- '+SMCON SIAMSPLOI ^MIIIIHIIIIHMIHIIMIIIIIIIIMMIil illllll IM 1111111111111111111111111111111111IIIIlllllii iIlllllllllllilUlllllllimjM«ftiM«:»*»»»: illllllflllllllllllllllllIIMII»IIIIIIIIIHIIMIIIIIIMmifmmilllltl»lllllfl«|IIIIIMI|IIHWI|ll|IIIMIIIIIIIIIIIII«IMIMllriIIHI||ll IMHIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMMMllMM^j erastí TIL SKAMMS tíma var það kallað einu naíni Indó-Kína, sem nú eru í'jögur ríki: Laos, Combodia, Norður og Suður- Vietnam. Var þetta mikla land frönsk nýlenda fram til 1954. Eftir síðasta ófrið hófu komm únistar og fleiri aðilar mikla hyltingu gegn stjórn Frakka og stóð sú borgarastyrjöld ár- um-saman með miklum blóðsút hellingum. Lá við að Frakk- landi blæddi út við þá blóðfórn . Árið 1954 lauk þeim ófriði og var landinu skipt í fjögur sjálf stæð ríki. Kommúnistar néðu þogar yfirtökum í Norður-Vier nam, og varð það að alþýðulýð veldi undir stjóm Ho Shi Minh. Hafa kommúnistar ekki talað um hlutleysi því ríki til handa. Bandaríkjamenn fengu þeg- ar mikil áhrif í Suður-Viet- nam og byggðu það ríki upp til varnar gegn frekari sókn komm únisía. Var hinn umsamdi frið ur ckki nema pappírsgagn eitt í augum kommúnista, sem hófu þegar skæruhernað í Suður- Vietnam og Laos. Augljóst var, að kommúnist- ar ætluðu að ná öllu þessu svæði smám saman. Þar með mundi yfirráðasvæði þeirra komið á næsta leyti við Ind- land og Ástraliu. Hér gilti hið sama og í Kóreu: Ætlaði hinn frjálsi heimur að veita komm- vinistum viðnám — eða láta þá leggja undir sig hvert smárik- ið á fætur öðru? Samningar um hlutleysi La- os hafa aðcins reynzt gálga- frestur. Innan stundar eru kommúnistar aftur komnir á kreik. Sýna svæðin með punkt- unum á kortinu, hversu mikl- um hlutum Laos og Suður-Vi- etnam kommúnistar hafa náð á sitt vald. Bandaríkin eru staðráðin að stöðva frekari.sókn kommúnism ans hvar sem knýr á. Þetta hefur NATO gert- í EVRÖPU, þetta gerði Kóreustyrjöldin. Þess vegna styðja þeir Suður- Vietnam og hafa voldugan flota undan ströndum Asíu. Þessi floti hefur haldið vernd sinni yfir Formósu og Filipps eyjum og hann er sterkasta mótvægið gegn útþenzlu komm únista í Suður-Asíu. Þegar ' kommúnistar í Norður-Kóreu réðust á þennan flota langt ut- an landhelgi, á alþjóðlegum siglingaleiðum, vissu þeir hvað þeir gerðu. Bandarikin hlutu að svara slíkri árás af festu til að sýna, að þeim er alvara um að veitu kommúnistum viðnám í þessum hættuíegasta hluta heims. BURMA ■ % * / m. -Ö -‘{msUÐUR nn" vplETNAM Þykk, brotin lína afmarkar það land, sem áður var franska nýlendan Indókína. Brotnar linur par fyrir innan eru landamæri Norður- og Suður-Vietnam, Laos og Cambodiu. Punktasvæðið sýnir þá hluta Laos og Suður-Vietnam, sem kommúnistar hafa á valdi sínu. Kommúnistar í Norður-Vietiiain hafa meðal annars flutt vopn, menn og vistir til skæruliða sinna í Suður-Vietnam sjóleiðis nieð ströndum fram. Þess vegna hefur bandarískur floti verið þar á varðbergi, og sést hvar átökín uióu í Tonkinflóa. ^tlMiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinriiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiin < IMMMMMMMMMMIM<l'< IIIIU'rHMMMMMMMMMMIi:tMMIIMmV / Norrænir verzlunarmenn þinga Reykjavík, 5. ágúst, GG. Samstarfsnefnd norrænna verzl- unarmanna hefur undanfarna daga setið á rökstólum hér í Reykjavílc, og er þetta í fyrsta sinn sem slíkur fundur er lialdinn hér- lendis. Aðild að samstarfsnefnd- inni eiga sámbönd verzlunar- manna á Norðurlöndunum fimm, og var nefndin upphaflega s'ofn- uð árið 1917. Heldur nefndin fundi árlega til þess að ræða ýmisleg Iiagsmuna- og áhugamál verzlun- arfólks, og auk þess heldur eins konar framkvæmdanefnd samtak anna, sem skipuð er formönnum sambandanna, fund einu sinni 'á ári. Formaður samstarfsnefndarinn- ar, Erik Magnússen, formaður sænska verzlunarmannasambands ins skýrði fréttamönnum í dag frá starfi sambandsins og ráðstefn unnar hér nu. Alls eru í samband inu um 270.000 meðUmir á Norð- urlöndunum fimm, 110.000 í Sví- þjóð, 105.000 í Danmörku, 30.000 í Noregi, 22.000 í Finnlandi og 4.000 á íslandi. Öll samböndin eru meðlimir alþýðusambanda við komandí lnnda, nema finnska sam bandið, en vegna klofningsins í finnsku verkalýðshreyfingunni stendur það ulan við. Samstarfsnefndin ræddi ýmis mál á fundi sínum hér, svo sem skipulagningu verzlunarnámskeiða með 15 fulltrúum frá hverju sam bandi, unglingavinnu, stöðu em- bættismanna innan sambandsins o. fl. Erlendu fulltrúarnir komu hing að sl. laugardagskvöld og fara ut- an i fyrramálið. í gær fóru þéír í ferðalag til Gullfoss og Geysis, og síðdegis í dag fóru þeir að skoða hitaveituna að Reykjum. I morg- un flutti Ólafur Björnsson, pró- fessor, fyrirlestur um íslenzk mál- efni. Ennfremur hafði félagsmála ráðherra boð fyrir þá. Þeir, sem ráðstefnuna sátu voru: Erik Magnusson, Erik Malmström og Karl Áke Granlund frá Sví- þjóð, Henry Gran, Henry Knud- sen og F.B. Simonsen frá D.an- mörku, Aarre Happonen, Pekka Ylivuori og Armas Iltanen frá Finnlandi, og Johan Oksnes, Otto Totland og Björn Nielsen frá Nor egi. Af hálfu íslenkra verzlunar- manna sátu ráðstefnuna Sverrir Hermannsson, form. LÍV, Björn Þórhallsson, ritari, og Hannes Þ. Sigurðsson frá Verzlunarmanna- félagi Reykjavíkur. Trúlofunarhrlng3[; Fljót afgreiðsla Sendum gegn póstkröfa. Guðm. Þorsteinsson gullsmiður Bankastrætí 12. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 7. ágúst 1964

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.