Skólablaðið - 01.09.1910, Page 11

Skólablaðið - 01.09.1910, Page 11
SKOLABLAÐIÐ 139 Hún er venjulega bygð úr múrsteini, eða steypt ásamt reyk- háfnum. í reykháfnum eru því tvær rásir, önnur fyrir reyk- inn, en hin fyrir loft. Á loftrásinni eru tvö op, sem loka má og opna eftir vild, annað svo sem 6” frá lofti, en hitt jafnlangt frá gólfi. Um efra opið má hleypa út lofti, ef of heitt verður í skólastofunni; um neðra opið dregst út óhreint loft frá gólfinu. 2) Dagbók er ætlast til að kennarinn skrifi í alt það sem honum þykir nauðsynlegt að muna eða geyma af því, sem daglega kemur fyrir í skólanum, svo sem um hegðun einstakra barna, vanrækslur, sjúkdóma o. s. frv; um ýms atriði viðvíkjandi kenslunni, um heimsóknir foreldra eða vandamanna og hvað annað sem kennaranum þykir ináli skifta. Bréfabókin er til þess ætluð að færa inn í hana bréf sem fara milli skólakennara og annara um skólans mál, t. d. fræðslunefndar, yfirstjórnar fræðslumálanna og annara — eða að minsta kosti innihald þeirra bréfa. 3) Th. K/aveness: Vejledning til Brugen af min Forklaring. Kria Aschehoug & Co. Verð kr. 2,25. A Tollefsen: Konfattet Haandbog i den kristne Barnelærdom (for Lærere og Lærerskole elever) Kria. Steenske Forlag. Verð kr. 1,50. Erik Nyströrn: Bibelhaandbog, paa Norsk ved Otto Greve. Kria. Norsk Famíliejournals Forlag. Verð kr. 1,00. Martensen-Larsen: Historisk Oplysning utn den hellige Skrift. Gyldendal. ' Verð kr. 2,75. 4) Það er undir því komið til hvers á að nota hann. Upp- dráttur íslands eftir Björn Gunnlögsen þykir bestur til leið- beiningar á ferðalögum. Hinn nýi uppdráttur eftir Daniel Bruun er all skýr, og kostar 2 kr., en upplímdur og á stokk- um 5 kr. — Uppdráttur Þ. Thoroddsens kostar 5 kr. Eng- inn þessara uppdrátta er sem hentugastur til skólakenslu, en notast má við hvern þeirra sem vera skal.

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.