Alþýðublaðið - 15.11.1964, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 15.11.1964, Blaðsíða 11
HIÐ NÝJA FÉLAG ÞÓRÓLFS BECK Frá því Alþýðublaðið byrjaði þáttinn undir heitinu ,,Enska knattspyrnan,” hefur þetta gamla Og rótgróna stórfélag í Skotlandi verið meira og minna í fréttum hjá okkur. Ekki skal neinn undra slíkt, þar sem þeir hafa núna seinni árin unnið minnst eitt af þremur stórmótunum, sem um' er keppt í Skotlandi, t. d. sigruðu þeir i öllum þremur mótunum í íyrra. Þar sem Þórólfur er-nú kominn I raðir knattspyrnumanna þessa félags munum við enn betur fylgj- ast með Rangers, þegar (ég skrifa þegar, en ekki ef) Þórólfur nær að komast í aðalliðið. Það hefur verið almennt álitið hér heima, að Þórólfur hafi tekið niður fyrir sig að fara tií St. Mirren og er slíkt ekki að undra, þar sem hann bar höfuð og herðar yfir flesta knattspyrnumenn hér heima og sýndi oft gegn erlendum atvinnulið um mun betri alhliða knattspyrnu, en margir af hinum frægu og há- launuðu gestum okkar. Að mínum Fyrsti leikur Ajax hér á landi í DAG leikur danska félagið Ajax, sem er Danmerkurmeistari í handknattleik fyrsta leik sinn hér á landi. Danirnir mæta ís- landsmeisturum Fram í íþrótta- húsinu á Keflavíkurflugvelli. Bú- ast má við mjög skemmtilegum leik, þar sem Fram hefur æft mjög vel undanfarið og er að búa sig undlr þátttöku í Evrópubikar- keppninni, en þá mættu Framar- ar sænsku meisturunum Red- bergslið. HlóIbarðevlSgcfðir OfTO AIXA DAOÁ (LJSCA LAWSARDAOA Oa^NUDAGA) ntAKL.aTU.3Z. GáMnávm&ostðfin &/I IU»k4ltl3t. RqftlMk. dómi hefur knattspyrnu hans stór hrakað af veru hans hjá St. Mirr- en, en vonandi fær hann að sýna og sanna að knattspyrna hans á hvergi heima nema meðal þeirra ÞOROLFUR Frá upphafi hefur Rangers, eins og þeir eru nefndir í daglegu tali,. verið forystufélag í skozkri knatt- spyrnu og oft hafa yfirburðir þeirra yfir önnur skozk félög verið svo miklir, að raddir hafa verið uppi um, að þeir ættu að yfir- gefa skozku knattspyrnuna og sækja um inngöngu í ensku deild- ina. Þá hefur verið rætt um „Su- per-League” fyrir allt Bretland, j og væru Rangers og Glasgow Cel- j tic örugg með sæti þar, þó það j væri ekki nema fyrir hina góðu ' og stóru leikvanga, Ibrox Park og Parkhead. Þar sem við erum farnir að minnast á Celtic er ekki úr vegi að skýra frá því, að þeir eru svörnustu f jandmenn Rangers og ekki ósjaldan gegnum árin hef- ur legið við blóðugum átökum í Glasgow, þegar þessir aðiiar mæt- ast. Rangers hefur sigrað í deildar- keppninni alls 34 sinnum (Celtic 20) og 1898-99 hlutu þeir hámarks stigafjölda, sigruðu alla leikina. Tvivegis hafa þeir unnið allar þær keppnir, sem þeir tóku þátt í, 1929-30 og 1933-34 (Celtie 1908), og hið stóra „Hat-trick” (League — League Cup og Scottish Cup) hefur Rangers tvívegis tekizt að klófesta. 1948-9 og 1963-4. Bikar- meistarar hafa þeir orðið 18 sinn um (Celtic 17) og sigrað seinustu þrjú árin, St. Mirren 1962, Celtic 1963 og Dundee 1964. Sjaldan hefur landslið Skot- lands verið valið, að ekki einn eða fleiri leikmenn Rangers hafi ver- ið þar á meðal og af núverandi leikmönnum eru svo til allir skozkir landsliðsmenn á einum eða öðrum tíma. Vegna sinna' möx-gu sigra heima fyrir hafa þeir verið fulltrúar Skotlands, annað hvort í Evrópu- keppni meistaraliða eða bikar- meistara, en sjaldan komizt langt eða náð góðum árangri. Þó kom- ust þeir einu sinni í undanúrslit í Evrópukeppni meistaraliða, en töpuðu stórt fyrir þýzka liðinu Eintracht Frankfurt, sem svo aftur tapaði í frægum úrslitaleik gegn Real Madrid og fór leikurinn fram á Hampden Park, Glasgow. Rangers er enn í Evrópukeppn- inni og mæta í næstu umferð Ra- pid Wien, en reglur keppninnar útiloka Þórólf frá þátttöku í þess- ari umfei-ð, en þær segja, að leik- maður skuli vera skráður í félag- inu minnst þrjá mánuði. En kom- ist Rangers yfir þessa hindrun og Þórólfur nær að komast í aðallið- ið, þá fáum við kannske fréttir af honum í fjarlægum Evrópulöndt um í keppni gegn hinu sterkasta|< og þekktasta í knattspyrnuheim- inum. Tekst Ármanni að sigra ÍR í körfu- knattleik í kvöld? Meistaramót Reykjavíkur i körfuknaUleik heldur áfram í kvöld og fara fram þrír leikir. Fyrst leika ÍR (a) og KR í 3. flokki karla, síðan Armanni og KR í 2. flokki karla og loks Ár- mann og ÍR í meistaraflokki karla. Síðastnefndi leikurinn getur orðið mjög spennandi, Ármenn- ingar áttu mjög góðan leik gegn ÍR í fyrra og bæði liðin eru í góðri æfingu nú og ómögulegt að spá neinu um væntanleg úrslit. JEPPAHÚS Alúminíum-yfirbyggingar á Jeppa-bifreiðai'. Stál-yíirbyggingar á flutninga-bifreiðar. Bifreiða-réttingar Bifreiða-klæðningar Bifreiða-málning Ennfremur alls konar vagnasmíði. KRBSTINN JÓNSSON Vagna- & bílasmiðja — Frakkastíg 12 — Reykjavík. 7/7 viðskiptavina um allt land — Athugið að senda okkur fatnað sem á að hreinsast fyrir jól, sem allra fyrst, svo að við getum sent hann til baka tíman- lega. EFNALAUGIN GLÆSIR Hafnarstræti 5, Laufásvegi 17—19. B-deild skeifunnar óvenjumikið úrval af góðum sófasettum á hagstæðu verði, einnig borð, skápar, stakir stólar og margt fleira. Komið og gerið GÓÐ KAUP. ■ B'DEILD SKEIFUNNAR D e/7 darlæknisstaða • _ -w.:* Staða deildarlæknis við lyflæknisdeild Landspítalans er laus til umsóknar frá 1. janúar 1965. Laun samkvæmt kjarasamningum opinberra starfsmanna. Umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur, námsferil og fyrri störf, sendist - til stjórnarnefndar ríkisspítalanna, Klapparstíg 29, Reykja vík. Umsóknarfrestur framlengdur til 15. desember 1964. Reykjavík, 14. nóvember 1964. Skrifstofa ríkisspítalanna. vantar unglinga til að bera blaðið til áskrif. enda í þessum hverfum: Bergþórugötu Melunum Hverfisgötu Afgreiðsla Alþýðublaðslns Slml 14 900. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 15. nóv. 1964 1% ITfTW

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.