Skólablaðið - 01.08.1914, Qupperneq 11

Skólablaðið - 01.08.1914, Qupperneq 11
SKOLABLAÐiÐ '23 ins bera það.með sér, að undanfarið hafa menn fengist við barnakenslu, sem alls ekki hefðu ?tt að gera það. Svo er að sjá sem nokkuð víða hafi ráðið alt annað hjá skólanefnd um og fræðslunefndum við kennararáðningu en það, hvort kennarinn væri kennaraskólagenginn.Er það þóbeint lagaákvæði að þeir skuli ganga fyrir öðrum. það er svo að sjá sem hún sé ekki aldauð sú hugsun, að enga sérþekking þurfi til að kenna börnum og unglingum. Sumar sveitir hafa til skams tíma ráðið fyrir barnakennara mentalitlar lausakonur og þekkingarsnauða lausamenn. Og þótt hefir það hátíð, ef kennarar sumra sveiía hafa gengið í unglingaskóla, lýðhá- skóla, búnaðarskóla eða verslunarskóla og sjómannaskóla. Fólkið er ekki að gera sér neina rellu út af því, hvort kenn- arinn þekki nokkuð sálarlíf barnsins eða viti eitthvað hvernig eigi að fara með það. Nei, nei, —- en svo heimskir eru bændur ekki að þeir sendi skilvinduna sína eða klukkuna til annara en þeirra, sem kunna með þá hluti að fara. En hér er nú ólíku sam- an að jafna, klukkan og skilvindan eru margbrotnar vélar! — það er ekki langt síðan Skólablaðið hafði orð á kenslu- aðferðinni „að troða í börn“. þetta, „að troða", er til orð- ið, þegar þeir fengust við að kenna, sem ekki kunnu það. Og hugsunin helst enn, því enn er fólk að kenna, sem ekki kann annað en að ,,troða“ og þorir ekki annað en að „troða“. Skólablaðið veit sjálfsagt, að kennaraskólamenn, þótt misjafnir séu, varast að „troða“. þeir gera sér alt far um að kenslustundir sínar séu skemtilegar. þeir eru ekki að „troða“, þeir eru ekki altaf að „hlýða yfir.“ En fólkið kærir þá stöku sinnum. Og fyrir hvað, hald- ið þið ? Vitanlega fyrir það að þeir halda ekkí áfram að „troða“. En hvað segja nemendurnir sjálfir? þeir segja: „Er tíminn búinn ? Er þetta mögulegt?“ Kenslustundin hefir liðið áður en þá varði, þeir hafa gleymt sér. í lok slíkra kenslustunda er kennarinn ánægður með sjálfum sér. Hann finnur til þægindatilfinningar yfir því, hve nemcndurnir voru hugfangnir, ekkert auga leit af honum alla kenslustundina.

x

Skólablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.