Alþýðublaðið - 15.11.1964, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 15.11.1964, Blaðsíða 5
iiiiiiiiimiiiiiimmmiiiiiiiiMimiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiimiiHiimiiiiii iiiiiiiiiiiiiiimmimimiiimmiiiiiimimiiiimiiiimmiiimiimimiiimiiiiimmiimmmHmimmmimimiiimimimimiiimiiiiiiiiimmimmmii ^nmi Ritstjóri: ALFKEiaUR BJARNADÓTTiR Svipmyndir úr vefrar- tizkunni VETRARKÁPURNAR í eru bæði köflóttar og einlitar. Helztu tízkulitirnir eru dökk irautt, grænt, brúnt og svart. Kjragarnir eru litlir og þeim hneppt saman í hálsinn. Vasarnir eru annað hvort mjög litlir eða stórir og utaná saumaðir. Pils í sama lit og káp an og kápur sem eru einlitar öðru megin en köflóttar liinu megin eru mjög vinsælar. ■ Köflóttir hattar og legghlíf- ar ryðja séð óðum braut á óska lista kvenfólksins og sama er að segja um alla vega útprón- aða sportsokka. Skórnir eiga að vera háir upp á ristina, með lág um og breiðum hæl. Fleira er matur en feitt kjöt ÞYKI þér góður gamall ost- ur — og það þykir mörgum — hefurðu trúlega einhverntíma heyrt söguna um Evrópumann- inn, sem lét í ljós ógeð sitt er hann sá Kínverja borða kæst egg, en guli maðurinn brosti bara og svaraði: „Já, en þið hvítu mennirnir borðið nú líka gamlan ost.“ Evrópskur landkönnuður lét einu sinni Samoana þefa af oststykki, sem hann hafði í bak poka sínum og sagði honum um leið að hvítum mönnum þætti þetta lostæti. Sá inn- fæddi lét í ljós undrun sína og ógeð, en borðaði samtímis með mestu ánægju slímuga hráa gæagúrku, feita lifandi maðka og annað góðgæti sem öllum Evrópubúum þykir ólyst ugt og óætt. Sá sem einhvern tíma liefuv ferðazt um Evrópu veit að einn ig þar hefur hver þjóð og hver þjóðflokkur sína sérstöku uppá haldsrétti. Norðurlandabúi skil ur ekkert í að Suðurlandamenn eru sólgnir í rétti, sem eru beizkir af kryddi eða smitandi af matarolium, og Suður-Ev- rópubúinn á bágt með að venja sig við þungan mat, sem við er- um hrifnastir af. Auknar samgöngur hafa þeg ar haft nokkur áhrif í þá átt að breyta þessum mun mataræðis, og brátt mun hann trúlega hverfa með öllu — að minnsta kosti meðal þeirra sem betur mega, en ennþá eru ýmsar slík ar venjur við lýði meðal al- þýðu og verða sennilega lengi enn. Englendingar eiga til dæmis bágt með að vera án síns roast beef — naulakjöt — úr safa- miklu kjöti, og í stórveizlum er plómubúðingurinn ómiss- andi — það er aðaljólaréttur- inn. Venjulegur þýzkur alþýðu- maður borðar góðar en fáar máltíðir. Sagnir 'um nægjusemi Þjóðverjar eiga í rauninni að eins við um,, ófrjórri hluta landsins eða neyðartímá. Hjú þeim ér einkum á borðum mjölbúðingar, mjölbollur og bjúgu — að ógleymdu ölinu. Innfæddur Miinehen-borgari getur, að því að sagt er, skol- að niður fimmtán lítrum af öli daglega. Þýzki þjóðarrétt-. urinn súrkálið — sauei'kraut — er víða þckkt og um það sagði þekktur heimspekiðgur einu sinni í gamni. að það gæti verið ’ágætt tákn þýzkra skaps- muna, dálílið súrt, nokkuð upp blásið, þungt og óskáldlegt — með bjúga ofaná öllu saman, eins löngu og útskýringar nauð stadds Þjóðverja'eru jafnan. í Ungverjalandi þykir almenri ingi bezt kjötkássa, sem helzt á að vera svo krydduð að venju legur Norðurlandabúi bronnur allur innvortis, ef hann legg ur sér það til munns. Rússar búa til sérstaka teg und af þungum pönnukökum úr ,,bóhveit“ og annan rétt, sem er búinn til úr súpu nleð káli í ,fleski, grjónum, smá- bjúgum og stundum sveskjum og nefnist hann ,,borschst“. Það er óþarfi að minnast á . þjóðarrétt ítala, makkarónurn ar. Mállíð án þeirra, er eins óhugsandi og steik hjá okkur án jarðepla. En annars eru italir ákaflega nægjusaihir. í hafnarborgunum má oft sjá þá borða allskonar skeldýr, hráar hveljur með beztu lyst. Sæ- krækling, einnig kolkrabba og stjörnurnar brjóta þeir, hvar sem þær er að finna og borða þær umsvifalaust. Annar ítalsk ur þjóðarréttur er hinn svokall aði „polenta".' Það er ekkert annað en maismjöl soðið í olíu og brytjað í smáa bita. Frönsk matargerð hefur lengi verið viðfræg og talið, að franskir matreiðslumenn gætu gert hvaða sælkera sem er ánægðan. Það má þá ekki draga þá ályktun af þessu, að Frakkar séu sérlega vandfæddir menn enda er því alls ekki svo farið. Þeir eru yfirleitt nægjusamir og húsmóðirin notar margt úr innvolsi dýra, sem fleygt. er annarsstaðar í Evrópu og talið ónothæft. Með hverri máltíð er vín Framhald i síðu 10. IIIIIIIIIÍ'lllllllllHIIIIIIIIIIII II .1.1 illllllllllllllllllllllllllllllllllllliuvJ ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 15. nóv. 1964 5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.