Alþýðublaðið - 15.11.1964, Blaðsíða 14
Surtsey og Vesturey eða Vest
ureyjarsurtur, svo að maður
geri nú alla ánægða með
einu pennaStriki, ku vera
orðinn eins árs. Ég gerí það
að tillögu minni, að í tilefni
af afmælinu, verði Fálkaorð-
an lögð niður, en í þess stað
verði menn útuefndir her-
togar af Surtsey.
Mæðrastyrktarnefnd Hafnar-
fjarðar liefur opna skrifstofu alla
miðvikudaga frá kl. 8J10 s.d. í
Alþýðuhúsinu. Tekið verður á
móti fatnaði og öðruni gjöfum til
jóla.
Kvénréttindafélag íslands held
ur kynningar- og fræðslufund
þriðjudaginn 17. nóv. kl. 20.30, að
Hverfisgötu 21.
BRÆÐRARFÉLAG FRÍKIRKJ
UNNAR heldur fund að Kaffi Höll
mánudaginn 16. nóv. 1964 kl.
8.30 e.h.
Fundarefni: Undirbúningur spila-
kvölds og fl.
STJÓRNIN
MESSUR
Ásprestakall.
Barnaguðsþjónusta kl. 10 árd,
í Laugaróssbíói. — Almenn guðs-
þjónusta kl. 11 á sama stað og
hin fyrri. — Sr. Grímur Grímsson.
Háteigsprestakall.
Barnasamkoma í hátíðarsal
Sjómannaskólans kl. 10,30 f. h.
Almenn messa kl. 2 eftir hád. Sr.
Arngrímur Jónsson.
Dómkirkjan í Reykjavík.
Messað verður kl. 11 fyrir hád.
Sr. Óskar J. Þorláksson. Barna-
samkoma kl. 11 f. h. að Fríkirkju-
vegi 11 (húsi Æskulýðrsáðsins).
Sr. Jón Auðuns.
Hallgrímskirkja í Reykjavík.
Barnasamkoma kl. 10 fyrir hád.
Almenn messa kl. 11 fyrir hád.
Sr. Jakob Jónsson. Þá verður
kl. 5 eftir liád. messa og altaris-
ganga. Sr. Sigurjón Þ. Árnason.
Grensásprestakall (Breiðag.sk.)
Messa kl. 2 eftir hád. — Barna-
samkoma kl. 10,30 fyrir hád. Sr.
Felix Ólafsson.
Bústaðaprestakall.
Barnasamkoma í Réttarholts-
skóla kl. 10,30 fyrir hád. Guðs-
þ.iónusta kl. 2 eftir hád. — Sr.
Óíafur Skúlason.
Frikirkjan i Reykjavík.
Messað kl. 11 fyrir hád. — Sr.
Þorsteinn Björnsson.
Elliheimilið.
Messa kl. 2 eftir hád. Sr. Ing-
ólfur Ástmarsson biskupsritari
prédikar. — Prestafundur á eft-
ir. — Heimilispresturinn.
Neskirkja.
Barnasamkoma kl. 10 fyrir hád.
Sr. Frank M. Halldórsson. — Þá
verður messa kl. 2 eftir hád. Sr.
Jón Thorarensen.
Laugarneskirkja.
Messa kl. 2 eftir hád.
BarnaguðsþjÖnusta kl. 10,15
fyrir hád. Almenn messa kl. 2
eftir hádegi. Sr. Garðar Svavars-
son.
Langholtsprestakall.
Barnaguðsþjónusta kl. 10,30
fyrir hád. og almenn messa kl.
2 eftir hád. Sr. Árelíus Níelsson.
Almenn messa kl. 5 eftir hád. Sr.
Sigurður H. Guðjónsson.
Fríkirkjan i Hafnarfirði:
Messað kl. 2 eftir hád. — Sr.
Kristinn Stefánsson,
Kálfatjarnarkirkja.
Messa kl. 2 eftir hád. — Sr.
Garðar Þorsteinsson,
Sunnudagur 15. nóvember
8.30 Létt morgunlög.
8.55 Fréttir og útdráttur úr forystugreinum dag-
blaðanna.
9.10 Véðurfregnir.
9.20 Morgunhugleiðing um músik: „Fiðlusmið-
irnir í Cremona", IV.
Björn Ólafsson konsertmeistari.
9.45 Morguntónleikar.
11.00 Messa í Fríkirkjunni:
Séra Þorsteinn Björnsson.
Organleikari: Sigurður ísólfsson.
12.15 Hádegisútvarp.
13.15 Sunnudagserindi: Um hvali. II.
Skynjun, fæðuöflun og efnaskipti.
Jón Jónsson fiskifræðingur.
14.00 Miðdegistónleikar: Kirkjutónlist á tímum
Mozarts. Frá setningu tónlistarhátíðarinnar
í Salzburg í sumar.
15.30 Á bókamarkaðinum:
Vilhjálmur Þ. Gíslason útvarpsstjóri.
16.00 Veðurfregnir.
16.50 Útvarp frá keppni í handknattleik: Dan-
merkurmeistararnir Ajax og íslandsmeistar-
arnir Fram keppa. Sigurður Sigurðsson lýsir
leiknum.
17.30 Barnatími: (Anna Snorradóttir).
a) Úrslit í spurningaþættinum „Hvað veiztu
um listaskáldið góða?“
b) Framhaldsleikritið ,,Davíð Copperfield";
IV. þáttur.
18.20 Veðurfregnir.
18.30 „Frægir söngvarar":
Josef Schmidt syngur.
19.00 Tilkynningar.
19.30 Fréttir.
20.00 „Þetta vijjum við leika“:
íslenzkir tónlistarmenn i útvarpssal: .
Gísli Magnússon og Stefán Edelstein leika á
2 píanó „Haydntilbrigðl" eftir Brahms.
20.20 Erindi: Martin Luther King.
Séra Óskar Þorláksson.
20.45 „Kaupstaðirnir keppa": II.
Hafnarfjörður og Kópavogur.
Umsjónarmenn: Birgir ísleifur Gunnarsson
og Guðni Þórðarson,
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 íþróttir um helgina.
Sigurður Sigurðsson.
22.25 Danslög (Valin af Heiðari Ástvaldssyni).
22.30 Dagskrárlok.
Afmælisljóð
Yndislega eyjan mín
er ársgömul í dag.
Því sezt ég upp og signi mig
og syng meS gleðibrag,
Og ár er síðan annaff varff,
sem ekki gleymist þjóff.-
Viff stýri tók hann Bjarni Ben
viff birtu af Surtar-glóff.
Og enn er Surtur iffinn viff
sín eldamennsku störf.
Og Bjarni sækir sífellt fram,
hans sókn er hörff og djörf.
Af öllum löndum eyjan þessi
er yngst á vorri jörff.
Og Bjarna og Surti báðum flyt ég
beztu þakkargjörff.
KANKVÍS.
Kópavogskirkja.
Messa, safnaðarfundur og barna
samkoma fellur niður vegna óvið-
ráðanlegra orsaka. — Sr. Gunn-
ar Árnason.
TIL HAMINGJU
75 ára er I dag
Brynjólfur Símonarson, verka-
maður, Garðavegi 15 B í Hafnar-
firði.
Áttræður á morgun.
Arnór Guðni Kristinsson, Mos-
gerði 1 verður 80 ára á morgun.
Við, sem höfum notið kynningar
hans öll þessi ár, óskum honum
innilega til hamingju með af-
mælið. — S. S.
Iljúkrunarkonur!
Athugið að skila munum á bazar
til Jóhönnu Björnsdóttur á Lands
spítalanum eigi síðar en fimmtu-
daginn 19. nóvember.
!£*>'• -
Llstasafn Elnars Jónssonar er
oplð á sunnudögum og mlðviku-
dögum kl. 1.30 - 3.30.
«■
Húsmæður!
Munið fræðslufund Húsmæðra-
félags Reykjavíkur miðvikudaginn
18. nóv. kl. 8,30 í Oddfellow, niðri,
og verður að þessu slnni tekið
til meðferðar grillofn og stór sýn*
ing verður á ýmsum tegundum á
smurðu brauði. Sérlært fólk kem*
ur og svarar spurnlngum. Allar
húsmæður eru velkomnar.
Norðaustan kaldi og skýjað með köflum. í gær var
norðaustan átt um land allt, snjókoma á Norður*
landi. í Rcykjavik var hægvidri, eins stigs frost og
gott skyggni.
'X’olPo
MOCO
í dag bjargaði ég
mannslífi, sagði l»cll-
ingin. Meinarðu, að þú
hafir ekkert keyrt í
dag, spuröi kallinn og
glotti.
14 15. nóv. 1964 ALÞÝÐUBLAÐIÐ