Alþýðublaðið - 06.11.1964, Side 3
Nýja stjórnín í
BOLIVÍU boðar
nýjar kosningar
La Paz, Boliviu, 5. nóv. (ntb-r).
Herforingjastjórnin, sem hefur
tekið voldin í Boliviu I sínar
bendur og neyddi Victor Paz Est-
onssoro forseta til að fara í út-
legð í gær, hóf stjómarstörf sín
i dag með því að lýsa því yfir,
að bráðlega verði efnt til kosn-
inga.
Byltingin batt enda á tólf ára
forsetatíð Pas Estonssoros forseta.
Hann flúði til Perú meðan hörð
vopnaviðskipti voru háð í La Paz.
Að minnsta kosti sjö manns biðu
bana og 50 særðust í byltingu
hersins.
Leiðtogi herforingjastjórnar-
jnnar, Alfredo Ovando Candia hers
liöfðingi, sagði í dag, að stjórnin
yrði við völd unz unnt yrði að
efna til nýrra kosninga. Rene Bar-
rientos Octuna varaforseti hefur
sagt, að hann hafi hafnað tilboði
um að verða leiðtogi herforingja-
stjórnarinnar og sagt af sér sem
varaforseti. Mikill mannfjöldi fagn
aði honum ákaft fyrir utan forseta
höllina.
Paz Estonssoro hefur fengið hæli
sem pólitískur flóttamaður í Perú,
en þangað flúði hann ásamt konu
sinni, fjórum sonum og fjórum
háttsettum embættismönnum.
Candia hershöfðingi sagði í út-
varpsræðu, að herforingjastjórnin
mundi tryggja jarðnæðisréttindi
bænda. Bændurnir eru öflugustu
stuðningsmenn uppreisnarmanna.
Ekki var ljóst í kvöld livernig
herforingjastjórnin væri skipuð.
Hún tók völdin eftir hörð átök
í La Paz milli hersveita og lög-
reglusveita, sem vörðu forsetann.
300 kongóskir upp-
reisnarmenn felldir
Leopoldville, 5. nóv. (NTB-R). náð úr höndum uppreisnarmanna
300 kongóskir uppreisnarmenn og árás uppreisnarmanna norðan
voru felldir þegar stjórnarher-
sveitir og flókkur málaliða gerðu
ineiri háttar árás í sameiningu á
stöðvar uppreisnarmanna I Leni-
héraði, samkvæmt fregnum sem
bárust til Leopoldville í dag. 21
árs gamall Suður-Afríkumaður
féll og fimm aðrir særðust í bar
dögunum, sem voru háðir við Gom
bari, og tvo að'ra smábæi í Beni-
héraði.
Suður-afríski málaliðinn var úr
flokki hvítra málaliða, sem áttu
m. a. þátt í því, að hinum mikil-
væga bæ Urvira í Kivuhéraði var
Bukavu var hrundið fyrr í haust
Beni-héraðið er um 358 km,
norður af Bukavu og árás stjórnar'
liersveitanna er talinn liður í sókn
þeirra gegn Stanleyville, aðal-
bækistöðvum uppreisnarmanna. —
Stanleyvillestjórnin hefur krafizt
þess, að Belgía og Bandaríkin
hætti stuðningi sínum við mið-
stjórnina í Leopoldville og settu
það sem skilyrði fyrir því að um
500 Belgum og Bandaríkjamönn-
um, sem nú eru í stofufangelsi í
yfirráðasvæði uppreisnarmanna,
yrði sleppt úr haldi.
Verzlunarbankinn
hyggur á breytingar
Krústjov á að gera grein fyrir afstöðu sinni.
(Sjá leiðara í Þjóðviljanum í fyrradag).
Teikn. R. Lár.
Hafnar framkvæmd-
ir við Iðngarða h.f.
Reykjavík, 5. nóv. — ÁG.
Verzlunarbanki íslands liyggur
nú á miklar breytingar á húsnæði
sínu í Bankastræti og mun jafn-
framt endurskipuleggja allt af-
greiðslukerfi bankans. Þá liefur
bankanum verið lieimilað að
steypa upp einnar hæðar viðbótar
byggingu, sem skóverzlun Lárus-
ar Lúövígssonar lét reisa á sín-
um tíma við norðurhlið hússins.
Eins og kunnugt er, þá liefur
Verzlunarbanki íslands keypt alla
Reykjavík 5. nóv. G0.
KLUKKAN 9 í morgun hófust
byggingarframkvæmdir við Iðn-
garða h.f. sem staðsettir verða við
Grensásveg hér í Reykjavík. Hafist
var handa um byggingu fjöliðju
vers og við það tækifæri flutti
formaður stjórnar Iðngarða,
Sveinn B. Valfells, ræðu og Jó-
hann Hafstein iðnaðarmálaráð-
herra lýsti framkvæmdir hafnar.
Einnig var borgarstjórinn í
Reykjjavík, Geir Ilallgrimsson, við
staddur athöfnina.
Sveinn lýsti því hvernig vax-
andi húsnæðisþörf iðnaðarins hafi
hrundið af stað umræðum um,
hvernig vandi sá yrði helzt leyst
húseign Skóverzlunar Lárusar G.ur- Gunnar Ólafsson fyrrv. skipu
I.úðvígssonar við Bankastræti 5. lagsstjóri hjá Rej(kj'avikurborg
Hefur bankinn notað helminginnkynnti sér málið og flutti tillög
af fyrstu og annarri hæðinni fyr- ur sínar á fundi hjá Félagi ís-
ir afgreiðslur sínar. Er nú hug-lenzkra iðn;rekenda í nóúember
myndin að taka alla fyrstu hæðina!958. Tillögur hana gerðu ráð
undir hina almennu afgreiðslu, ogfyrir byggingu fjöliðjuvers.
hafa aðra starfsemi bankans á í framhaldi af fundi þessum,
næstu liæðum. Húsið er fjórarleitaði FÍI til Landssambands iðn
hæðir, en sú efsta er aðeins fok-aðarmanna um að vinna að fram
held. gangimálsins ogvar mynduð sam-
Er blaðið ræddi í dag við skrif-starfsnefnd þessara tveggja sam
Framh. á bls. 4 taka.
Öllum meðlimum FÍI og Lands
sambandsins var gefinn kostur á
þátttöku og málið komst fyxst á
verulegan rekspöl, þegar ríkis-
stjórnin varði 10 milljónum kr.
af brezka láninu til að styrkja
fyrirtækið. Að þessum styrk
fengnum o(g þegar fjárþörfinni
hafði ve)rið ijullnægt á annan
hátt, var hafist handa um teikn
ingar og annað er að undirbúningi
laut. Allt var það gert í nánu og
góðu samstarfi við Iðnaðarmála-
ráðuneytið og yfirvöld Reykjavík
ur. Máli sínu lauk Sveinn með
þeirri ósk, að hér sé framtíðinni
gefið fordæmi um hvemig megi
leysa vanda á hagkvæman og hag
sýnan hátt með félagslegu átaki.
Auk Sveins eru þessir menn í
stjórn Iðngarða: Guðmundur
Halldórsson, Tómas Vigfússon,
Sveinn K. Sveinsson og Þórir
Jónsson.
Dómurinn vegna
verzlanamálsins
Reykjavík, 5. nóv. — GO.
MIÐVIKUDAGINN 28. október
dæmdi Félagsdómur í máli, sem
ASÍ liöfðaði fyrir hönd Lands-
sambans íslenzkra verzlunarmanna
gegn Kaupmannasamtökum ís-
lauds og- nokkrum kaupmönnum
persónulega.
Málið snerist um það atriði,
hvort kaupmennirnir hefðu brotið
ákvæði A-liðs kjarasamninga Kaup
mannasamtakanna v.ið VR, með því
að nota samþykkt borgarstjórnar
um kvöldsölu um söluop á verzl-
unum sínum. A-liður kjarasamn-
ingsins fjallar um vinnutíma verzl
unarfólks og þar er því ákveðinn
46 stunda vinnuvika. Dómkröfur
stefnda voru þær, að kaupmönn-
Framliald á síðu 4
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
6. nóv. 1964 3