Alþýðublaðið - 24.11.1964, Síða 11
NORÐMENN UNNU SPÁN
ÖRU6GLEGA 22 GEGN 11
Knðllspyrna
HANDKNATTLEIKUR hefiu’
verið mjög á dagskrá í ís-
lenzkum íþróttum undanfarn-
ar vikur í tilefni heimsóknar
Danmerkurmeistairanna, Ajax
frá KaujMnannahöfn. Er það
ekki nema að vonum, þar sem
íslenzkir handknattleiksmenn
sönnuðu enn einu sinni ágæti
sitt í keppni við bézíu lið ann-
arra þjóða. Danirnir Iéku hér
fjóra leiki, og tókst ekki að
sigra. Fram, FH og landsliðið
sigruðu þá með yfirburðum,
en 2. deildarlið Vals gerði
jafntefli við sjálfa Danmerkur
meistarana, sem verður að
teljast mjög góð útkoma fyrir
íslendinga.
Heimsókn þessi var að
mörgu leyti söguleg. í fyrsta
lagi voru flest öll dönsk blöð
með ólund út af þessari með-
ferð á Ajax, þó lað sögulegust
sé greinin um rothöggin í BT,
mesta hasarblaði Danmerkur;
í öðru lagi voru dönsku Ieik-
menniruir hreinir snillingar í
lað afsaka sig, eftir fyrsta leik-
inn var það erfið ferð, eftir
annan leikinn var það dómar-
inn og bardagáfús áhorfandi,
dómarinn var einnig afleitur í
leiknum við FH, sögðu Danirn
ir, en ekkert hefur heyrzt enn
frá þeim eftir leikinn við lands
liðið, þó að nógu væru þeir
orðhvatir fyrirfram,
Annarg er allur þessi bægsla
gangur Dananna ósköp barna-
legur og ekki nema til að
brosa að. Þetta er heldur ekki
í fyrsta sinni, sem Dönum
finnst minnkun í að tapa fyrir
íslendingum í íþróttum, ekki
aðeins að tapa, sem mun þó
nálgast þjóðarskömm, heldur
beinlinis að keppa við okkur.
Hér er þó aðallega átt við
dönsku blaðamennina. Eftir
einn sigur Dana yfir knatt-
spyrnumönnum okkar, fannst
einum þeirra nóg komið af
þessari vitleysu og spurði í
bræði sinni, hvort Danir gætu
ekki alveg eins leikið við
Grænlendinga? Þegar Danir
töpuðu fyrir íslenzkum frjáls-
íþróttamönnum hvað eftir
annað í kringum 1950 var það
kuldinn sem var orsökin, en
þegar íslendingar unnu þá
einnig í Kaupmannahöfn, varð
éinn danskur blaðamaður viti
sínu fjær af reiði yfir'því, að
Gunnar Nielsen tognaði í
keppninni, kenndi íslending-
um um allt saman, en gleymdi
að skýra frá úrslitum keppn-
innar! Honum fannst það held
ur ekki ná nokkurri átt að
vera að gera íslendingum
þann greiða að keppa við þá
og með því eyðileggja stærstu
Olympíuvon Dana. FIeiri dæmi
væri hægt að taka, en þetta
verður látið nægja að sinni.
Danir, og reyndar fleiri,
kunna því illa að tapa í íþrótta
keppni fyrir íslendingum og
það er nú að sumu leyti skilj-
anlegt, okkur finnst t. d. af-
leitt að tapa fyrir Færey-
um og jafnvel þjóðarskömm,
en þá erum við komnir í hlut-
verk hins stóra. En nú held ég
nóg sé komið af prentsvertu
um þessa hlið málsins, sem þó
hefur verið hinn broslegasta
og hefur þvi töluvert gildi.
Snúum okkur þá að íþrótta-
Iegu hliðinni, sem er það mik-
ilvægasta í sambandi við þessa
heimsókn.
Eins og ég sagði í uppliafi
þessa greinarstúfs sannar Aj-
ax-heimsóknin enn einu sinni,
svo ekki verður um villzt, að
íslenzkir handknattleiksmenn
virðast ekki vera í neinni aft-
urför, síður en svo. Þeir hafa
fært okkur marga góða sigra
á undanförnum árum og allt
útlit er fyrir að svo verði einn
ig í næstu framtíð.
Eitt er þá athyglisverðast í
sambandi við heimsókn þessa,
en það er hin mikla ,„breidd“,'
sem viröist vera í liandknatt-
leiksíþróttinni. 2. deildarliðið
Valur gerir t. d. jafntefli við
sjálfa Danmerkurmeistarana.
Það eru því áreiðanlega ein 7-8
félög hér, sem eru í sama
„klassa“ og Ajax. Landslið
okkar er því ekki í neinni
hættu, þó einn eða fleiri leik
menn forfallist, en í ýmsum
öðrum íþróttagreinum hangir
oft allt á bláþræði, ef einn
maður getur af einhv^erjum
ástæðum ekki verið með £
keppni.
Ástæðurnar fyrir þessari 'vel
gengni eru sjálfsagt margar,
handknattleikur virðist eiga
vel við íslendinga, hægt er að
æfa íþróttina sumar og vet-
ur (þótt það sé nokkuð erfitt
á veturna vegna húsnæðis-
skorts), og síðast en ekki sízt
hefur Handknattleikssamband-
ið fært yngri leikmönnum
stöðug verkefni með á(r|egTi
þátttöku í Norðurlandamóti
undanfarin ár. Þeir, sem tóku
þátt í fyrsta unglingamóti
Norðurlanda, eru nú í fyrsta
sinn með í landsliði okkar.
Alþýðublaðið óskar hand-
knattleiksmönnum til ham-
ingju með hina ánægjulegu
sigra yfir Danmerkurmeistur-
unum og vonast eftir fleiri
góðum sigrum í þessari viku.
Ö.
Aberdeen 1 - Kilmarnock 1
Airdrie 1 - St. Johnstone 2
Celtic 3 - Falkirk 0
Dundee 3 . Partick 3
Newcestle 19 10 4 5 33-23 24 Hearts 3 - Clyde 0
Piymouth 19 11 2 6 30-28 24 Morton 2 - Dundee Utd. 0
Bolton 19 11 1 7 49-32 23 Rangers 1 - Motherwell 0 j
Southampt. 18 9 4 5 39-25 22 Th. Lanark 2 - St. Mirren 1 }
Norwich 19 9 4 6 30-24 22 Kilmarnock 13 9 4 0 23- 8 22
Crystal P. 19 10 2 7 27-24 22 Hearts 13 9 4 0 41-15 22
Middlesbro 19 8 5 6 39-31 21 Hibernian 13 9 1 3 30-16 19
Derby 19 9 3 7 42-36 21 Dunferml. 13 7 2 4 26-15 16
Manch. C. 19 9 1 9 38-29 19 Celtic 13 7 2 4 25-21 16
Rotherham 19 8 3 8 37-34 19 Rangers 13 5 5 3 33-19 15
Coventry 19 7 4 8 29-33 18 Clyde 13 6 3 4 21-25 15
Cardiff 18 5 7 6 25-27 17 Morton 13 6 2 5 17-16 14
Charlton 19 7 3 9 30-24 17 Dundee 13 6 1 6 29-23 13
Leyton 19 7 3 9 29-41 17 Motherwell 13 5 3 5 20-21 13
Preston 19 5 6 8 35-44 16 Falkirk 13 4 4 5 19-23 12
Ipswich 19 4 7 8 34-41 15 Aberdeen 13 4 3 6 24-29 11
Swindon 19 7 1 11 32-44 15 St. Johnst. 13 4 3 6 15-21 11
Swansea 19 5 4 10 27-35 14 Partick 13 3 4 6 18-24 10
Huddersf. 19 ,4 5 10 17-30 13 Dundee Utd . 13 2 3 8 13-21 7
Portsmouth 19 5 2 12 22-39 12 Th. Lanark 13 3 I 9 15 33 7
Portsmouth 19 5 2 12 22 St. Mirren 13 2 3 8 10-27 7
Skotland: Airdrie 13 1 2 10 18-45 4
■ ■
í I. flokki karla
MEISTARAMÓT Reykjavíkur í
körfuknattleik hélt áfram um helg-
ina og voru háðir fimm leikir, tvcir
á laugardag og þrír á sunnudag.
Á laugardag sigraði ÍR Ármann
í 1. flokki með 40-30. Hafa ÍR-ing-
ar þar með tryggt sér sigur í 1.
flokki, sigruðu alla sína keppi
nauta. í meistaraflokki karla vann
ÍR stúdenta með 67 stigum gegn
41 og höfðu mikla yfirburði eins og
úrslitin benda til.
Á sunnudag voru háðir þrír leik-
ir eins og fyrr segir. í 3. flokki
karla vann ÍR (a) Ármann (b) með
mjög miklum yfirburðum. í 2. fl.
vann. ÍR (a) KFR með 58-20 og
Ioks vann KR Ármann í meistara-
flokki karla 57-52. Sá leikur var
jafn og skemmtilegur allan tíin'
ann, en sigri KR var samit aldrei
alvarlega ógnað, þó að munurinn
væri ekki meiri. Ármenningar
sóttu sig þó verulega í lokin, e»
það dugði ekki. Auk áðurnefndra
4 flokka er keppt í meistaraflokM
kvenna og 4. flokki karla á körf»-
knattleiksmótinu.
LandsJiðið
Framhald af síðu HL
mönnum, því að ofan á alla leik-
ina bætast svo ferðalög og veizlur.
Dómari í leiknum á sunnudag
var Hannes Þ. Sigurðsson.
Ajax lék hér fjóra leiki, þeir
töpuðu þrem, en einum lauk með
jafntefli, alls skoruðu Danirnir 87
mörk, en fengu á sig 121. Heim-
sókn þessi var yfirleitt ánægju-
leg og víðburðarrík og hafi Ajax
þökk fyrir komuna, en Valur fyrir
framtakið að bjóða þessum ágætui
thróttamönnum hinsað.
NORÐMENN sigruðu Spánverja
með yfirburðum í handknattleik á j
sunnudag, skoruðu 22 mörk gegn I
11, en í hálfleik var staðan 12:6.
Norska fréttastofan NTB segir;
að norska liðið hafi leikið mjög ■
vel, sérstaklega í síðari hálfleik.
NTB segir, að Spánverjar séu ó-
þekkt stærð í handknattleik í
Noregi, en getur þess þó, að þeir
hafi sigrað sterkar handknattleiks
þjóðir, eins og ísland og Frakk-
land. Fréttastofan segir, að flest-
< ir hafi spáð norskum sigri, en ekki
hefði þó verið viturlegt að telja
sigur unninn fyrirfram.
NTB segir, að Spánverjarnir séu
frískir og skotharðir, og le’iki af
hörku og ólöglega. Fréttastofan
hrósar fyrirliðanum Medina, og
Morera og Bru. Medina skoraði
flest mörkin eða 4, Bru skoraði 3.
ICunningi okkar, ICnud Knudsen,
Danmörku^ dæmdi leikinn með
prýði, sagði NTB að lokum.
■IÚR.ÓTT AFRÉTTIR
Moskvu, 22. nóv. (NTB-AFP).
★ JÚGÓSLAVAR og Sovétríkin
gerðu jafrltefli í knattspyrnu í
Moskvu í dag, 1—1.
Karl skorar, en Danirnir virðast ekki ánægðir. Myndir: JV. "v
ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 24. nóv. 1964 fflj