Alþýðublaðið - 06.11.1964, Qupperneq 2
Bitstjórar: Gylfi Gröndal (áb.) og Benedikt Gröndal. — Fréttastjórl:
Árni Gunnarsson. — Ritstjórnarfulltrúi: EiSur Guðnason. — Símar:
14900-14903. — Auglýsingasími: 14906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið við
Hverfisgötu, Reykjavík. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. — Áskriftargjald
kr. 80.00. — 1 lausasölu kr. 5.00 eintakið. — Útfiefandi: Alþýðuflokkurinn.
FRAMSÓKN 50 ÁRA
VERKAKVENNAFÉLAGIÐ FRAMSÓKN átti
50 ára afmæli fyrir nokkrum dögum og minntist
þess með hátíðarsamkomu og minningarriti. Er
ástæða til að óska verkakonum til hamingju á þess
•um tímamótum, því félag þeirra hefur verið eitt
öflugasta og farsælasta verkalýðsfélag á landinu.
Það hefur ekki aðeins háð þróttmikla baráttu fyrir
málum vinnandi kvenna, heldur haft þroskandi
áhrif á öll samtök íslenzks verkalýðs og verið um
margt til fyrirmyndar.
Ein höfuðgæfa Verkakvennafélagsins hefur
verið sú forusta, sem félagið hefur notið. Þrjár kon
ur hafa setið í formannssæti, þær Jónína Jónatans-
dóttir, JóhannaEgilsdóttir og Jóna M. Guðjóns-
dóttir, Jóhanna Egilsdóttir og Jóna M. Guðjóns-
þær hafa mætt á fundum í alþýðusamtökunum.
klæddar íslenzkum búningnm, fastar fyrir og virðu
legar.
Það var þungur róður að vinna kvenþjóðinni
rétt til að semja um kaup og kjör. Það sóttist séint
að fá viðurkenningu fyrir þeim sjálfsögðu mann-
réttindum, að sama kaup skyldi greitt fyrir sömu
vinnu, hvort sem karl eða kona leysti starfið af
hendi. En smám saman hefur miðað í áttina og fyr-
ir nokkrum árum vannst fullnaðarsigur í launa-
jafnréttismálinu. Tillaga frá ungum Alþýðuflokks
þingmanni leysti þann hnút á skynsamlegan hátt,
en flokkurinn knúði Sjálfstæðismenn í ríkisstjórn
til að veita málinu lið.
Hlutur kvenna í atvinnulífi verður sennilega
meiri í framtíðinni en hingað til. Vonandi verða
þeim ekki eingöngu fengin óþrifaverk, eins og oft
hefur áður verið, heldur finna þær fleiri og fleiri
verkefni á öld tækninnar og ,geta ekki síður stjórn
að margvíslegum vélum en karlmenn.
Með fjölbreyttari og meiri störfum kvenna
mun hlutverk Verkakvennafélagsins Framsóknar
fára vaxandi. Félagið stendur á gömlum og traust
•um merg og getur horft ótrautt fram til nýrra
tíma.
FISKASAFN
ALÞÝÐUBLAÐIÐ hefur á undanförnum ár-
um oft bent á, að íslendingar ættu að koma upp
góðu fiskasafni. Hefur blaðið stundum notað sjó -
mannadaginn til að koma þessari hugmynd á fram
færi og bent á, hvílíkt uppeldisgildi slíkt safn hafi
of hvílíka skemmtun það gæti veitt.
Nú hafa skátar í Hafnarfirði hrundið þessari
hugmynd í framkvæmd, og opna þeir fiskasýn-
ingu um næstu helgi. Er þetta lofsvert framtak og
ættu Hafnfirðingar að fylkja sér um þetta mál,
þannig að komið verði upp í Firðinum varanlegu
og góðu sjávardýrasafni. Slíkt safn mundi verða
bæjarprýði og menningarauki allri þjóðinni.
Varahlutaverzlun okkar
er flutt að Brautarhoiti 2
Jóh. Ólafsson & co.
VARAHLUTAVERZLUN
BRAUTARHOLTI 2 - SfMI 11984
Boðskapur afreksmanna
ÞAB ERU MENNTNGARSÖGU |
lesr tíðindi, að það skuli gerast
á sama ári, að reist er eitt mesta
listaverk mesta myndlistarmanns
þjóðarinnar. Útilegumaðurinu eft
ir Einar Jónsson, og minnismerki
um mesta skáld íslands fyrr og
síðar. Einar Benediktsson. Um
listaverk Einars Jónssonar hefur
allmikið verið rætt en minnis-
merki Ásmundar Sveinssonar um
Einar Benediktsson, var reist og
afhjúpað fyrir viku, í miðju prent
araverkfallinu
ÁSMUNDUR SVEINSSON er
mesti myndhöggvari, sem við eig
um nú. Minnísmeirki lians um
skáldjöfurinn .■ er stórbrotið og
táknrænt, hvort tveggja í senn.
Harpan gnæfir að baki mannsins,
hljóðfæri skáldsins, sem syngur
ljóð sín við slátt hörpunnar. Bæði
þessi minnismerki liafa ungri
kynslóð boðskap að flytja og
hvatningu um raunhæf verðmæti
sem hvorki mölur né ryð fær grand
að.
MAÐUR HEYRIR OFT SAGT
„þessi kynslóð hefur gert allt, sem
gert hefur verið á íslandi frá upp
1 hafi“. Þetta er hin mesta fásinna
Hverjir hafa unnið önnur eins
•afrek og listamennirnir Einar
Benediktsson og Einar Jónsson?
Okkur er. enn ljósara í dag en í
gær þau gýfurlegu verðmæti, sem
þesstVr tsfeir menn færðu þjóð
sinni, verðmæti, sem munu end-
ast henni um aldur og ævi. Sjá
menn því hversu fráleit staðhæf
ing það er, að núlifándi kynslóð
hafi gert allt sem gert hefur verið
BÁÐIR ÞESSIR MENN lifðu og
störfuðu þegar þjóðina dreymdi
heitast um frelsi og viðreisn. Og
báðir unnu að því að draumarnir
gætu iræzt sem fyrst. Annar með
huga og höndum, þögull með
hamar og meitil, hinn af glæsi-
legri mælsku og goðum líkum
anda kvað ljóð handa allri fram-
tíð. Þeir unnu jafnvel meiri þrek
virki en nokkur maður annar fyrr
og síðar.
ÞAÐ VAR SAGT VIÐ afhjúpun
minnismerkisins um Einar Bene-
diktsson, að það æti að verða
til þess, að núverandi kynslóð
kynnti sér betur en áður boðskap
hans, ljóð handa og anda Ef nokk
uð getur orðið til þess, þá er þalT
þetta glæsilega minnismerki. Ég
fagna því og við gerum það 611.
Það er vottur þess, að við, seni
nú lifum og störfum kunnum að
meta skáldmæringinn.
T1
VITANLEGA VERÐUR deilt
um staðsetningu minnismerkising.
Mér þykir það ljóður, að það skull
snúa baki við Miklubr. Ef til vill
skjátlast mér í þessu, en ég hefði
kosið að það hefði staðið á horni
Flókagötu og Lönguhlíðar, eða
réttara sagt skammt frá hominu
í túnbrekkunni. En skipuleggjari
garðsins mikla mun hafa hugsaW
þetta mál vel og gaumgæfiiega,
og hann er bæði smekkmaður og
listamaður.
ALLMIKLAR DEILUR hafa statí
ið undanfarið um nafnið á þessuml
nýja skemmtigarði Reykvíkinga,
sem nú er í sköpun Ég tók eftir
því, að borgarstjóri néfndi hann
Miklatún. Kanski gerði hann það
af ásettu ráði, og að hann sjálfur
telji Það besta nafnið á garðinum.
Hannes á horninu
g 6. nóv. 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ