Alþýðublaðið - 06.11.1964, Page 6

Alþýðublaðið - 06.11.1964, Page 6
BANDARÍSKI svertinginn Dean Dixon er mjög snjall hljóm- sveitarstjóri og hefur stjórnað simfóníuhljómsveitum víða um heim, m. a. í Gautaborg. Um þessar mundir stjórnar hann sinfóníu- hljómsveitinni í Sydney í Ástralíu, og þar sannaði' hann um dag- inn, að hann getur stjórnað konsert eftir Beethoven meö augna- brúnuimm. Svo er mál með vexti, að Dixon hafði meitt sig illa í öxlinni og varð að ganga með handlegginn í fatla. Hann átti að stjórna þriðja píanókonsert Beethovens (einleikari John Ogden) og það gerði hann sem sagt með augnabrúnunum. Á eftir lýstu hljónr- sveitarmennirnir því yfir, að þeir hefðu skilið hverja einustu bend- ingu hans. 0— ÞEGAR Rex Harryson var róðinn til að leika með Natalie Wood í næstu kvikmynd, upp- götvaði hann, að myndin átti að heita „Gamli maðurinn og ég“. Hann mótmælti þegar í stað. „Svo gamall er ég ekki orðinn, að það þurfi að æpa það í kvikmyndaheiti", sagði hann. Nafninu var þegar breytt í „Unga stúlkan og ég“, og þar með var Sexy Rex ánægður. —0— ROBERT nokkur Froner, 22 ára gamall Bandaríkjamaður, vann um daginn stærsta vinning, sem unnizt hefur í veðhlaupasögu Banda- ríkjanna. Hann keypti eitthvað, sem heitir „twin double ticket", sem kannski mætti kalla tvi-tvöfaldan miða, á Roosevelt Raceway í New Yorik fyrir 90 krónur og fékk til baka rúmlega 7,2 milljónir króna en veðmálin stóðu nú líka 80.000 á móti 1. FRÁ Hollywood berast þessar fréttir: WiHiam Holden hefur séð mjög eftir „flótta sinum undan oki hjónabandsins" og eftir tveggja ára ævintýri með hinni gullfallegu ljós myndafyrirsætu frá París, Capucine, er hann snúinn heim aftur til eiginkonu sinnar, hefur beðið grátandi um fyrirgefningu, og fengið hana. Capucine hefur tekið þessu merkilega ró- lega og segir aðeins: „Ég veit, að innst inni elskaði hann aljtaf konu sina meðan við vorum saman. Ég vona bara, að hún verði aftur hamingju söm með honum, og að ég geti huggað mig við, hve við vorum hamingjusöm saman. —0— líka á UiiJ ÞESSAR mundir er verið að rífa vindmylluna „De Zwan“ í . kollenzka bænum Vinkel. Hún á þó ekki alveg að hverfa, heldur hefur Bandaríkjamaður nokkur keypt hana og hyggst flytja hana vestur um haf og setja hana upp á landaeign sinni í Michigan. Þannig gerir hann að veru- leika þann lífsdraum sinni að vera eini maðurinn í Bandarikjunum, sem á ósvikna vindmyllu. —0— ÞAÐ fór heldur illa fyrir blaðakóngnum Thomson lávarði um daginn. Eins og menn muna fór hann nýlega til Moskva og ræddi þá m.a. við.Nikita Krústjov Cþennan, sem var fyrirmynd annarra áður, en nú má ekki nefna, þið vitið). í tilefni af þessu fékk hin virðu- lega stofnun Royal Institute of International Affairs lávarðinn til að ’halda fyrirlestur, þar sem hann skýrði frá hver áhrif rússneski ein- ræðisherrann hafði á hann. Nú vildi svo til, að fyrirlesturinn var haldinn sama kvöldið sem . Krúst.iov féll, og Thomson hafði ekki hugmynd um neitt. Allan fyrir lestm m út í gegn talaði hann því um Krústjov sem ríkjandi ráða- mann í Moskvu, og eins og hann ætti talsverðan tíma fyrir sér sem slíkur. ,Þó gerðist það rétt undir lok ræðunnar, að inn á fundinn , barst orðrómur um það, sem skeð hafði svo að ræða lávarðarins varð ndir. lokin harla lítils virði. A eftir sagði einn kvikindislegur utanríkispólitíkus við hann: • „Kær Lord Thomson. Þér minnið mig á Lovík 16. í Frakklandi, sem skrifa )i i dagbók sína daginn, sem Bastillan féll: Rien — ekkert gerðist." S 6. nóv. 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ Þær eru ekki sérlega hýrar á hána þessar ,. skvísur" á myndinni, enda verð ástæða til. Þær eru dansmeyjar á hinu fræga W'indmill-leikhúsi í London, sem kallað' hefur verið Folies Bergeres Lundúna, og þegar myndin var tekin af þeim, höfðu þær nýlega frétt, að það ætti að' Ioka Vind- myllunni 31. október n.k. Ef þið viljið vita, hVað þær heita, þá eru þær: Pat Patterson, Mandy Meyer og Alexis Holmes. Kannski koma þær ein hvern tíma sem heimsfrægar stjörnur að skemmta mönnum hér uppi á íslandi? Dansmennt Dana í ógöngum í DÖNSKU blaði sjáum við, að Danir muni vera einhverjir mestu dansiðkendur heims. Þar munu 450.000 manns þeysast um dans- gólf í dansskólum í vetur og læra mikinn fjölda dansa og spora. En a. m. k. einum danskennara, Lou Larsen, sem kennt hefur dans i 35 ár, og einum danshljómsveitar- stjóra, Peter Rasmussen, sem m. a. hefur starfað með Victor Sylvest- er, blöskrar fjöldi dansanna, sem upp hafa komið á síðustu árum og telja þá flesta lítils virði. Segir Larsen, að dansmennt Dana sé komin í hreinar ógöngur vegna þessarar dánsamergðar, og Ras- mussen bætir við, að það sé orðin tóm viteysa* þegar hljóðfall hinna ýmsu, nýjú dansa sé aldeilis ó- þekkjanlegí orðið frá hljóðfalli fjölda annsfrra dansa. Telja þeir félagar, að nóg sé að kenna fimm „standard" dansa, auk nokkurra suður-amerískra spora. Til sönnunar ógöngunum nefna þeir félagar nokkra tízkudansa, sem komið hafa fram á allra síð- ustu tímum, og þeir telja ekki hafa minnstu möguleika á að lifa: Crawl — Smash Potatoes — Surf — Madison — Madison Twist — Huckle-Buckle — Hitch- hiker — Chicken — Hully Gully — Limbo Rock — Quela — Pac- hanga — Blue Beat (Jamaica Ska) — Monkey Bird (Wapp) — Shake — Snap — Flicker — Strumpf — Elephant Walk — March of tlie Muds — Swirl — Parachute, auk fjölda annarra. Þeir telja, þess engan kost að halda öllum þessum dönsum að- skildum. Benda þeir réttilega á, að velgengni sumra þessara nýju dansa stafi af danslögum þeim, sem þeir séu dansaðir eftir, og ef ekki kpmi önnur álíka góð lög við sömu spor, deyi þeir. ÁSTRALSKA húsmóðirin Helen George fékk stói't NEI lijá manni sínum um daginn, er hún bað hann um peninga til fatakaupa Hún gerði sér þá lítið fyrir og settist kviknakin út í garð. Þetta hafði áhrif — ekki á mann inn — heldur á nágrannakonurn ar, sem komu með ný föt handa Helen, til að halda möniiunum sínum frá gluggunum. : Skattamál eru alltaf fróðleg mál til athugunar, ■ eða svo fannst bandarískuin hagfræð- ingum, sem tckið hafa sér fyr- ir hendur að kanna hlutfall millj skattabyrði og framleiðslu í iðnaðarríkjum. Við rann- sókn þeirra hefur komið í ljós, að Vestur-Þjóðverjar greiða hæstu skatta.í heimi. Er búizt við, að Vestur-Þjóðverjar muni greiða yfir 100 milljarða marka <um 970 milljarða króna) í skatta á þessu fjárhagsári. Næstir á skránni eru Sviar, þá Hollendingai\’Bretar, ítalir og ioks Bandaríkjamenn, Nýtt verk eftir Mozart Flestir þekkja tónskóldið talið eftir Gluck, en vestur- Wolfang Amadeus Mozart og þýki tónlistarfræðingurinn dr. vita, að fá tónskáld háfa fram- Gerhard Croll skar úr um, að leitt meira af tónlist, og henni vekið væri eftir Mózart með gullfallegri, á örskammri starfs því að kanna skriftina á hand- ævi. Menn höfðu lengi haldið, ritinu og sömuleiðis á grund- að þeir þekktu öll hans verk, velli stefjanna, sem notuð eru. en svo kom það fyrir, ekki Ber nú enginn léngur brigður alls fýrif löngu, að nýtt verk á, að verkið sé eftir Mozart. eftir hann fannst í Kremsier- Ekki ber mönnum saman um, kastala í Tékkóslóvakíu. Kall- hvenær Mozart hafi skrifað ast verk þetta Larghetta og verkið, en líklegt er talið, að Allegretto í Es-dúr fyrir tvö hann hafi skrifað það í Vín píanó. Verk þetta hafði verið 1781.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.