Alþýðublaðið - 24.11.1964, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 24.11.1964, Blaðsíða 7
Ævisaga Haraldar Böðvarss. eftir Guðmund G. Hagalín Reykjavík, 20. nóv. — ÓJ. Guðmundur G. Hagalín rithöf- undur hefur ritað ævisögu Har- alds Böðvarssonar útgerðarmanns á Akranesi sem Skuggsjá gefur út. í fararbroddi nefnist ævisag- an sem skráð er eftir sögn Har- alds sjálfs og fleiri heimildum. Það er fyrra bindi hennar sem nú kemur út. Segir á kápu að hún Sé að því leyti frábrugðin öðrum ævisögum Hagalíns að hann geri sér „mjög mikið far um að láta koma fram sem flest það, sem er uppistaða og ívaf hins merkilega persónuleika sögumannsins, kyn- fylgjur, áhrif foreldra, aðstæður og atvik frá bernsku og unglings- árunum, umhverfið, breytingar á þjóðarhögum, ýmist komnum inn- an að eða orðnum til fyrir sívax- andi áhrif umhverfisins.” Bókin sem skiptist í 14 kafla nær fram á árið 1915, en Haraldur er fædd- ur 1889. Hún er 432 bls. að stærð. Þá hefur Skuggsjá gefið út end- urminningar Guðmundar J. Ein- arssonar frá Brjánslæk og nýja skáidsögu eftir Elínborgu Lárus- dóttur. Bók Guðmundar nefnist Kalt er við kórbak, en undirheiti bókarinnar er „ævisaga og aldar- farslýsing.” Hefur Guðmundur stundað sjósókn og siglingar og síðan lengi búið á Brjánslæk á Barðaströnd. Bókin er 264 bls. að stærð. — Bók Elínborgar Lárus- dóttur nefnist Valt er veraldar- gengiff, ættarsaga frá fyrsta þriðj- ungi 19. aldar. Þetta er fjórði þáttur í sagnaflokki Elínborgar sem nefnist Horfnar kynslóðir. Bókin er 276 bls. að stærð. Allar eru bækurnar prentaðar í Alþýðu- perntsmiðjunni. WWWWMWMWMVWWMWWWMWVWWMWWWIWWWM Dr. Valtýr segir frá ffWWMHMMWIVMU Guðmundur G. Hagalín. SMÁSAGNASAFN EFTIR GUÐMUND DANÍELSSON Reykjavík, 20. nóv. — ÓJ. ÚT ER komið hjá ísafold nýtt smásagnasafn eftir Guðmund Daníelsson, og nefnist bókin Drcngur á fjalli. Þá hefur ísafold gefið út nýtt rit um Sögu Reykja- víkur eftir Árna Óla og tvær þýddar bækúr. Drengur á fjalli er þriðja smá- Sagnasafn Guðmundar Daníelsson- ar. Fjórtán sögur eru í bókinni sem hefst á samnefndri sögu Á kápusíðu er liaft eftir Erik Sönderholm lektor 'sem þýtt hafi söguna á dönsku, að hún sé ekki minna en meistaraverk og einnig vitnað til loflegra ummæla Helga Sæmundssonar, formanns Guðmundur Daníelsson. Mehntamálaráðs. Bókin er 140 bls. að stærð. Bók Árna Óla nefnist Horft á Reykjavík og .er hún fjórða bók höfundar um sögu Reykjavíkur. Fylgir henni nafnaskrá fyrir öll ritin, en í þessu bindi eru 36 sögukaflar um margvísleg efni úr sögu borgarinnar. Bókin er um 400 bls. að stærð. Sigurður A. Magnússon hefur þýtt skáldsögu eftir grískan höf- und Pandelis Prevelakis og nefn- ist hún Sól dauðans. Segir Sig- urður í formála að Prevelakis sé nú talinn einn bezti skáldsagna- höfundur Grikkja, en Sól dauðans sera kom út 1959 hlaut þá bök- menntaverðlaun gríska ríkisins. Sigurður bendir á að líking sé með verki Prevelakis og íslendinga- sögum, örlagatrú, ættartengsl, hefndarskylda. „Umhverfis kann að vera framandi og ýmsar sið- venjur fólksins skrýtilegar í okk- ar augum, cn rauði, þráðurinn í sögunni er hin mikla'spurning um hlutfallið milli lífs og dauða, — spurningin um mennskar skyldur einstaklingsins við lífið og með- bræður sína.” Þá gefur ísafold út rit eftir Elliot Ness og Oscar Fraley sem nefnist Þá bitu engin vopn. Her- steinn Pálsson þýddi söguna sem ' segir frá baráttu lögreglumanna við glæpajýð A1 Capones á bann- árunum í Bandarikjunum. Egili Sigufgeirsson Hæstaréttarlögmaður Málflutningsskrifstofa Ingólfsstræti 10. — Sími 15958. Siprgeir Sigurjónsson hæstaréttarlögmaðui Málflutningsskrifstofe Öðtnsgötu 4. Síml 11041. Eyjólfur K. Sigurjónsson Ragnar A. Magnússon Löggiltir endurskoðendur Flókagötu 65, 1. hæð, sími 17903 Reykjavík, 2 Onó.v. — ÁG. i ÚT ER komin hjá Bókfellsúí- j gáfunni bókin „Dr. Valtýr segir | frá,” úr hréfum Valtýs Guðmunds- sonar til móður sinnar og stjúpa á árunuin 1878 til 1927. Finnur Sigmundsson bjó bókina til prent- unar. Um síðustu aldamót var nafn Valtýs Guðmundssonar ef til vill kunnara hér á landi en nokkurs annars íslendings, sem þá var uppi. Stjórnmálastefna hans var nel'nd Valtýska og fylgismenn hans Valtýingar. Tímarit hans, Eim- reiðin, var þekktasta tímarit landsins og átti sinn þátt í að kynna nafn hans. Saga hans er forvitnileg á marga lund. Frá þvi að vera umkomulítill smali úr Húnavatnssýslu ruddi hann sér bráut af eigin rammleik. Hann varð háskólakennari í Ilöfn, stofn- aði og gaf út fjöllesnasta tíma- rit. landsins, gerðist foringi stjórn málaflokks, og munaði litlu að hann yrði fyrstur íslenzkra manna skipaður ráðherra íslands. Bréfin í bókinni eru til móður hans og stjúpa í Kanada. í þess- um bréfum talar hann hispurslaust um eigin hagi og viðfangsefni, bajjáttu sína í þjóðmálum, sigra og ósigra. Valtýr var fæddur á Árbakka í Húnavatnssýslu 11. marz 1860. — Uppvaxtarár hans voru hrakn- ingasöm. Hann komst í latínuskól- ann haustið 1877 og lauk stúdcnts prófi 1883. Sigldi síðan til Kaupmannahafnar og lauk þar meistaraprófi í íSlenzkum fræðum á VÆ ári, sem ‘var óvenjustuttur námstími. Doktorsprófi við sama skóla lauk hann 1889 og kvænt- ist þá um sumarið Önnu Jóhannes- dóttur. Árið 1890 var hann skip- aður dósent við Kaupmannaliafn- arháskóla í sögu íslands og bók- menntum og gegndi því starfi til 1920, en var þá skipaður próf- essor. Hann var alþingismaður fyrir Vestmannaeyjar 1894 til 1901, — fyrir Gullbringu- og Kjósarsýslu 1903-1908 og fyrir Seyðisfjörð 1911-1914. Hann dó í Kaupmanna- höfn 22. júlí 1928, Valtýr Guðmundsson var ólatur bréfritari og létt um að skrifa. Erlendur Haraldsson. Bréf hans til móður sinnar, stjúpa og systkina eru fjölmörg, og mua þó eitthvað vcra glatað. Enginn kostur var að prenta bréfin öll I heild, og varð því að ráði að bii"ta einkum þá kafla, sem helzt þóttu lýsa bréfritara sjálfum og víð- horfum hans til samtíðarmanna og samtíðarmálefna hverju sinni, Bókin ,,Dr. Valtýr segir frá” cr 233 blaðsíður að stærð, prentuð 1 Prentsmiðjunni Odda og bundin í Sveinabókbandinu. Nokkrar myndir eru í bókinni, en mynda- mót eru gerð í Prentmótum h.f. Bókin er sameiginlegt einkenni bóka Bókfellsútgáfunnar. Hún er vönduð að allri gerð og frágangi. * fcln, '^ísíma ' | 1 M 2 0P MEÐ UPPREISNARMÖNNUM í KURDISTAN Reykjavík, 20. nóv. — ÓJ. Með uppreisnarmönnum í Kúrd- istan nefnist bók eftir Erlend Haraldsson sem bókaútgáfan Skuggsjá hefur nýgefið út. Höf- undur komst árið 1962 í kynni við Kúrda í Berlín. Skömmu síð- ar kynntist hann neðanjarðar- lireyfingu Kúrda í Bagdad, og varð úr að hann komst í leyni- legt fcrðalag til Kúrdistan á veg- um uppreisnarmanna. Er Erlend- ur því einn örfárra blaðamanna sem nokkru sinni hafa þangað komið — og síðan fyrsti útlendi- blaðafulltrúi Kúrda, segir á kápu- síðu. Höfundur segir af þcssari för sinni í bókinni, en Kúrdar hafa lengi háð grimmilega baráttu við yfirdrottnara sína í írak sem kunn- ugt er af fréttum. Bókin er 132 bls. að stærð, prentuð í Alþýðu- prentsmiðjunni. Margar' myntíir eru í bókinni. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 24. nóv. 1964 J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.