Alþýðublaðið - 08.10.1964, Side 13

Alþýðublaðið - 08.10.1964, Side 13
'iiiiiiimiiiiimiu! 11 iii iimimi iiiinniimimimim = / | Island tekur | þátt í heims- 1 sýningunni '67 | RÍKISSTJÓRNINT hefur á- | kveðið að ísland taki þátt í | heimssýningunni í Montreal í | Kanada 1967, ásamt hinum § Norðurlöndunum. Munu Norð | urlöndin reisa sameiginlegan I sýningarskála, þar sem gert er 1 ráð fyrir samnorrænni sýningu i og einnig sérsýningu hvers | lands um sig. i Gunnari J. Friðrikssyni, for- i stjóra, formanni vörusýningar- í nefndar, hefur fyrst um sinn i verið falið að annast undirbún | ing að sýningunni af íslands Í liálfu, í samráði við fulltrúa | hinna Norðurlandanna. «.«. II i»i11iimiiiimiii 111111111111111• 11111111111111111111111 nii SAS og Loftleiðir Farmhald af síðu 1. ur segir, að í dag hafi Aftonblad- et borið leynistimpil þann, sem sænska utanríkisráðuneytið setur á samningirin, undir dómstóla. Tildrög árásarinnar eru þau, að samningaviðræður flugmála- stjórnia Norðurlanda og íslands hafa ekki borið árangur. Sagt er, að ástæðan sé sú, að flugmála- stjórnir Norðiu-landa hafi ékki viljað fallast á 1800 (ísí.) króna verðmismun á fargjöldum Loft- leiða og SAS á leiðum yfir N- Atlantshafs og SAS vilji lækka verðmismuninn í 150 sænskar kr. Staðfest var af opinberri hálfu í Stokkhólmi í dag, að samninga- umleitanir Norðurlanda og ís- lands væru komnar -fyrir rikis- Stjórnir landanna. Fulltrúar utan ríkisráðneyta Norðurlanda munu koma til fundar í Kaupmanna höfn einhvem næstu daga til að ræða hvernig viðræðum í málinu skuli hagað. Til þessa hafa fulltrú ar flugmálastjóra Noregs,' Dan- rnerkur og Svíþjóðar tekið þátt í viðræðunum. Þegar þær fóru út um þúfur var málið lagt fyrir ríkis stjórnirnar. . ,A£tonbladet“ skýrir- frá málinu bæði í frétt og 1 forystugrein í dag. Blaðið segir, að greinilegt sé að nú eigi að koma í veg fyrir starfsemi Loftleiða hvað sem það kostar. Minnt er á, að forstjóri SAS Karl Nilsson, hafi nýlega boð að gróða er nemur 68 milljónum sænskna króna í rekstri SAS á þessu ári. Sé þetta haft í huga séu hinar nýju árásir á íslend- inga ennþá ósmekklegri og skammarlegri en ella, segir í for- ystugrein blaðsins. „Aftonbladet" gerir harða hríð að afstöðu flugmálastjórnanna og sérstaklega 'afstöðu yfirmanns sænsku flugmálastjórnarinnar, Henrik Winbergs. — „Er Henrik Winberg í flugmálastjórninni úti- bú Karl Nilssons í SAS?“, spyr blaðið. Sinfónían Framhald af síðu 16. sveitinni í vetur. Eru það Björn Ólafsson, Rögnvaldur Sigurjóns- son, Einar Vigfússon og Ingvar Jónsson. Þá munu 11 erlendir ein leikarar leika með hljómsveitinni á starfsárinu. Fyrir utan föstu tónleikana mun Sinfóníuhlj ómsveitin halda marga skólatónleika og að minnsta kosti tvenna barnatónleika. Eru þeir ætlaðir bömum á aldrinum 5-9 ára. Voru slikir barnatónlöikar haldnir í fyrsta sinn í fyrra og gáf ust mjög vel. Voru fluttar skýring ar á undan hverju verki og hljóð- færin kynnt og skýrð fyrir börn- unum, og verður svipaður háttur hafður á í vetur. Forráðamenn Sin fóníuhljómsveitarinnar telja mjög mikilsvert fyrir tónmennt í land- inu, að böm kynnist tónlist nógu snemma, og læri að meta hana og beri því að leggja aukna áherzlu á barna- og skólatónleika. Einnig væri æskilegt að halda fleiri tón- leika úti á landi, en til þess skorti tilfinnanlega fé. Föstum áskrifendum að tónleik- um hljómsveitarinnar fer fjölg- ■andi með hvérju starfsári og eru nú um 700 og hlómleikasalurinn upptekinn aftur á 23 bekk en um 200 saeti eru>enn laus næsta starfs ár. Hinn 31. október heldur Pitts- burgh sinfóníuhljómsveitin hljóm leika í Háskóiabió kl. 5 e. h. Verð ur það fyrsta stóra hljómsveitin sem hér leikur. Áskrifendur að hljómleikum Sinfóníuhljóngsvelt- ar íslands hafa forkaupsrétt að sætum sínum á þá hljómleika sem ekki verðia endurteknir. Bankamenn Framhald af síðu 16. algjörlega lokað á laugardögum í ölllum sænskum bönkum á tíma- bilinu apríl-september. Lokunin er viðurkennd af hinu opinbera og hefur átt vinsældum að fagna í sænsku atvinnulífi. Auk Svía hafa flest lönd í Vestur-Evrópu tekið upp laugardagslokun í bönk unum og kemur það greinilega fram eftir þeim upplýsingum sem fyrir liggja, að Norðurlöndin standa töluvert að baki á þessu sviði. Stjórn norræna sambandsins var einróma sammála um að styðja kröfuna 'um laugardagsfrí á öll- um Norðurlöndunum. Stjórnin ákvað ennfremur, að þing Norrænna banbamannasam- bandsins 1965 skyldi haldið í Osló í septembermánuði. Hluti af þinginu verður opið almenningi, en þar er m. a. fyrirhugað að ræða norræn efnahagsmál. Ennfremur var ákveðið að gera tilraun til sameiginlegrar lausnar launamál anna á Norðurlöndum, og í því sambandi að athuga þróun launa og kjaramál bankamanna í saman burði við aðra launþegahópa og jafnframt að gera ítarleg yfirlit um breytingar á uppbyggingu banka- starfsins síðustu árin. Þessar skýrslur er gert ráð fyrir að liggi fyrir í byrjun ársins 1963. Veiðarfæri Frambald af síðu 16. fundust, vegna þess að ekkert hafi verið sagt um þau í blöðum fyrst í stað. Á morgun fer Þorsteinn þorska- bítur út og mun þá gera tilraunir með nýtt veiðarfæri. Tilraunir þessar eru á frumstigi og ekkert hægt um þær að segja að svo komnu máli, segir Jakob Magnús son. Skipstjóri á Þorsteini þorska bít er Halldór Gíslason. Hannes á horninu (Framhald af 2. siBu). skortir meira vinnuafl — til að kýla vambir okkar!“ ÞÖKK FYRIR bréfið. Þetta er hressilega mælt. Að gagni gæti líka komið að bjóða hingað ungum Indverjum — og kenna þeim fisk veiðar. Efnishyggjan er að gera okkur geðsjúka. Það er hverju orði sannara. Hannes á horninu. Vel geymd Framhald af 16. síðn frá báðum hliðum og vitnar til ummæla dr. Finnboga ,Quð- mundssonar landsbókavarðar um goymsluaðstöðu fyrir hand ritin á íslandi. Norska blaðið Dagbladet ség- ir í morgun, að handritámálið verði ekki til lykta leitt án þess að samráð sé haft við Norðmenn. Eins og menn minnast var í pésa sjálfskipaðrar nefndar um handritamálið fullyrt, að geymsluaðstaða fyrir handritin væri mjög slæm á íslandi, svo slæm að ófært væri að flytja þau þangað. Einn af meðlimum nefndarinnar, Agnes Loth, sem jafnframt er lektor við Kaup- mannahafnarháskóla og starfar við Árnasafn, lýsir því yfir í Berlingske Aftenavis í kvöld, að hún geti ekki samþykkt þessi ummæli. „Handritin eru einnig vel geymd á íslandi” (Handskriftene opbevares godt ogsá i Island) segir í fyrir- sögn blaðsins. Stefán Jóhann tjáði blaðinu, að menn hervæddust nú á báða bóga og væri síður en svo, að stuðningsmenn okkar í hand- ritamálinu sætu auðum hönd- um. • Bótagreiðslur almannatrygginga í Reykjavík Útborgun ellilífeyris hefst að þessu sinni föstudaginn 9. október. TR Y GGIN G ASTOFNUN RÍKISINS Lyftustóll til sölu Tilboð óskast í lyftustól með hurðum, stýringum, mót- vigtarlóði o. fl. fylgihlutum. Til sýnis hjá umsjónarmanni Landspítalans milli kl. 10 og 12 og kl. 14—17 næstu daga. Reykjavík, 7. október 1964. Skrifstofa ríkisspítalanna. GJeraugu fundust í Ingólfsstræti í síðastliðinni viku. Vitjist í afgreiðslu Alþýðublaðsins. SENDISVEINN Sendisveinn óskast nú þegar, hálfan eða allan daginn. Skrifstofa ríkisspítalanna, Klapparstíg 29. NAUÐUNGARUPPBOÐ Vélbáturinn Hugrún ÍS-7, eign Sigurðar Sigurjónssonar, verður eftir kröfu Stofnlánadeildar sjávarútvegsins og Fiskveiðasjóðs íslands seldur á nauðungaruppboði, sem fram fer í vélbátnum sjálfum við bryggju í Hafnarfirði föstudaginn 9. þ. m. kl. 13.30. Uppboð þetta var aug- lýst í 56., 59. og 61. tbl. Lögbirtingablaðsins. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. 8-11 Höfum opið frá kl. 8 f. h. — kl. 11 e, h. alla daga vikunnar, virka sem helga. hjóíbaröaviögeröáti Múla við Suðurlandsbraut — Sími 32960. ALÞÝÐUBLADIÐ — 8. október 1964 13

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.