Alþýðublaðið - 15.11.1964, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 15.11.1964, Blaðsíða 10
'?*rt •gh ;wejfi&--<ar ■.+«■<« ».>,11.^^^ -4.-, ■■«. ,,. |„. ,„ „■»,,, «i» SKIPATRYGGINGAR Tryggingap á vörum í flutningi á eigum skipverfa Heímistrygging lientar yöur Ábyrgðar Velðarfa Aflafrygglngar TRYGGINGAFÉLAGIÐ HEIMIRS LINDARGATA 9 REYKJAVÍK SlMI 21260 SÍMNEFNIíSURETY _ Ráðstefna Framhald af síðu 7. hún að hljóta samþykki á aðal- fundum 2/3 hluta Varðbergsfélag- anna. Þar sem aðalfundir þeirra flestra eru á næsta leiti, má gera ráð fyrir, að ekki líði á löngu þar til hún öðlast gildi. Björgvin Vilmundarson formað- ur nefndar þeirrar, sem undirbjó drögin að samþykktinni um sam-; starf Varðbergsfélaganna, gerði grein fyrir efni hennar á ráðstefn unni. Auk Björgvins sátu þeir Jón Arnþórsson og Haraldur Jónasson í undirbúningsnefndinni, sem kjör in var á fundi formanna Varðbergs félaganna á sl. sumri. Formaöur Varðbergs á Akur- eyri, Kolbeinn Helgason, setti ráð- stefnuna með stuttu ávrapi að Hótel KEA kl. 14.00 laugardaginn 7. nóv. Fundarstjóri báða dagana var kjörinn Gunnar Hólmsteins- son, ritari Varðbergs í Reykjavík, en fundarritari fyrri dag ráðstefn- unnar var Haraldur Jónasson, Akranesi. Á fundinum á Laugardag flutti einnig Ólafur Egilsson lögfræðing- ur erindi um hina ýmsu þætti í starfsemi Atlantshafsbandalagsins, og síðar um daginn fór fram kvik- myndasýning. Á kvöldvérðarfundi, þar sem mættir voru fulltrúar á ráðstefnunni og félagsmenn í Varðbergi á Akureyri, flutti dr. Magnús Z. Sigurðsson forstjóri er- indi um vestræna samvinnu og skýrði frá ýmsum atburðum, er hann varð vitni að þau ár, sem hann var búsettur austan járn- tjalds. Á sunnudag fóru fram umræð- ur um framtíðarstarfsemi Varð- bergsfélaganna. Hafði Hörður Ein arsson framsögu.um það efni og gerði grein fyrir hugmyndum og tillögum um starf félaganna á næstu mánuðum. Eftir ræðu Harðar urðu allmiklar umræður um málefni félaganna, en að þeim loknum var ráðstefnunni slitið. KLIFU Frh. af G. síffu. öllum frá að nota það. Það er að vísu vel fest, en minnsta hreyfing getur hvenær sem er losað um stóra steininn, og þá væri ekki að sökum að spyrja. .. Hurfu þessi fyrirbrigði ým- ist sjónarvottum fyrir hús í bæn- um, er þau „lækkuðu flugið,” eða annað, þegár innar dró. Það var algengt á þessum árum að fóik sæi fljúgandi diska, en kemur varla fyrir nú til dags. Um ástæður er mér ekki kunn- ugt, en máske hefur Marzbúum fundist lítið til þess koma að heimsækja okkur jarðarbúa, eða jafnvel þeir hafi séð eftir benz- íninu sem fór í það að fljúga þessa löngu leið. Hver veit? ’TnólP £ '///'/'• '//' *Te/T/re 'Trrrtr Einangrunargler Framleitt elnungls fir finrals fleri. — & ára ábyrgð. Pantið tímanlega. Korkiojan h.f. Skúlagötu 57 — Sími 23200. í Fleira er matur... Framhald af 5. síðu. borið með matnum og einhvers konar salat, einnig borða’þeir snigla og froska með beztu lyst. Við Norðurlandbúar mund um ekki ákafir í þesskonar fæðu. í Póllandi eru það einkum tveir réttir sem almenningur neytir að jafnaði. Annar þeirra nefnist „Kapuszta“ og er gerður úr brytjuðu hvítkáii, blönduðu allskonar grænmeti og smáum kjötbitum. Hinn rétt urinn heitir „barccz" og er búinn til á sérstakan hátt. Fyrst eru rauðbeður skornar niður- í þykkar sneiðar og þær soðnar í mauk, yfir allt saman er síð an helt volgu saltvatni. Þetta er nú sett í glerkrús og látið standa í henni í nokkra daga allt að vikutíma. Að því búnu er safanum helt í flöskur og not að síðar sem aðalefnið í þunna kjötsúpu. Tékkum þykir sultaðar agúrk ur mesta lostæti, og eru þær . seldar í hverri búð og í hverj um söluvagni og neytt af háum og lágum. í Rúmeníu eru einkum sæt- ir réttir, sem almenningur sæk ist mest eftir af hafa á borð- um sínum. — Austurlandabúar eru yfirleitt mjög hrifnir af sætum mat og er allskonar sæl gæti jafnan á borðum hjá þeim. Rúmenskur uppáhalds- réttur, nefndur „dulceata", er búinn til úr. þykku sýrópi og ; því eru soðnir ávextir og ýms ar jurtir. Þessi réttur á lítið skilt við sultuna, sem við höf- um á okkar borðum^ sultan er mikið þynnri. Þetta rúmneska sælgæti líkist mest þykku hun angi og er smurt á kökur og brauð. í því eru oft skornar apríkósur, kirsuber, jarðarber og hindber, einnig grænar sveskjur, óþroskaðar hnetur. sítrónur, melónur, rabarbari og rósablöð. Það er því skiljanlegt hvers vegna Rúmennarnir drekka alltaf vatn með þessu seiga, sæta efni. Eftir því sem við fjarlægj- umst meira okkar breiddar- gráðu, verða þjóðarréttirnir okk ur meira framandi. Mjög þekkt ur austurlenzkur réttur, sem nefnist ,,rahat“ (ánægja manns ins) er búinn til úr fínmöluðu maísmjöli, sem er soðið þar til það er orðið að seigu klístri, í því er sykur og brytjaðar möndlur, en nokkrir dropar af hinni dýrmætu rósaolíu eru sett ir í það til að gefa því hétt bragð og ilm. Rahat er selt í sívölum lengjum sem orðnar eru niður í 2—3 em. bita. Þjóð arréttur Araba heitir „kous- kous‘;‘ og er einskonar kássa niðurbrytjaðs kindakjöts. Einn ig safna sumir þjóðflokkar Araba engispr ettum, þurrká þær í sólinni, mylja þær í mortéli og blanda síðan í þetta kanieldýraósti og sætum . döðl: úm. Einnig eru engisþrettúrnar borðaðár stciktar og segjá.Ev- ' róþumenn að bragðíð minni ' rækjur.' . ’.. Framhald næst. TÍMARIT á ensku Frá Sovétríkjunum getið þér fengið eftirtalin tímarit í áskrift. — Þau eru send í pósti beint -til áskrifenda. Ef þér ætlið að fá eitthvert timaritanna frá n.k. áramót- um, þá ér nauðsynlegt að senda áskriftarbeiðni nú þeg- ar, en ekki seinna en 25. nóvember n.k. Kaupið því áskrift nú og fáið tímaritin frá áramótum. SOVIET UNION, mánaðarrit skreytt ógrynni mynda, mikið af litmyndum er í ritinu^ mjög fjölbreytt efni og glæsilegt dagatal fylgir ritinu næsta ár. Af tveggja ára ' áskrift er veittur 20% afsláttur. Áskr.verð kr. 85,00 SOVIET FILM, mánaðarrit í litum. Áskr.verff kr. 85,00 SOVIET LITTERATURE, bókmenntatímarit. Birtir heilar skáldsögur. Áskr.verð kr. 85,00 MOSKOW NEWS, vikurit Áskr.verð kr. 105,00 NEW TIMES, vikurit. Áskr.verð kr. 85,00 CULTURE AND LIFE, mánaðarrit. • Áskr.verð kr. 85,00 INTERNATIONAL AFFAIRS, mánaðarrit um fjármál, stjórnmál o fl. Áskr.verð kr. 85,00 SPORT IN THE USSR, mánaðarrit. Áskr.verð kr. 35,00 CHESS IN USSR, mánaðarrit á rússnesku. Áskr.verð kr. 179,00 CHESS BULLETIN, mánaðarrit á rússnesku. Áskr.verð kr. 247,00 Með pöntun sendist greinilegt heimilisfang og áskriftar- gjaldið, er greiðist fyrirfram, og við sjáum um að ritin verði send yður heim í pósti. ÍSTORG H.F. Sími 2-29-61. — Hallveigarstíg 10. — PO Box 444.-R. SENDISVEINN óskast. — Vinnutími fyrir hádegi. Alþýðublaðið Sími U OSTA-OG SMJORSALAN si. SN9RRA8R&UT 54. & t> r OG ^LJÚFFENGUR ' 15. nóv. 1964 — ALÞÝÐUBLÁÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.