Skólablaðið - 01.05.1916, Síða 6

Skólablaðið - 01.05.1916, Síða 6
70 SKÓLABLAÐIÐ lengja námstimann, skerpa eftirlitiö og krefjast meiri undir- búnings af kennurunum. ÞaS veltur ekki á litlu, aS þeir séu svo þroskaðir menn, aö þeir ræki ekki störf sin í heilsuspillandi húsakynnum. Leik- fimi er t. d. sjálfsögö grein í lýðskólunum, en hún er tveggja handa járn. Hún getur bygt upp, en hún getur einnig spilt og veiklað sumstaðar hér á landi. Eftirlitið verður að skerpa, en hver á að framkvæma það ? Umsjónarmaður fræðslumálanna munu menn segja. En hvernig má ætlast til þess af einum manni, sem auk þess er ýmsum störfum hlaðinn, að ferðast um alt landið að vetrinum meðan kensla stendur, því endranær er það gagnslítið ? Engan veginn svo að vel sé. En samkvæmt embætti læknanna fyndist mér sjálfsagt að fela þeim að sjá um, að nauðsynlegustu heilbrigðis- reglum væri fylgt. Ef til vill mundi þeim öllum ekki trúandi til þess — en flestum. Það er oft sagt að barnssálin sé gljúp og viðkvæm fyrir hvers konar áhrifum. En þó að ekki kveði svo mjög að því urn sálir unglinga á aldrinum 15—20 ára, þá getur þó lunderni þeirra tekið tamningu, en hún er varanlegri. Og þeir sem skilja og gefa gaum nauðsyn og mikilvægi unglingaskólanna, láta sér ekki nægja að þar sé troðið þurrum fróðleik í nemendurna eingöngu, sem er þeim að mestu týndur eftir örfá ár, heldur hugsa þeir ekkúsíður um að alt umhverfið á skólaheimilinu, dautt og lifandi, hafi góð og göfgandi áhrif á nemendurna, innræti þeim reglusemi og snyrtimensku, þrifn- að og hreinlæti; þeir láta sér ant um að nemendurnir geti á skólaárunum aflað sér siðgæðalegs vegnestis, sem endist þeim meðan æfin varir. Jón Kjartansson. Uppsögn kennaraskólans. Kennaraskólanum var sagt upp síðasta vetrardag. Tíu tóku kennarapróf, næstum hálfu færri en nokkru sinni áður, síðan skólinn var stofnaður. Stafar fæðin af því, hve margir settust

x

Skólablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.