Alþýðublaðið - 06.11.1964, Qupperneq 10

Alþýðublaðið - 06.11.1964, Qupperneq 10
n © 1 BRUNATRYGGINGAR á húsum í smíðum, vélom og áhöldym, effni og lagerum o.ffi. Heimistpygigingi hentar yður Heimilisfryggingar Innbús VatnsQóns Innbrots Glertryggingar IRYGGINGAFELAGIÐ HEIMIR” IINDARGATA 9 REYKJAVlK SlMI 2 1 2 6 0 S I M N E F N I : S U R E T Y Leitum nýrra hugmynda Framhald af 7. síðu i Stóraukin engan veginn allir rætzt. Enn er ] skipulag samtakanna hið sama og þá og starfshættir allir. Er því áreiðaniega tími til kominn að taka þessi málefni öll til endur- s]koðunar og endurbóta. 7 Ég hef nú leyft mér að gera' af- mæli samtakanna og starf liðinna ára að umtalsefni. Það minnir á önnur tímamót, sem eru þó allt annars eðlis. Um þessar mundir . á sem sé Alþýðuflokkurinn að v.þaki sér lengsta samfellt tímabil aðildar að ríkisstjórn. Hann hefur i)ú um 8 ára skeið tekið þátt í • ríkisstjórn, og um tíma sat hrein ■ flokksstjórn að völdum. Vegna þessa er nú sjálfsagt að íhuga nokkuð, hvernig til hefur tekizt. Segja má, að timabil þetta :i skiptist í tvennt, það er aðildina ,i að Vinstri stjórninni svokölluðu 1956—1958, og tímabilið síðan. — Allan þennan tíma hefur flokkur- inn reynt að koma sem flestu og beztu til leiðar með aðild sinni að ríkisstjórn. En ekki er mér þátt- . takan í Vinstri stjórninni minnis- stæð fyrir þá sök, að framkvæmd stjórnarstefnunnar hafi tekizt vel :: eða stjórnin hafi gert helztu i stefnumál Alþýðuflokksins að sín- | um. Hins vegar skiptir mjög um við myndun ríkisstjórnar Alþýðu- flokksins haustið 1958. Tíminn síðan hefur einkennzt af djarfhuga ij og stórhuga stjórnarstefnu. Hrund J- ið hefur verið i framkvæmd hverju •f stórmálinu af öðru. Ber þar hæst $ leiðréttingu kjördæmaskipunar- j., innar, viðreisn efnahagsmála, stór- eflingu almannatrygginga, sigur í ff landhelgismálinu, frið um utan- K ríkis- og varnarmál, stórefling j mennta og skólamála, mikla at- I* vinnu og öflugar framkvæmdir um I allt land. ‘A ó Á þessu tímabili hefur verið [f lagt til atlögu við margan stór “ vandann og sigur fenginn, nýjar 10 6. nóv. 1964 - ÁLÞÝÐUBLAÐI0 þjóðbrautir lagðar í andlegum og verklegum efnum og há mið tekin. Dómurinn um aðild Alþýðuflokks- ins að ríkisstjórn síðustu 6 ára getur því ekki orðið nema jákvæð- ur, áhrif flokksins leyna sér ekki. Auðvitað hefur sitthvað gengið afskeiðis á þessu timabili og sitt- hvað orðið til angurs, þótt heild- arárangurinn verði að teljast góð- ur. Það er til dæmis illt til þess að vita, hvernig síðustu alþingis- kosningar gengu flokknum í óhag. .... Og þótt við séum samþykkir aðild flokksins að núverandi ríkis- stjórn, eru margir andvígir því, að samvinnan við Sjálfstæðisflokkinn skuli sjálfkrafa vera látin ná til bæja- og sveitarstjórna um land allt, sem og til verkalýðshreyfing- arinnar. Okkur þótti óhægt að vera í hræðslubandalagi við Fram- sóknarflokkinn, en ekki er betra að vera í allsherjarbandalagi við Sjálfstæðisflokkinn. Víst er á margt að líta, þegar þessi mál eru vegin og metin, en þegar öllu er á botninn hvolft hygg ég, að sú verði niðurstaðan, að Alþýðuflokk urinn eigi að starfa og berjast oft- ar einn og óstuddur en hann gerir núorðið. Stjórnmálasamtök, sem vilja njóta trausts og áhrifa, verða að vera í takt við tímann, benda á leiðir til lausnar flestum vanda og þjóðbrautir til farsældar. Stjórn- málasamtök ungra manna, sem vilja vera vanda sínum vaxin og njóta fylgis og trúnaðar unga fólks ins, verða að þekkja vanda þess og leiðir til lausnar og gera fram- tíðaróskir þess að sínum. Stjórn- málasamtök, sem ekki eru í takt við tímann, verða nátttröll. Því skulum við nú vandlega íhuga mál efni unga fólksins og dreyma þess framtíðardrauma, jafnframt því sem við ræðum þjóðmál dagsins. Minnumst þess, að vandi fylgir vegsemd hverri, og sá nýtur skamma stund trúnaðar, sem ekki finnur til ábyrgðar. Mörg og brýn verkefni blasa við. Einna efst í huga okkar er vafalaust hin brýna þörf heildar- löggjafar um húsnæðismál, þar ! sem hlutur byggingasamvinnufé- laga verður gerður stórum meiri og unnið að verulegri lækkun byggingakostnaðar. Brýn nauðsyn á alhliða viðreisn verkalýðssam- takanna má heldur ekki fram hjá okkur fara. Þá hljótum við að ítreka fylgi okkar við 18 ára kosn- ingaaldur, iðnnám verði tekið til gagngerðra endurbóta, hjónagarð- ar byggðir við ýmsa framhalds- skóla og komið upp almennu námslánakerfi og námsstyrkj- um Við skulum heldur ekki láta undan dragazt að gera samþykktir um aðild starfsfólks að stjórn fyrirtækja, að 1% þjóð artekna renni til aðstoðar við þró- unarlöndin, einstakar fram- kvæmdaáætlanir til langs tíma verði gerðar fyrir hina ýmsu lands- hluta og atvinnugreinar, og komið verði á fót stóriðju svo að á margt ólíkt sé drepið í einu. Allt þetta og margt fleira er næsta framtið samtímans, óskalisti unga fólksins til Alþýðuflokksins. En fjarlægari framtíð er einnig nauðsynlegt að gefa gaum. Vest- ræn ríki standa nú frammi fyrir tæknibyltingu, sem kölluð er Önn- ur Iðnbyltingin. Kjarni hennar er sjálfvirkni sú, sem nú ryður sér mjög til rúms í iðnaði vestrænna þjóða. Hún veldur atvinnuleysi þeirra, sem ekki hafa nægilega menntun til að bera og geta ekki lagað sig að breyttum aðstæðum, nýjum tímum. En hin nýja tækni- bylting verður að reynast gull í hendi fólksins, færa því fleiri tómstundir og betri efni, en þekkzt hafa áður. Vestrænar þjóð- 1 ir búa sig nú sem óðast undir þessa tíma og ég fæ ekki betur séð, en við íslendingar verður í þessu efni að fylgjast vel með tím- anum, en daga upp elli. Rétt eins og þær verðum við að taka skóla- og menntakerfi okkar til gagn- gerðrar endurskoðunar og bæta mjög menntun velflestra ung- menna. Þetta er því meiri nauð- syn, sem þjóðin er fámenn. Af þeirri ástæðu einni verður liver maður að vera hæfur, ef halda á uppi þjóðlífi. Komandi tímar munu krefjast menntunar af vel- flestu ungu fólki, er jafnast á við nútíma stúdentsmenntun. Á það auðvitað við um andleg efni sem verkleg. Það er þegar tímabært að gera skólakerfið svo úr garði að unga fólkið ráði við kröfur tæknibyltingarinnar, er það stend- ur andspænis þeim. Og það er cinnig tímabært að undirbúa inn- reið hennar í atvinnulíf þjóðar- innar. Harold Wilson, leiðtogi brezka Verkamannaflokksins, var nýlega að því spurður, hvaða eitt. orð gæti lýst megininntaki jafnaðar- stefnunnar. Hann sagði, að það væri orðið vísindi. Einn flokks- manna hans lýsti sig ósammála þessu og sagði, að það væri orðið siðgæði. Ekki skal ég reyna að lýsa jafnaðarstefnunni með einu orði, en ég hygg að það sé sann- mæli, að jafnaðarstefnan sé feg- ursti draumur um réttlátt og ham- ingjusamt þjóðfélag, sem mann- kynið hefur nokkru sinni dreymt, i Jafnaðarmenn um allan heim stefna að því að gera þennan draum að veruleika og þau ríki eru talin öðrum ríkjum fyrirmynd- arríki, sem þeir hafa lengst stjórn að. íslenzkir jafnaðarmenn liafa mótað mjög þjóðfélagsþróunina á liðnum áratugum með þeim árangri, að ísland er í röð fremstu velferðarríkja heimsins. Á kom- andi tímum ber okkur að móta þjóðfélagsþróunina í enn ríkari mæli. Við ungir jafnaðarmenn eigum að leggja okkar skerf til þess að það geti orðið. Það gerum við bezt með því að leita nýrra hugmynda og nýrra leiða, með því að vinna saman af einhug, stórhug og framtíðarsýn. Þá mun vel til takazt. Framhald af 7. síðu menna menningarstarfsemi er nauðsynlegt að efla t. d. með sýn- ingum Þjóðleikhússins, hljómleik- um Sinfóníuhljómsveitarinnar og listkynningu um land allt. Má einnig benda á nauðsyn þess að unnið verði að stofnun menning- armiðstöðva sem víðast. Styrkir til skálda og listamanna verði stór- auknir. Mætti það gjarna verða að nokkru leyti með skreytingum opinberra bygginga. Þingið telur mjög mikið verk óunnið í æskulýðsmálum þjóðar- innar. Löggjöf um æskulýðsmál verðúr því að setja sem allra fyrst, og hlýtur þar að koma greinilega fram skilningur stjórn- arvalda á gildi og starfi æskulýðs- samtakanna. Löggjöf þessi verð- ur að gera kleift að setja á stofn umfangsmikla og lieilbrigða tóm- stunda- og skemmtanastarfsemi æskufólks. Harmar þingið mjög drykkjuskap æskufólks og telur, að hafa beri strangt eftiriit með starfsemi hinna ýmsu skemmti- staða og einstakra félagsheimili. Ber brýna nauðsyn til, að sett verði strangari lög um starfsemi og rekstur áðurgreindra aðila. 20. þing SUJ telur að húverandi menntamálaráðherra hafi áorkað miklu til eflingar menntunar og menningar í landinu. Væntir þingið þess að á komandi tíð verði enn stefnt hátt og drjúglega unn- ið. SENDISVEINN óskast. — Vinnutími fyrir hádegi. Aiþýðublaðið Sími 14 9ðð. vantar unglinga til að bera blaðió áskrif' enda í bessum hverfum: Bergþórugötu Melunum Högunum Laufásveg Rauðarárholti AfgreiðsEa Alþýðublað^^ % Sími 14 900.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.