Skólablaðið - 01.08.1914, Side 12

Skólablaðið - 01.08.1914, Side 12
124 SKOLABLAÐIÐ þeir sem ekki hafa kennaramentun og ekki eru kennarar af guðsnáð lifa aldrei slísa tíma, alla s;na skólatíð. það er ósköp alment hjá lítt mentuðum kennurum, að all • ar kenslustundir ganga í nudd og rifrildi. þetta vita allir, sem kunnir eru kenslumálum. Eg get ekki stilt mig í sambandi við þetta að segja of- urlitla sögu. Hún er sönn. Sagan sýnir hve mikill munur er á því að vera vaxinn starfi sínu eða vera það ekki. .Hundruð barna eru að leika sér á skólaleiksvæðinu. Skólaklukkunni er hringt og allir fara inn. Kenslan byrjar. G. og R. eru kennarar. þeir kenna þessa stundina í samliggjandi skólastofum. R. kennir „orð drottins", en G. sögu landsins. G. segir nemendum srnum frá einum við- burði sögunnar. Allir hlusta, allir horfa á hann og allir þegja. það er eins hljótt í skólastofunni og í kirkju. R. kallar til G.: „Viljið þér ekki koma hérna og stilla til friðar ?“ G. gengur inn í skólastofu R. Situr þá R. á kennara- stóinum við borðið sitt. Hávaðinn er svo mikill í kring að hann verður að garga: „Viljið þér nú sjá, hvað þau eru ósvífin !“ hrópar R. til G. G. gerir sig hinn alvarlegasta og skipar öllum í sæti. Allir nemendurnir hlýða og R. stendur upp og hristir sig eins og hestur, sem mývargur hefir nýiega yfirgefið. Komst nú G. að því, að aðalupphlaupið byrjaði, þegar R. fór að meta þekkingu nemenda sinna á guði og leyndardómum hans. Fjölmargir fengu 8 fyrir að geta haft upp orðin eftir Helga Hálfdánarsyni, nokkrir fengu 7, því þeir komust ekki að orði eins og Helgi. Aðrir fengu aðeins 6, því þeir mundu ekki nema hrafi af Helga orðum, en hinir fengu 2, því þeir gátu ekki haít stakt orð upp eftir gamla Helga, en sögðu frá með eigin orðum. þeim þótti sér misboðið, og þá byrjaði uppþotið. Mér er ekki kunnugt um, að þetta og því líkt komi fyrir hjá kennaraskólagengnu fólki. Skólanefndin er ekki að ómaka sig inn í skólana. Og foreldrar koma þangað aldrei, ekki einu sinni við próf.

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.