Skólablaðið - 01.07.1916, Page 11

Skólablaðið - 01.07.1916, Page 11
SKÓLABLAÐIÐ 107 Kenslubækur. Eg er öldungis á sama máli og samverkamaSur minn, „kenn- ari“, í seinasta Skólablaöi um þaS, aS þaö hafi mikla þýöingu fyrir barnafræösluna aö kenslubækurnar séu góöar. En kenn- urum kemur ekki ávalt saman um þaö, hver kenslubókin er best. Vandinn aö velja er mikill. ,,Kennari“ vill ekki trúa barnakennurum og skólanefndum fyrir því, aö velja kenslu- bækur, heldur vill hann fela þaö fræöslumálastjóra. Þarna erum viö mjög svo ósammála. Eg vil aö hver kenn- ari megi velja milli þeirra bóka, sem á markaði eru, og vil ekki binda hann viö neitt í valinu nema hans eigin smekk og tilfinningu. Eg held aö það veröi hollast fyrir kensluna, aö hver kenni eftir þeirri bók, sem honum fellur best aö kenna eftir. Eg held aö þaö væri engin framför i því, aö fræðslu- málastjóri skipaði þeim reikningskennara að brúka til dæmis Steingríms Arasonar reikningsbók, sem fellur betur viö Sigur- bjarnar Gíslasonar, eöa jieim landfræðiskennara aö brúka Karls Finnbogasonar bók, sem fellur betur viö M. Hansens, eöa þeim sögukennara að brúka sögukver Jónasar frá Hriflu, sem heldur kýs Boga. Þetta eru alt bækur, sem mikil áhöld eru um; allar vel brúkanlegar, og hver hefur sína galla. En þaö er von, aö hverjum þyki sinn fugl fagur, og aö hver vilji sínum tota fram ota. Það er misjafnt, hve fast kenslu- bókum er haldiö fram og af þvi er misjafnt hve mikla út- breiðslu þær fá. En eg er á því, að kennararnir eigi að hafa frjálsar hendur; eg verð aö gera ráö fyrir því, aö þeir séu þaö vel aö sér, að þeir kjósi ekki slæma bók ef góð er í bo'öi. En þaö ætti að vera sjálfsögð skylda fræðslunefndar að sjá um, aö þær bækur séu fáanlegar, sem kennari vill brúka. Annað er þaö, sem eg get ekki verið „kennara" samdóma um. Afleiðingin af áhaldaskorti við kenslu og bókasafnsleysi við skólana get eg ekki séö aö þurfi að vera sú, að bóklega kenslan verði „ekki annaö en yfirheyrsla.“ Og 'því siður fæ eg skilið aö lélegar kenslubækur hafi þá afleiöingu. Eg þekki reyndar ekki marga kennara af þeim eldri; en eg veit Jpað, aö þeir yngri kennarar sem eg þekki, binda sig ekki við bók-

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.