BFÖ-blaðið - 01.01.1967, Blaðsíða 18

BFÖ-blaðið - 01.01.1967, Blaðsíða 18
^J-rá deildum og félagssfarfi Mótmæli gegn tóbaksauglýsingum Með bréfi sínu til Alþingis, dags. 15. nóv. 1966, mótmælti Bindindisfélag ökumanna mjög cindrcgið öllum tóbaksauglýsingum og fór fram á það í bréfinu að slíkar auglýs- ingar yrðu lögbannaðar. Með dreyfibrcfi sínu þ. 17. nóv. 8.1. skor- aði skrifstofa BFÖ á aliar deildir að mót- mæla, hver í sínu lagi, þessari ósvinnu. Mót- mælabréf frá tveimur deildum hafa borizt til skrifstofunnar. Hin hafa sjálfsagt vcrið send til Alþingis. Glitmerld Sú hugmynd hefur komið fram hjá stjórn BFÖ að vinna að því, að glitmerki vcrði lögboðin í þcttbýli. Hefur nokkuð verið byrjað að vinna að þessu máli. Norrænt bindindisþing hér órið 1969 A fundi sambandsstjórnar 10. janúar 1967 var lagt fram brcf Stórstúku Islands o. fl., dags 9. des. 1966 (móttekið af BFÖ um áramótin), þar sem frá því var greint, að fyrirhugað væri að ha hér norrænt bindind- isþing, hið 24. í röðinni, árið 1969 og til þess mælzt, að BFÖ yrði þátttakandi að þessu þingi og kysi af sinni hálfu 2 fulltrúa í undirbúningsncfnd. Á þessum sama fundi sambandsstjórnar voru þessir menn kjörnir sem fulltrúar: Sig- urgcir Albertsson, formaður sambandsstjórn- ar BFÖ, Seljavcgi 27, Reykjavík og Jóhann Björnsson, forstjóri, varaformaður Reykja- v/kurdeildar BFÖ, Þykkvabæ 15, Reykjavík. Oktan 87 til 93 Hinn 21. des. 8.1. ritaði BFÖ öllum olíu- félögunum hér á landi varðandi það, sem fyrirhugað er og senn mun ske, að hætt vcrði að selja benzín með oktantölu 87 en að framvegis verði aðeins á boðstólum benzín með oktantölu 93. Taldi BFÖ að þctta gæti reynzt varhugavcrt varðandi einstaka bíja- gcrðir, einkum rússneskar, og fór fram á það við félögin að ekki yrði mcð öllu hætt að selja hér hið oktantölulægra benzi'n. Svar hefur nú borizt frá öllum olíufélögunum og telja þau yfirlcitt að ógerlcgt sé að selja hcr nema cina tegund benzíns, cnda muni bílhreyflum ckki stafa hætta af. Er eftir að sjá, hvort svo rcynist. Reykjavíkurdeildin Eins og um gat í BFÖ-blaðinu, 2. tb). 1966, var þessi deild þá með undirbúning að því að halda uppryfjunarnámskeið fyrir ökumcnn. Var það haldið rétt fyrir og cftir mánaðamótin nóv.-des. s.l. og tókst vel. Er nú í undirbúningi annað slíkt námskeið í febrúarmánuði og liggja þegar fyrir all- margar umsóknir. Þctta er prýðilegt félags- starf og þarf að halda því áfram á hverju ári. Svona uppryfjunarnámskeið munu vera alger brautryðjendastarfscmi hér á landi. Hin nýju rúðumerki BFÖ Nú cru þau loksins komin og hafa þegar verið send víða út um land. Félagar Reykja- víkurdeildarinnar cru hér mcð beðnir að taka þau hið fyrsta á skrifstofu Ábyrgðar hf. - og koma þeim d bílana. 18 BFÖ-BLABID

x

BFÖ-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.