Alþýðublaðið - 24.11.1964, Page 16
ÍÁ flokksþingi Alþýðuflokksins síðastliðinn sunnudaff, afhenti fulltrúaráð Alþýðuflokksins í |!
Reykjavík AlþýðuOokknum að gjöf málverk af Jóhönnu Egilsdóttur. Málverkið gerði Sigurður Sig- !>
urðsson listmálari. Hér á myndinni sjáum við Jóhönnu Egilsdóttur og Emil Jónsson. j!
I iMtWWWMWMWWMMMMW»WMWWWWWðWMMWMMWW*WMMMMMMMWMMMM*W
LÁG FJÖLSKYLDUFAR-
GJÖLD F.l. TIL ÚTLANDA
Reykjavík, 23. nóv.
NÝLOKH) er í Aþenu sex vikna
fargijaldaráðstefnu Alþjóðasam-
foands flugfélaga, I.A.T.A., þar
isem rædd voru og teknaj* ákvarð
anir um fargjöld á millilandaflug
ffeiðum á tímabilinu 1. apríl 1965
til ^l. marz 1967. Ráðstefnuna
Sátu frá eitt hundrað flugfélögum
um 300 fulltrúar og var gengið
•érá braðabirgðasamþyliktum um
mörg mál, sem háð eru samþykki
viðkomandi ríkisstjórna.
Ráðstefnan var haldin í Hotel
Hilton í Aþenu. fulltrúar Flug-
félags íslands voru Birgir Þor-
gilsson sölustjóri og Ingvi M.
Arnason fulltrúi.
Flugfélag Islands hefur alla tíð
beitt sér fyrir hagstæðum far-
gjöldum milli íslands og útlanda.
Er þar skemmst að minnast vor-
og haustfargjalda sem gilt hafa
frá íslandi til Evrópulanda s.l.
tvö ár og jóla- og fjöiskyldufar-
gjalda, sem gilda í desember milli
nágrannalandanna og íslands.
Á nýafstaðinni fargjaldaráðstefnu
í Aþenu fékk Flugfélagið sam-
þykki fyrir fjölskyldufargjöldum
frá íslandi til Norðurlanda, sem
þýðir stórlækkuð fargjöld á þess
Framhald á 4. síðu
iWWWWWVWVWWHWWWHMiVWMVftWVVmWVVVWWHMHWWVWWWiWW
Krefjast Norðmenn
landgrunns í íshafi?
Að sögn norska blaðsins „Aft
enposten" munu Norðmenn
gera kröfu til þess, að þeir
megi áskilja sér allan rétt tii
að liagnýta málma á botni Iand
grunnsins á milli Svalbarða og
Noregs og umhverfis eyjaklas
ann. Þetta táknar, að Norð-
menn gera kröfu til yfirráða
yfir sjávarbotninum langt inn
í Barentshaf og í átt að Norð
urheimskautinu.
Samkvæmt samningi frá 1920
veittu stórveldin og önnur
ríki, sem hagsmuna höfðu að
gæta, Norðmönnum yfirráð yf
ir Svalbarða. Borgarar og fyrir
Framhald á 15. síðu
■iWlWWWWVAM'W/tWVVlVIAWMVUVWMHWlHV
Alþýðublaðið kost
or aðeins kr. 80.00 á
mánuði. Gerizt á'
skrifendur.
Þriðjudagur 24. nóvember 1964
Fundu 45
smygluðu
Rvík. 23. nóv - ÓTJ.
TOLLGÆZLAN í Reykjavík fann
í gær 45 kassa af smygluðu áfengi
um borð í togaranum Þormóði
Goða sem var að koma úr söluferð
til Þýzkalands. Einnig fannst um
borð nokkuð af smygluðum heim-
ilistækjum, frystikistum og þess-
háttar.
Forsaga málsins var sú að í gær
komu þrír togarar til landsins, og
meðal þeirra Þormóður Goði. Einn
skipverja þar hafði pantað-sér
leigubíl niður að höfn í þeim til-
gangi að færa á brott nokkuð
magn af veigum sem hann kærði
sig ekki um að yfirvöldin fengju
nasasjón af.
Eitthvað mun þó hafa þótt grun-
samlegt við þessa flutninga, því að
lögreglan stöðvaði leigubílinn og
gerði leit í honum. Fundust þar
55 flöskur. Eftir þetta var settur
vorður við togarann meðan toll-
verðir söfnuðu liði, en þá var haf-
in vandleg leit. Þar var ekki kom-
ið að tómum kofanum. Eftir langa
árangurslausa leit fundu þeir
smyglvarninginn í loftrásum í
reykháfi togarans. Og þaðan voru
dregnir 10 kassar af genever, og
35 kassar af 75 prósent vodka.
Alls gerir þetta 595 flöskur.
Þá funöu tollverðir og 2 kassa
af smygluðu áfengi í öðrum hinna
togaranna. Var þar um að ræða
einn kassa af genever, • og einn
kassa af gini, sem voru hirtir þeg-
ar verið var að skipa þeim í land.
Unnsteinn Beck fulltrúi tjáði blað-
inu að málið væri nú í höndum
rannsóknarlögreglunnar.
SAMSÖNGVAR
FÓSTBRÆÐRA
í ÞESSARI viku efnir Karlakór
inn Fóstbræð'ur til samsöngva
fyrir styrktarfélaga sína. Fara
þeir fram í Austurbæjarbíói, hinn
fyrsti á morgun, miðvikudag 25.
nóv. kl. ltj|15. Síðan á fimmtu-
dag 26. nóv. á sama tíma, en
laugardaginn 28. nóv. verður loka
samsöngur kórsins að þessu sinni,
og þá kl. 15.00 (kl. 3 e.h.
Söngskrá Fóstbræðra nú er
mjög helguð Norðurlándatónskáld
um, og má af þeim nefna August
Söderman, Grieg, Palmgren, Tör-
nudd og Erik Bergman. Einnig
ei'ú á efnisskránni lög eftir þrjá
innlenda höfunda þá Oddgeir
Kristjánsson, Sigfús Einarssan,
og Sigurð Þórðarson.
Einsöngvari með kórnum eru
Erlingur Vigfússon, Kristinn Halls
son og Hákon Oddgeirsson, en
þeir Erlingur og Kristinn munu
að auki syngja fáein lög án aðstoð
ar kórsins.
Fóstbræðrum hafa á þessu ári
bæt2t óvenju margir nýir söng-
menn, og skipa kórinn nú nær
fellt 50 söngvarar.
Sön|jstjc<ri Karlakórsing Fóst-
bræðra er Ragnar Björnsson og
undirleikari Carl Billich.
Halidór Pálsson
aftur tekur við
Reykjavík, 23. nóv.
Á FUNDI stjórnar Búnaðár-
félags íslands í dag 23. nóv. tók
Hefir Ólafur E. Stefánsson, naut-
stjóri, aftur við starfi sínu hjá
félaginu, en hann heflr sökum
veikindaforfalla verið fjarverandi
frá starfinu um 10 mánaða skeið.
Hefir Ólfur E. Stefánsson, naut-
griparæktarráðunautur, gengt
staríinu á þessum tíma.
Sýning á finnskum
glerlistmunum
Reykjavík, 21. nóv. - OÓ
OPNUÐ verður um helgina sýn
tog á finnskum glermunum í
Vierzlun Kristjáns Siggeirsson
ar.
l-istinunirnir á sýningunni eru
geröir eftir fyrirsögn hins
lieimskunua finnska listamanns
Timo Sarpaneva, og framleidd-
ir hjá Karhula-Iittala glcrverk
smiðjunni , en Kristján Sig-
geirsson h. f. hefur einkaum-
boð fyrir þær á íslandi.
Sýning á glermunum þessum
var haldin í Stokkhólmi í sept,
sl. síðan í París og er nú kom-
inn hingað til Reykjavíkur. Sýn
• Framhald á 15. síðu
Kristján Siggeirsson, fulltrúi frá Karhula-Iittala verksmiðjunum og Hjalti Geir Kristjánsson.