Skólablaðið - 01.08.1914, Qupperneq 10

Skólablaðið - 01.08.1914, Qupperneq 10
12? SKOl.ABLAÐIÐ var deilt, hvort stofna skyldi nýtt félag eða ganga inn í „hið íslenska kennarafélag“. Loks varð það ofan á, að þessir kennarar gengu inn í kennarafélagið íslenska. Við göngu þessa lifnaði yfir félaginu í svip Og síðan 1908 hefir það haldið fund einu sinni á ári og stöku sinn- um aukafund. Hugsun barnakennara var um þetta leyti sú, að vinna með kappi að stofnun kennarafélaga víðsvegar um land og mynda kennarabandalag. Unnu nú nokkrir menn kappsamlega að félagsstofnun' en þrátt fyrir góðan ásetning eru kennarafélögin ekki enn þá fleiri en sex. Ef kennarar væru nú duglegir, áhugasamir og hagsýnir> myndu þeir geta tvöfaldað þessa félagatölu, sem nú er, á einu til tveim árum og þá yrði bandalagið stofnað. Skólablaðið frá 1. mars. þ. á. hvetur kennara til að stofna kennarafélög. Var blaðið svo vongott að halda að til- tækilegt væri að stofna nokkur félög til viðbótar einmitt í vor, og hafði það jafnvel á orði, að þau félög ásamt hinum sem fyrir voru, sendu fulltrúa á aðalfund „hins íslenska kennarafélags“ nú í júní. En þetta fór á aðra leið. Engir brugðu við, til að stofna ný kennarafélög, og ekkert lélag sendi fulltrúa á aðalfund. Samhent Þau kennarafélög sem nú eru til í landinu hafa kennara tekið til umræðu ýms málefni, en engu komið í stétt. framkvæmd, sem sjálfum meðlimunum hefir orðið að gagni. Ættu nú íslenskir barnakennarar að stíga á stokk og strengja þess heit, að mæta nú í Reykjavík í júni að ári á sambandsþingi, með 12 til 15. félög að baki. það er meinið okkar, að við erum ekki nógu samhent- ir. Margt liggur því til grundvallar. Fram á síðustu tíma hef- ir og mikið kveðið að því, hve misjafna undirbúningsment- un barnakennarar hafa haft. þetta kemur niður á stéttinni sjálfri En um þetta misjafna mentastig er ekki að ásaka kenn- arastéttina sjálfa, nema að litlu leyti. Fræðslunefndir og skólanefndir eiga þar mesta sök á. Fræðsluskýrslur lands-

x

Skólablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.