BFÖ-blaðið - 01.01.1967, Blaðsíða 13

BFÖ-blaðið - 01.01.1967, Blaðsíða 13
Enda þótt árangur væri betri á hinum varðstöðvunum, var hann slæmur á þeim öllum. Mönnum virðist ganga erfiðlega að læra að aka rétt hægri beygjur og að lítil framför sé enn á því sviði. Útkoman leggur þessa alvarlegu spurningu fyrir ökumenn: hvað má hér til varnar verða vorum sóma? 4. Vinstri beygjur. Búast hefði mátt við að ökumenn tækju og ækju vinstri beygju rétt. Og það gerðu flestir þeirra er þátt tóku í keppninni. En þó bar allmikið á því, að ekið væri of langt frá gang- stéttarbrún. Einnig hér þarf betur að gera. 5. Gangbrautir. Athugunarstöðvar þrjár. Athug- un á því efni sýndi vítavert tillits- leysi margra þátttakenda. Á einni athugunarstöðinni voru 61,9% þátt- takenda, sem ekki virtu rétt gang- andi fólks, meira að segja 23,9% þátttakenda ruddust áfram án þess að taka nokkurt tillit til gangandi fólks. Svipuð útkoma var á hinum varðstöðunum. Ein prófraunin var í því fólgin, að komast að því hvernig þátttakendur notuðu sjálfir merktar gangbrautir. Þeir áttu að leggja bíl sínum á bíla- stæði, og ganga svo ásamt þeim sem í bílnum voru með þeim (fjölskyldu) yfir götuna. Aðeins einn þátttakandi notaði gangbrautina. Hinir fóru yfir götuna þar sem þeir komu að henni. Þetta sýnir virðingar- og tillits- leysi ökumanna fyrir gangbrautun- um. Margir þátttakenda eru viður- kenndir góðir ökumenn, og hinir all- ir verða að teljast hafa treyst sér í góðaksturskeppni. Fyrst árangur varð slíkur hjá þessum mönnum, við hverju er þá að búast hjá ýmsum öðrum ökumönnum? 6. Hjálp í viðlögum. Spurningar um hjálp í viðlögum voru fáar, en úrlausnir lélegri en bú- ast hefði mátt við. 66,7% spurninga var rétt svarað, en 33,3% rangt. Það einkennilega var að allir þátttakend- ur svöruðu rétt 66,7% spurninga. Allir svöruðu jafnmörgum spurning- um rétt. En það var alveg sitt á hvað, hverjum spurningum hver þátttak- andi svaraði. 7. Umferðarreglur. Spurnigar um umferðarreglur voru lagðar fyrir keppendur. Enginn svaraði öllum spurningunum rétt. Fjórir keppenda, eða 19%, svöruðu þó flestum spurningunum rétt, en 5 þátttakenda mjög fáum rétt, en gáfu alveg röng svör við hinum. 8. Akstur samkv. umferðarmerkjum. Svæði fyrir austan Háskólabíó. Umferðarmerki voru 13. 76,2% keppenda óku alveg rétt. BFÖ-BLAÐIÐ

x

BFÖ-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.