BFÖ-blaðið - 01.01.1967, Blaðsíða 9

BFÖ-blaðið - 01.01.1967, Blaðsíða 9
ur, mjódd vegarins en síðast og ekki sízt lausamölin. Hún er hreint skað- ræði viðvaningum og leiðinleg, hver sem í hlut á. í henni missa bílar ökuhæfnina, þeir fara að skrika eins og væri maður á hálum vegi. Hitt er þó verst, að í lausamöl skapast hætta, sé nokkuð greitt ekið, sem er sér- kennileg fyrir hana: hún getur bók- staflega rifið stýrið af ökumannin- um. Það gerir þó hálkan aldrei. Lausamölin er hættulegust á beygjunum, sbr. það, sem áður seg- ir. Ég varð einu sinni vitni að anzi myndarlegum útafakstri í lausamöl. Ég var að koma austan yfir fjall. Á undan mér var smábíll, sem ók nokkuð greitt, en ekki svo umtals- vert væri. Ég ók alltaf er það hent- aði með minni tækni, hægt í beygju en „hratt" úr henni. Hinn bíllinn helzt alltaf jafnhratt. Svo skeður það allt í einu á einni beygjunni, síður en svo slæmri, að ég sé litla bílinn kippast til og síðan hverfa út af all- háum kantinum. Er ég kom að, sat ung stúlka grátandi við stýrið og í bílnum hjá henni, sem hafði „fleytt kerlingar" einar 2-3 lengdir sínar yfir mikið stórgrýti, voru 3 konur náfölar. Ég segi svo ekki þessa sögu lengri, en auminngja stúlkan, nýbúin að taka próf og með bíl frænda síns að láni, stóð á því fastar en fótun- um að stýrið hlyti að hafa bilað. „Ég réði bara allt í einu ekki neitt við bílinn." Eftir að hafa kynnt mér, BFÖ-BLAÐIÐ hvort nokkur væri slasaður, sem ekki var, fylgdist ég ekki áfram með þcssu máli og get ekkert fullyrt. En ég er sannfærður um, að það var ekki stýrið, sem bilaði, heldur bíl- stjórinn. Steinkast og rúðubrot. Hvað þetta áhrærir er varla von á góðu á okkar vegum. Ekki batnar ofaníburðurinn, heldur jafnvel þvert á móti, enda víst all erfitt að fá hann góðan víða. Bílunum fjölgar mikið og með þeim ökuglönnum og klaufum. Það þarf því engan að undra þó ein og ein rúða fari. Menn hugleiði t. d. hvern- íg bílar mætast úti á vegum. Er bíll ekur fram úr á miklum hraða, getur hann þeytt steini aftur fyrir sig, upp í loftið, og ekur þá bíll sá, sem fram úr er ekið oft á steininn, sem svífur í loftinu. Það er því góð regla m. a. af þessum á- stæðum að hægja alltaf á er bíll ekur fram úr. Þetta munn þó hafa verið algengara áður en aurhlífarnar voru lögskipaðar fyrir aftan aftur- hjól. Nú mun það jafnvel henda, að þessar aurhlífar fleygi steininum fram með bílnum svo og steinkast undan hjólbörðum í allar áttir, sem oft er sennilega hættulegast. Margir eru fullir af því að þessar áminnztu, lögskipuðu aurhlífar séu bara til bölvunar vegna hættu á steinkasti úr þeim. Þetta mun þó ekki rétt, sé hlífin sett rétt á bílinn, en á því mun því miður mikill mis-

x

BFÖ-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.