Skólablaðið - 01.07.1916, Blaðsíða 13

Skólablaðið - 01.07.1916, Blaðsíða 13
SKÓLABLAÐIÐ log námsskeiös kennara. En sú upphæö var á síöasta þingi lækkuö úr 2500 kr. niður í 1500 kr. Utanfararstyrkur tveggja kennara haldist sem nú er. Einn kennari geklc í félagiö á fundinum. Fundurinn stóö í 3 klukkustundir. Kennarafundur Norðurlanda, sem auglýstur var í Skólablaöinu í vetur, ferst enn fyrir, eöa veröur frestaö um óákveöinn tíma. Kemur því ekki til þess, að notuð veröi sú ívilnun, sem eimskipafélagið okkar haföi veitt kennurum, er fundinn vildu sækja. En kennararnir þakka stjórn þess fyrir hennar góðu undirtektir undir þá málaleitun. Leitað var og til Bergenska félagsins um ívilnun í fargjaldinu fyrir kennara héðan, en með bréfi til kemfera^ félagsins frá 18. maí, tilkynnir félagsstjórnin, að sakir dýrrar útgerðar sjái félagið sér ekki fært að verða við tilmælum for- manns kennarafélagsins um afslátt i fargjaldi fyrir fáeina kennara. Forstöðunefnd kennarafundarins hafði alls ekki boðið ís- lenskum kennurum til fundarins, en nefnd sú í Danmörku, sem stendur fyrir hluttöku danskra kennara í fundar- haldinu, sendi fundarboðið hingað. Það er í góðu sam- ræmi við það að íslenskir kennarar voru ekki boðnir til fundarins, að hið norska eimskipafélag neitar íslenskum kennurum um ívilnun, sem annars er sjálfsagt að veita þeim er fundinn eiga að sækja. Okkar kæru norsku bræður! Spurningar og svör. 1. Er heimilt samkv. gildandi fræöslulögum að 4kveða með atkvæðagreiðslu á almennum sveitarfundi, að foreldrar barna á fræðslualdri skuli sjá kennurum fyrir fæði og öðru er 4)vi tilheyrir, svo sem ljósi, rúmi o. fl. endurgjaldslaust ?

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.