BFÖ-blaðið - 01.01.1967, Blaðsíða 15

BFÖ-blaðið - 01.01.1967, Blaðsíða 15
skyldi ekið aftur á bak og aftur- hjól stöðvuð aftur á plankanum. 71,4% gerðu allt rétt. 23,8% tókst að gera tvennt af þremur. 4,8% (einn) gerði aðeins eina þrautina rétt. f. Ekið að vegg. Aka skyldi hiklaust að veggnum og stöðva 5 cm frá honum. 9,5% rétt. 33,3% í milli 5 og 10 cm frá. 33,3% í milli 10 og 15 cm frá. 9,6% í milli 15 og 25 cm frá. 14,3'/" yfir 30 cm frá vegg. g. Ekið áfram í brekku. Ræsa skyldi bílinn og taka áfram án þess að renna aftur á bak og án þess að drepa á vél. 100% tóku áfram án þess að rcnna aftur á bak. 9,5% drápu á vél. h. Stanzað á striki. Allbreytt og skýrt strik var dregið á slétt torg. Bílunum var stillt upp í hæfilegri fjarlægð og þeim skip- að að aka með 35 km hraða og stanza með afturhjólin á strikinu. Aðeins einn keppenda eða 4,8% leysti þessa þraut rctt, enda erfið. 28,5% stönzuðu innan við 40 cm frá strikinu. 23,8% stönzuðu innan við 50 cm frá strikinu. 23,8% stönzuðu innan við 60 cm frá strikinu. 19,1% stönzuðu yfir 60 cm frá strikinu. Allir óku á réttum hraða. i. „Bilanir" í vél. Finna skyldi 4 „bilanir" í vél bíls. 9,5% (tveir) fundu allt. 33,3% fundu þrennt. 33,3% fundu tvennt. 14,4'/' fundu eitt atriði. 9,5% fundu ekkert athugavert. Niðurstaðan: ónóg þekking á vcl. j. Ekið yfir skífu. Ekið skyldi yfir skifuna eftir viss- um reglum og aðcins með eítt hjól í senn. Hin máttu ekki snerta. Tími alls veittur 2 mínútur. 19% gerðu allt rétt. 19% að mestu leyti. 62% sæmilega, lélega og illa. Þessi prófraun sýnir að mikið vantar á að ökumenn séu vissir á því, hvar þeir „hafa" hjólin á bílnum sínum. Skýrsla þessi er gerð eftir próf- gögnum keppninnar, er öll eru fyrir hendi. Rétt er að geta þess ,að allir aðstoðarmenn og vcrðir við keppn- ina skiluðu vel útfylltum prófgögn- um, og er ekki sjáanlegt, né annað vitað, en að þeir hafi leyst verkefni sín mjög vel af hendi. Reykjavík, 9. jan. 1967. Bindindisfélag ökumanna. BFÖ-BLADIÐ 15

x

BFÖ-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.