Alþýðublaðið - 01.10.1964, Side 6
★ ÍTALIR skemmta sér enn við að segja sögur
af Soffíu Lóren og Ginu Lollobrigidu til skipt-
is. Þetta er nýjasta gamansagan um Ginu:
Einu sinni sátu þau á tali hjónin Milko
Skofic og Gina. Þá sagði hann:
— Hvernig stendur á því, að þú svarar
mér alltaf með nýrri spurningu, þegar ég spyr
þig að einhverju?
Gina setti upp harnslegan undrunarsvip
og sagði: — Geri ég það?! ^
★ ERLENDIS tíðkast það talsvert, að fólk villi á sér heimildir. Þetta
er erfiðara í okkar litla þjóðfélagi, þar sem allir þekkja alla, að
minnsta kosti að afspurn.
í Bandaríkjunum hefur nú komizt upp um mann einn, 29 ára
að aldri, sem ólærður hefur gefið sig út fyrir að vera læknir og
hefur unnið sér inn 24 millj. ísl. króna á fjórum hárum á „lækning-
um“.
Maður þessi keypti sér hlustunartæki og hvítan kyrtil. í þessari
múnderingu gekk hann um á sjúkrahúsum og var viðstaddur fyrir-
lestra og uppskurði.
Nú hefur „læknirinn" verið leiddur fyrir lög og dóm, —. en
það kom fram í réttinum, — að honum hefur gengið furðuvel að
■ gera sjúklinga sína heila meina sinna.
(Kóngurinn á aö deyja
Miðvikudaginn 30. september var frumsýning í Konunglega leikhúsinu í Kaupmannahöfn á nýj-
asta leikriti Eugene Ionesco, „Kóngurinn á að deyja". Leikstjóri er Edvin Tiemroth.
Leikritið fjallar um konung, sem fær að vita, að hann á aðeins IV2 klukkustund ólifaða. Hann
eyðir þessum síðustu mínútum í félagsskap drottninga sinna, — núverandi og fyrrverandi og lækn-
isins (dómarans). John Price Ieikur hlutverk kóngsins, Bodil Kjer, fyrrverandi dottningu Iians,
Malena Schwartz, núverandi drottningu hans, en Gunnar Lauring leikur hlutverk læknisins.
★ í NEW York hefur verið stofnaður tvlfaraklúbbur. Inntökuskilyrði
er að sjálfsögðu það, að persónan líkist einhverjum frægðarmann:
eða konu svo sláandi, að ekki verði um villzt.
í klúbbnum eru nú ellefu Eisenhowar, sjö Churcillar, tvær út-
gáfur af Soffíu Lóren, þrjár útgáfur af Ava Gardner, — en enn er
leitað með logandi ljósi að annarri Liz Taylor.
-★-
SOFFÍA LOREN ER
NÁGRANNI PÁFA
★ ALEXANDER prins af Belgíu, sonur Leopolds fyrrverandi konungs
þar og Liliane de Réthy, — og þar af leiðandi hálfbróðir Baudouins
ríkjandi kóngs, hefur valdið foreldrum sínum ærnum áhyggjum.
Hann varð ástfangi-nn í Christine Davin nokkurri frá Leo-
poldville í Kongó, og vildi endilega giftast henni, hvað sem hver
sagði.
Foreldrar litu fyrst í stað á þetta ástarævintýri sem æskuglöp,
en þegar hann sat sem fastast vi-ð sinn keip, — sáu þau sér ekki
annað fært en senda hann til Bandaríkjanna, þar sem hann lærir
læknisfræði.
Sérgrein hans er, eins og búast mátti við: hjartasjúkdómar!
SOFFÍA Lóren virðist sífellt gefa
tilefni til umræðna, - enda ekki
að undra svo fögur, sem hún er.
Nú eru ítalir að masa um það,
að maffurinn hennar, Carlo Ponti,
keypti handa henni eina fegurstu
höll Ítalíu frá fornum tíma. Höll-
in er umkringd fögrum garði, og
næsti nágranni er páfinn, því að j
sumarhöll hans, Castel Gandolfo, I
er rétt þarna hjá.
Höllin kostaði um hundrað
milljónir ísl. króna, - en ítalir eru
ekki mest að velta vöngum yfir bands, - þannig að þau séu raun-
því. Þeir tala meira um það, að veruleg hjón” einnig á Ítalíu.
þessi kaup séu merki þess, að Höllin og garðurinn eru dýrleg,
Carlo og Soffía hafi ekki gefið upp að því er sagt er, - og allt er þetta
alla von um að fá páfa til að við- í sama farinn og það var, þegar
urkenna hjónaband þeirra og losa
Carlo undan viðjum fyrra hjóna-
höllin var byggð á 17. öld.
Framhald & síðu 10.
Kaupmaður nokkur í Chicago,
55 ára gamall, laumaðist út með
kunningjunum eitt kvöldið. Hann
kom nokkuð seint heim, - og þeg-
ar hann ætlaði að fara að opna
dyrnar hjá sér á þriðju hæð í
húsinu, þar sem hann bjó, - komst
hann að raun um, að liann hafði
gleymt lyklunum heima.
Ilann þorði ekki fyrir sitt litla
líf að vekja konuna, - svo að hann
tók það ráð að reyna að feta sig
eftir planka, sem var í 15 metra
hæð yfir götunni og ætlaði að fara
inn um glugga á íbúð sinni. Því
miður varð honum fótaskortur,
en hann náði þó með höndunum
um plankann og þarna hékk hann,
þar til brunaliðið kom með stiga
og bjargaði honum.
— Þetta var hræðilegt, sagði
liann við konu sína, - sem hann
bjóst við að mundi þakka guði
fyrir, að hann slapp lifandi.
. En hún yppti aðeins öxlum og
sagði:
— Það var gott á þig, - fyrst þú
getur ekki einu sinni munað að
taka rneð þér lykil, þegar þú ert
að laumast að heiman!
Þessir óhugnanlegu skór komu fyrir sjónir manna á
dögunum, þegar fjórar sýningarstúlkur voru, fengnar
til að vekja athygli á frumsýningu á nýjustu kvik-
rnynd James Bond, Gullfingurinn. Vonandi finnur
enginn skóframleiðandi upp á því að láta sér þykja
þetta fallegt, — hann hlyti aff fara á Iiausinn með
framleiðsluna, — því að hver mundi vilja kaupa
svona skó?!
6 1. okt. 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIB