Alþýðublaðið - 15.11.1964, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 15.11.1964, Blaðsíða 2
Ritstjórar: Gylfl Gröndal (áb.) og Benedikt Gröndal. — Fréttastjórl: Arni Gunnarsson. — Ritstjómarfulltrúi: EiSur Guðnason. — ' Símar: 14900-14903. — Auglýsingasími: 14906. — Aðseturj Alþýðuhúsið við Hverfisgötu, Reykjavík. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins, — Áskrirtargjald kr. 80.00. — I lausasölu kr. 5.00 eintakiö. — Útgefandi: Alþýðufiokkuiinn. ALÞÝÐUSAMBANDSÞING ÞING Alþýðusambands íslands, hið 29. í röð- inni, verður sett á morgun hér í Reykjavík. Þingið munu sitja um 370 fulltrúar, sem þar koma fram fyrir hönd tæplega 35 þúsund vinnandi manna og kvenna úr öllum félögum og samtökum, sem aðild eiga að Alþýðusambandinu. Undanfarna daga og vikur hafa menn velt því fyrir sér hvernig valdahlutföllin muni verða á þing inu og sýnist þar sitt hverjum, en hvemig málin raunverulega standa munu næstu dagar leiða í Ijós. Burtséð frá öllum flokkadráttum standa sam- tök íslenzkrar alþýðu nú andspænis mörgum vanda málum og stórum, sem vonandi er að þingið beri gæfu til að ráða fram úr. Alvarlegasta vandamálið, sem nú blasir við, er fjárhagslegt. Gjöld aðildarfélaganna til sam- bandsins eru lág og hafa ekki verið lagfærð til samræmis við almennar breytingar á kaupgjaldi og verðlagi um árabil. Eins og er má segja, að al- þýðusamtökin séu nær gjaldþrota og við svo búið má að sjálfsögðu ekki lengur standa, um það hljóta allir verkalýðssinnar að vera sammála, hvað sem pólitískum skoðunum líður. Févana eru samtökin máttlaus og geta ekki gegnt hlutverki sínu. AI- þýðusamtökunum er nauðsyn að hafa á að skipa harðsnúnu liði sérfræðinga í efnahags- og kaup- gjaldsmálum, þegar gengið er til samninga við at- vinnurekendur, og slíkt geta samtökin ekki nema fjárhagur þeirra standi traustum fótum. Verði fjárhagsvandamál alþýðusamtakanna ekki leyst á þessu þingi, er vandséð hvernig fara muni og hætta á að afl og máttur samtakanna minnki verulega. Eins og er, eru sjálf Alþýðusambandsþingin fjárfrek fyrirtæki, og samtökunum raunar um megn að standa straúm af kostnaði við þau. Hlýt- ur því mjög að koma til álita á þessu þingi, hvort ekki sé á einhvern hátt hægt að minnka þennan kostnað án þess að það þó gerist á kostnað lýðræðis- ins innan samtakanna. Undanfarin ár hafa kommúnistar stjórnað Al- þýðusambandinu í skjóli og með stuðningi Fram- sóknarmanna. Á þá stjórn hefur verið réttilega deilt og víst er, að margt hefði betur mátt gera, ef hagsmunir verkalýðsins hefðu ætíð verið settir ofar p'ólitískum hagsmunum ráðamanna. Það er íslenzkri alþýðu ekki til góðs að samtökum henn- ar skuli hvað eftir annað hafa verið beitt fyrir pólitískan vagn kommúnista og fylgifiska þeirra Vonlaust er með öllu, að laga það sem aflaga fer innan A.S.I., nema til komi almennt samkomu- lag um forystu samtakanna næstu árin. Þeir, sem háfna slíku samkomulagi, hljóta því að bera ábyrgð á því, ef máttur og afl samtaka íslenzkrar alþýðu fara þverrandi á næstu misserum. Hafið þér kynnzt HETTE sjónvarpstækjunum norsku? RADIONETTE-tækin hafa skýra og góða mynd, með 23“ skermi. Fáanleg í tekki eða maghony, fyrir hillur eða á fótum. Athugið hagkvæma greiðsluskilmála. Eigum einnig til hin þýzku HKL loftnet, 10 og 13 elementa. Einar Farestveit &■ Co h.f. Aðalstræti 18 . Sími 16995 STAPAFELL h.f. Keflavík. Sími 1730. 'a Það var einu sinni himinsæng Bæjarbíó: Það var einu sinni himinsængr. ■— Þýzk kv mynd, grerð af Rolf Thicic. Fékk Ernst Tubitah verd' launin, Bolf Thiele, leikstjóri þess arar myndar, er ckki mjög þekktur liérlendis, ef til vill muna hann þó ýmsir fyrir myndina „Der tolle Bomberg,” sem hér var sýnd fyrir nokkru. í heimalandi sínu og víðar er hann þó talinn snjall leik- •stjórij sem fer sínar eig'in göt- ur og nær fram persónulegum áhrifum og með skemmtilega klippingu mynda sinna og sér- stæðum tökum á leikurum sín- um. Ernst Tubitali verðlaunin, sem hann fékk fyrir „Það var einu sinni himinsæng,” eru ekki að ósekju komin í hans liendur, þar seni áhrifin frá þeim stórmerka leikstjóra eru auðsæ í mynd Thieles, 'bein og óbein. Slíkt rýrir þó vart verk Thi- eles, sem er furðu ólíkt þeim þýzkú myndum, sem við eigum að venjast, þrungið drýldinni kímni, duldu háði, frönskum léttleika í samleik kárls og konu, skemmtilegri klippingu og leik með myndavélina. — Formlegur óperettublær og andi draumveru, sem ekki verð ur tímasett að neinu, hvílir yfir allri myndinni. Það er gaman að kynnast þessari hlið á þýzkri kvik- myndagerð og góðrar kvöld- stundar virði. Leikstjórinn merki, Ernst ibitah, er einn frægasti leik- stjóri Þjóðverja fyrr og síðar. hann er enn vitnað, þegar rædd eru tæknileg atriði í kvikmyndagerð og vísað ótæpt til verka hans um persónuleg og glæsileg vinnubrögð. Hann hvarf til Bandaríkjanna 1923 eins og fleiri merkustu leik- stjórar Þjóðverja á þeim ár- um og þótti síðan nokkuð setja Framh. á 13. síffu. 2 15. nóv. 1964 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ <IIIIIIHIIIIIfllllllllfllllllMil|M(|lll||l|ll|l|||||||||||||IIIIIIIIHIIIIIIIIItllllllHII(,|IHIIH"Mltll»»lllllllll|ll|l(IIH'IIIIIMIIIII<|l||lll|il|»llll«IHIIf «MHII<Mftill(lflMf",|H»l»|||,»|(|,|l

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.