Alþýðublaðið - 15.11.1964, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 15.11.1964, Blaðsíða 3
IIM VONINA ||fILLlAM HEINESEN átti víst að verða heiðuirsgestur Blaða maunafélags íslands í samkvæmi þess i tærkvöldi, pressuballinu svo köliuðu. Ekkeirt varð úr þeirri ráðagerð, og er samgönguleysi við Færeyjar kennt um. Það er treyndar ekki hægt að skreppa í skyndiheimsókn um eina helgi milli þessara nágrannalanda — eins og menn geta' brugðið sér héðan til Lundúna eða New York eða Parísar. Svona geta frændur og nágrannar verið einangraðir nú á dögum. Orðstír Heinesens liefur samt löngu borizt hingað; bækur hans ýmsar eru kunnar og vinsælar hér á landi; mér er |sagt að nýja sagan hans hafi verið rifin út í • bókaverzlunum þegar hún bairst. En leið. Heine- sens hingað, eins og líka annað, lá um Danmörku; eins og aðrir þekkjum við hann sem danskan rithöfund; en hann mun nú tal- inii með fremstu höfundum þar í landi. Færeyskar bókmenntir á færeysku þekkjum við hins veg- ar varla nema af lauslegri af- spurn. Heinesen komst sem sagt ekki í heimsóknina hingað — í bili. En það er vonandi að við fáum að sjá hann seinna í vetur; eða er ekki rétt að þá eigi að úthluta hér bókmenntaverðlaunum Norð- urlandaráðs? Nú sendi hann blaðamönnum í sárabætur kvæði sitt Við andlát Einars Benedikts- sonar, færeyska gerð þess, eldri | en dönsku gerðina sem prentuð er I ljóðum hans Hymne ogr Harmsang. Kvæðið er prentað hér á síðunni; en Helga Valtýs- dóttir leikkona las veizlugestum það í gærkvöldi. Ég veit ekki par um það hvernig háttað var kunn- ingsskap þeirra Heinesens og Einars Benediktssonar. Kannski hafa þeir kynnzt eitthvað á Hafn- arárum Einars; liklega hafa þeir einhverju sinni orðið samskipa milli' landa. Tii þess bendir, að EFTIR ÓLAF JÓN5S0N minnsta kosti, ein smásaga Heine sens þar sem Einar Benedikts- son kemur meira en lítið við sögu, og kvæði hans Útsær. Jómfrú- fæðingin heitir sagan og stendur í Gamaliels Besættelse, síðasta smásagnasafni Heinesens. Ég man ekki eftir snjallari lýsingu Ein- ars en í þessari sögu, og kvæð- inu; né fallegri ósk íslendingum og skáldi þeirra en í kvæðalokin: At godhed, vrede, háb og trods má blomstre som ukuelig duftende timian altid, altid pá denne klippe i havet! DEYÐIEINARS BENEDIKTSSONAR í landsynningri bragrd av setandi sól gjógmum sjórok og brim. I útnyrðingi tær oydnu heiðar — lvans koldu eiturvptn, tregans alsamt goysandi guva. Syndraður standi eg sjálvur har myrkur rópar til myrkurs. Ver heilsaður í mínum undirgangstíma, dólski, valdfýsni Leviathan, tú Mammon, Báalf Jahve! Brátt skal eg í frpi skoða freku týnaraeygu tíni dlmmast burtur í frumniðuni haðani tú komst! Verið lieilsað á gravarbakka mínum, tit gentur og drcingir á foldum! Veri tað seinasta ynski mítt at tit varðveita ungu kroppar tykkara. har upphavsins aldubrot alsamt sjóða, hábærsligari enn Atlandshavið! at tit varðveita Ijósið í sál tykkara og orðanna ciggiligu skaparamegi og harðvunnu brandaroddar! At góðsemja, vreiði, vón og treiskni má blóma eins og angandi broðber altíð og stund á hesum liavsins klcttum! WILLIAM HEINESEN eins og segiy í dönsku gerð kvæð- isins. Það er oft eins og íslend- ingar, sem fjalla um Einar Bene- diktsson, hvort heldur eru fræði- menn eða skáldf standi of nærri honum, fái ekki skyggnt nema ein hvem einn þátt hans í senn. Lít- ■ um bara á Benediktsen sýslu- mann í Paradísarheimt! En lýs- ing Heinesens rúmar Einar all- anf skáldið og heimsmanninn. ||ERK Williams Heinesens heysra til dönskum bókmenntum, segir Sven Möller Kristensen í bókmenntasögu sinni, þar sem þeirra Gunnars Gunnarssonar og Guðmundar Kambans, til dæm- is, er að engu getið, — en án annars rökstuðnings en hann skrifi á dönsku. Kristensen skipar honum í sveit með nokkrum ljóð- skáldum sem ruddu sér rúm upp úr miðjum þriðja áratugnum; þá kvað við nýjan lífstón í dönskum bókmenntum milli heimsstyrjald- ar og kreppu. Önnur skáld sem hann nefnir í sömu svifum eru Per Lange og Poul la Cour. Heinesen, sem er fæddur árið 1900, byrjaði sem sagt með nokkr- um ljóðabókum; ein þeirra nefn- ist Höbjergning ved Havet; það hefur mér ævinlega þótt sérlega heinesenskt bókarheiti. Svið þess ara ljóða er færeyskt landslag, naktar kletteyjar undir háum stjörnum, blásandi - vindi, hafið ævinlega nærri. En Ijóðagerðin entist'Heinesen ekki ti& lengdar; upprunalegur sögumannshæfi- leiki hans beindi honum fljótlega áleiðis til skáldsögunnar; sú fyrsta kom út 1934. Og það er lík- legt að heimskreppan hafi haft mótandi áhrif á lífsskoðun hans. Arið 1938 kom út sagan um Nóatún, saga um færeyska ein- yrkja og frumbýlinga, um sigur- sæla lífsbaráttu í Dauðsmanns- dal. En eftir styrjöldina skrlfaði Heinesen Den sorte Gryde sem er rammasta þjóðfélagsádeila, gerist á stríðsárunum í Færeyj- um þar sem trúhræsnandi brask- arar í landi sópa upp auði, kaupa hann við lífi sjómannanna á íslandsmiðum. Þessa sögu tel- ur Sven Möller Kristensen ein- hverja þá markverðustu í dönsk- um eftirstríðsbókmenntum. Og svo koma sögurnar frá Fær- 'eyjum í gamla daga, líklega eig- in æskutíð Heinesens í upphafi aldarinnar, De fortabte Spille- mænd (sem á íslenzku var kölluð Slagur vindhörpunnar) og Moder Syvstjeme og smásögurnar, Det fortryllede Lys (sem líka hefur verið þýdd) og Gamaliels Besæt- telse. En ljóð hefur Heinesen ekki birt á þessum tíma nema Hymne og Harmsang, sem áður var nefnd — þar sem kannski eru sum beztu ljóð hans. Færeyjar og umheimurinn mætast I þessum ljóðum, skáldið sér heim og of heima. Þar er heimkynni lians á jörðinni, heimkoman til Fspreyja, til minninganna: Sá' er jeg hjemme igen. ; Mælken smager af hö og törverög. Kedlen syder sagligt over ilden. Udenfor synger ubegribeligt mange millioner tons vand. Og þar er heimsendir kjarnorku- aldar, og gerist í Lundúnum of- boð venjulegt fimmtudagskvöld; — Hvor pokker bliver den bus dog af? Váde ventende gaber utálmodigt. Sá omsider kommer den, duvende trygt gennem stövregnen (Netop da skete det. Det skyldtes vistnok en teknisk fejl. Det gjorde ikke særiig ondt. De gabende fik ikke deres kæber pá plads. Bussen fortsatte roligt ind i intetheden.) ET GODE HÁB heitir síðasta skáldsagá William Heinesens og kom út í haust. Einnig þetta heiti er heinesenskt; vonglöð, lífs- glöð bjartsýnin auðkennir ein- mitt verk hans, þau snúast öll um vonina góðu, gleðina að lifa. Næmt skyn hans á mannlegan breyskleik og misferii, samúð hans með smælingjum, gerir hann sjaldnast að vandlætara; vand- læting hans byrgir lionum aldrei gamanskynið, mannlegan skiln- ing, umburðarlyndi. Sagan gerist á 17du öld, lögð í munn vellærðnm magister Peder Börresen, uppflosnuðum fyrir drykkjuskap, sem er settur niður í prestsembætti í Höfninni í Fær- ey. Uppistaðan í sögunni er barátta hans fyrir réttlæti til handa voluðum húsgangslýð Hafnarinnar sem býr undir refsi- vendi danskra kaupmanna og embættismanna, við fyrirljtning eyjabændanna. En atburðalýsing sögunnar segir minnst um þann litríka og fjölskrúðuga vef sem þar er sleginn; hún er uppmálun fjölbreytilegs mannlífs í ótrúlega lifandi nálægð; frásögnin býr í senn yfir dramatískri spennu, sálrænu innsæi, tröllauknu skopi. Einhver kann að muna eftir þjóð sagnamyndum Heinesens sem hér voru á færeysku myndlistarsýn- ingunni um árið. Og oft má greina sama mót á orðlist hans; þar er ýkt, fjarstæðufull stíl- færsla mannlegs lífs, — en ævin- lega í réttri fjarvídd, ævinlega í réttu jafnvægi skops, samúðar, skilnings, ævinlega sannlega lif- andi. Liklega er Det gode Háb mesta átak Heinesens í skáldsagnagerð til þessa; sagan er episkt stór- virki. Þar nýtur sín sagnamaður- inn, skröksmiðurinn í Heinesen, og í senn er sagan tilraun til víð* tækrar þjóðlýsingar. 1 Danmörku hefur sögunni ver- ið tekið með fögnuði og nokkurn veginn einróma lofstír. Málfars- tök Heinesens í sögunni vekja að- dáun. Og með henni skipar hann sér undir gamalgróna sagnahefð: formlega er sagan skyld verkum eftir jafnólíka höfunda og Steen Steensen Blicher, Gunnar Gunn- arsson, Martin A. Hansen og gætu fróðir menn -víst rakið skyldleika víðar. En óneitanlega finnur lesandi með köflum fyrir átakinu; sagan er varla gædd sama áreynslu- lausa þokka og minningasögur hans, sem ég leyfi mér að kalla svo; það er með köflum eins og mannlíf sögunnar sé þvingað í farveg. Ég held hijn festist betur í minni sem uppmáluð mynd en sem dramatísk heild með upphafi, Framhald á síðu 4 . ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 15. nóv. 1964 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.