BFÖ-blaðið - 01.01.1967, Page 17

BFÖ-blaðið - 01.01.1967, Page 17
landinu og 73 þúsund slasast alvar- lega. Ur ýmsum áttum Árið 1966 seldist áfengi í Reykja- vík fyrir 338 milljónir, stundum fyrir sex milljónir á einum degi. Um götur og þjóðbrautir Ástralíu fara yfir þrjár milljónir bíla. Árið 1965 fórust þar í umferðarslysum þrjár þúsundir manna, en sjötíu og fimm þúsundir slösuðust. Dr. J. H. W. Birrell, sem er læknir á vegum lögreglunnar í Viktoríu, segir að áfengisneyzlan sé langmesti skað- valdurinn í þessum umferðarslysum. Tólfti hver fulltíða maður í Bandaríkjunum er mikill drykkju- maður (heavy drinker). Þetta er samkvæmt síðustu könnun. Þannig er uppskera afnáms áfengisbannsins. Á hvaða degi sem er í Póllandi, er hálf milljón manna svo drukknir að þeir geta ekki unnið störf sín sómasamlcga, segir blaðið Sztandjir Moldycb. Fjárhagstjónið af þessu er talið vera 400.000 dollarar á dag. Samkvæmt könnun landssambands ökumanna í Bretlandi, neyta ekki 13 af hundraði ökumanna áfengis, sök- um þess að þeir cru bindindismenn, en 37 af hundraði hafa gert það að ófrávíkjanlegri reglu að neyta alls ekki áfengis ef fyrir þeim liggur að stjórna bíl. Lyndon B. Johnson er fyrsti for- seti Bandaríkjanna, sem beitir sér fyrir því að samveldisstjórn ríkjanna veiti 214 milljónir dollara til þess að hefja fimm ára sókn gegn áfengis- bölinu, þeirri pest sem sýkt hefur um fimm mlljónir manna í landinu beinlínis, en veldur auk þess ófar- sæld 10 af hundraði allrar þjóðar- innar. Af Norðurlöndum er áfengis- neyzla Dana mest, einnig er þar hæst tala dauðaslysa vegna ölvunar við akstur. Sjöundi hver maður sem ferst þar í umferðinni er fórnardýr öku- manna undir áfengisáhrifum. Þessar tölur segir þó danskur dósent í „Socialt Tidskrift" séu lægri en raunverulega vitað sé. Árið 1958 voru bílaslysin af völdum ölv- unar við akstur 8%, 1956 voru þau 9,3%. 1958 voru 914 slasaðir af völd- um ölvunar við akstur, en 47 drepn- ir. Árið 1965 höfðu þessar tölur tvö- faldast. Dansk Goodtemplar. BFÖ-BLAÐIÐ 17

x

BFÖ-blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.