Skólablaðið - 01.07.1916, Blaðsíða 1

Skólablaðið - 01.07.1916, Blaðsíða 1
SKOLABLAÐIÐ ----&SS2S--- TÍUNDI ÁRGANGUR 19x6. Reykjavík, 1. júlí. 7. blað. Kristindómsfræðslan í barnaskólum. Eftir ólaf ólafsson frá Haukadal. II. (Síðari kafli.) Fræðslukröfurnar. Vandalaust er ekki að ákveða kröfurnar, sem íslenskum kennurum i kristindómsfræðum ber að fullnægja. Þær eru nú sem stendur mjög á reiki, bæði að þvi er kemur til ])ess, h v a ð kenna eigi, og eigi siður hins, h v e r n i g þeim beri að inna þau verk af hendi. Mönnum skilst að gamla aðferðin, sú að þylja látlaust kver- ið sitt, sé úrelt orðin. Nú eru áhrifin og göfgun hjartans látin skipa fyrirrúm fyrir fræðikenningum og mentun h ö f- u ð s i n s. Fyrir því á að útrýma þululærdómnum, trúfræðina fyrir borð að bera, og trúna sem mest að þroska með persónu- legu áhrifavaldi og ræktun tilfinningalífsins. Það eru átta- skiftin, sem í loftinu liggja. —■ Til skamms tíma hefur prest- um ekki verið leyft að víkja hið minsta frá fyrirskipuðum reglum né viðurkendum skilningi þeirrar kirkjudeildar, sem þeir tilheyrðu, jafnvel ekki í smávægilegum atriðum. Muna má þá tímana, er andlegrar stéttar mönnum var með öllu óleyfilegt að hugsa sjálfstætt; þeir urðu að tala og hugsa innan ákveðinna og fyrirsettra takmarka. Fyrir ]>ví settu þeir bg öðrum sömu takmörk. Foreldrar og aðrir, sem tilsögn veittu á trúfræðisefnum, voru einskorðaðir við þau. I því hafti undu sér best þeir, er enga sannfæring höfðu; hinum fanst það harð- stjórn á sannfæringarfrelsi og — höfðu samviskubit. Fundu

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.